Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar 18. nóvember 2024 11:15 Fyrir skömmu sendum við þingmönnum bréf vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem Kvikmyndasjóður var kominn í eftir mikinn niðurskurð á síðustu þremur árum. Það stefndi í að sjóðurinn væri kominn á sama stað og hann var fyrir tveimur áratugum. Á þessu ári fengu aðeins tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk, en það gerðist síðast árið 1980. Venjulega framleiðum við 4-6 leiknar kvikmyndir á ári. Við þessari slæmu stöðu varð að bregðast og undir áskorun þess efnis skrifuðu 717 manns sem starfa í greininni. Alþingi og ekki síst fjárlaganefnd brugðust við þessu ákalli og settu sig inn í málið. Niðurstaðan varð sú að nefndin lagði til við þingið að Kvikmyndasjóður fengi viðbótarframlag á þessu ári og því næsta. Fréttir af þessari niðurstöðu hafa farið eins og eldur í sinu um kvikmyndabransann og vakið mikla eftirtekt og ánægju. Við höfum talað fyrir daufum eyrum undanfarin ár, eins og ljóst er af stöðu sjóðsins, og því erum við sérstaklega ánægð með að hafa náð eyrum þess fólks sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Það besta við þessa niðurstöðu er að á bakvið tillögu fjárlaganefndar eru fulltrúar Flokks fólksins, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Svo breið þverpólitísk samstaða lofar góðu fyrir framtíð íslenskra kvikmynda (þar er átt við bíómyndir, leikið sjónvarpsefni, heimildar- og stuttmyndir). Framundan eru erfiðir tímar í kvikmyndagerð um allan heim eftir þá stöðnun sem varð í Covid og ekki hefur ennþá gengið til baka. Í þeim mótbyr er mikilvægt að fólkið okkar í stjórnmálunum standi með íslenskri kvikmyndagerð, skilji mikilvægi hennar í nýjum heimi tækni og miðlunar, þar sem hin lifandi mynd er í öndvegi. Íslenskar kvikmyndir eru lykillinn að því að viðhalda íslenskunni, sem er á hröðu undanhaldi undan enskunni. Íslensk kvikmyndagerð er líka leiðin til þess að ná til unga fólksins. Heimur þeirra er heimur mynda og það skiptir miklu máli að íslensk verk, á íslensku, séu eðlilegur hluti af þeirra veruleika. Kvikmyndagerð er eftirsóttur starfsvettvangur fyrir ungt fólk. Mikill fjöldi menntar sig á þessu sviði hér heima og erlendis á hverju ári. Störf í kvikmyndabransanum eru bæði skemmtileg og skapandi og þess vegna sækir ungt fólk í þau. Þessi störf skila bæði menningarlegum og fjárhagslegum ávinningi til samfélagsins og þess vegna eigum við að byggja undir þau. Síðast en ekki síst segja íslenskar kvikmyndir íslenskar sögur, gamlar og nýjar, á tungumáli hinnar lifandi myndar; tungumáli sem allur heimurinn skilur. Þess vegna er íslensk kvikmyndagerð okkur öllum mikilvæg. Það er því með gleði í hjarta sem við þökkum nefndarmönnum fjárlaganefndar og öðrum alþingismönnum fyrir að sýna íslenskri kvikmyndagerð skilning. Sá skilningur er mikils virði - og mun ekki gleymast. H ö fundar gegna hinum ýmsu st ö rfum á sviði kvikmyndalistarinnar. Aníta Briem, Benedikt Erlingsson, Björn B Björnsson, Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Hildur Guðnadóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Rúnar Rúnarsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu sendum við þingmönnum bréf vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem Kvikmyndasjóður var kominn í eftir mikinn niðurskurð á síðustu þremur árum. Það stefndi í að sjóðurinn væri kominn á sama stað og hann var fyrir tveimur áratugum. Á þessu ári fengu aðeins tvær leiknar kvikmyndir í fullri lengd framleiðslustyrk, en það gerðist síðast árið 1980. Venjulega framleiðum við 4-6 leiknar kvikmyndir á ári. Við þessari slæmu stöðu varð að bregðast og undir áskorun þess efnis skrifuðu 717 manns sem starfa í greininni. Alþingi og ekki síst fjárlaganefnd brugðust við þessu ákalli og settu sig inn í málið. Niðurstaðan varð sú að nefndin lagði til við þingið að Kvikmyndasjóður fengi viðbótarframlag á þessu ári og því næsta. Fréttir af þessari niðurstöðu hafa farið eins og eldur í sinu um kvikmyndabransann og vakið mikla eftirtekt og ánægju. Við höfum talað fyrir daufum eyrum undanfarin ár, eins og ljóst er af stöðu sjóðsins, og því erum við sérstaklega ánægð með að hafa náð eyrum þess fólks sem situr í fjárlaganefnd Alþingis. Það besta við þessa niðurstöðu er að á bakvið tillögu fjárlaganefndar eru fulltrúar Flokks fólksins, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Svo breið þverpólitísk samstaða lofar góðu fyrir framtíð íslenskra kvikmynda (þar er átt við bíómyndir, leikið sjónvarpsefni, heimildar- og stuttmyndir). Framundan eru erfiðir tímar í kvikmyndagerð um allan heim eftir þá stöðnun sem varð í Covid og ekki hefur ennþá gengið til baka. Í þeim mótbyr er mikilvægt að fólkið okkar í stjórnmálunum standi með íslenskri kvikmyndagerð, skilji mikilvægi hennar í nýjum heimi tækni og miðlunar, þar sem hin lifandi mynd er í öndvegi. Íslenskar kvikmyndir eru lykillinn að því að viðhalda íslenskunni, sem er á hröðu undanhaldi undan enskunni. Íslensk kvikmyndagerð er líka leiðin til þess að ná til unga fólksins. Heimur þeirra er heimur mynda og það skiptir miklu máli að íslensk verk, á íslensku, séu eðlilegur hluti af þeirra veruleika. Kvikmyndagerð er eftirsóttur starfsvettvangur fyrir ungt fólk. Mikill fjöldi menntar sig á þessu sviði hér heima og erlendis á hverju ári. Störf í kvikmyndabransanum eru bæði skemmtileg og skapandi og þess vegna sækir ungt fólk í þau. Þessi störf skila bæði menningarlegum og fjárhagslegum ávinningi til samfélagsins og þess vegna eigum við að byggja undir þau. Síðast en ekki síst segja íslenskar kvikmyndir íslenskar sögur, gamlar og nýjar, á tungumáli hinnar lifandi myndar; tungumáli sem allur heimurinn skilur. Þess vegna er íslensk kvikmyndagerð okkur öllum mikilvæg. Það er því með gleði í hjarta sem við þökkum nefndarmönnum fjárlaganefndar og öðrum alþingismönnum fyrir að sýna íslenskri kvikmyndagerð skilning. Sá skilningur er mikils virði - og mun ekki gleymast. H ö fundar gegna hinum ýmsu st ö rfum á sviði kvikmyndalistarinnar. Aníta Briem, Benedikt Erlingsson, Björn B Björnsson, Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Hildur Guðnadóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir og Rúnar Rúnarsson.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun