Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Halla Signý Kristjánsdóttir skrifa 15. nóvember 2024 11:15 Komandi kosningar eru þjóðinni mikilvægar, enda verða stórar ákvarðanir teknar á næstu árum sem hafa áhrif á okkar framtíð sem þjóð. Þá skiptir máli hvaða flokkar og einstaklingar, munu sitja við ríkisstjórnarborðið og móta framtíð m.a. samfélaga, byggða og starfsstétta. Nú eru flestir flokkar búnir að birta sínar áherslur fyrir kosningarnar og kjósendur geta betur áttað sig á því hvaða flokkur hefur sameiginlega sýn með þeim á framtíðina. Eitt af því sem við teljum vera grundvallaratriði hvað varðar framtíð Íslands er að innlendri matvælaframleiðslu sé tryggður stuðningur og framtíð hennar sé tryggð. Bændur á Íslandi spila veigamikið hlutverk í lýðheilsu og matvælaöryggi þjóðar til framtíðar. Þeir framleiða með heilnæmustu matvörum í heiminum og fylgja ítrustu kröfum um velferð búfjár og gæði afurða ásamt því að hafa umhverfismál og loftslagsmál í fyrirrúmi. Við viljum vera sjálfbær og sjálfum okkur nóg. Það getum við ekki ef matvæli úr erlendum stórverksmiðjum, sem fylgja ekki sömu reglum og hér eru við lýði, eru flutt til landsins í tonnavís í beinni samkeppni við íslenska bændur. Þá verður að tryggja að tollverndin haldi og frekar efla hana en að afnema hana. Samkeppnishæfni innlendrar matvælaframleiðslu er nú þegar ábótavant og því miður þá er oft litið á innflutning sem leið til að auka samkeppni. Staðreyndin er hins vegar sú að rekstrarskilyrði í landbúnaði eru erfið, einungis fimmtungur landsins flokkast sem landbúnaðarland og því þarf að halda áfram að vinna að úrbótum á regluverki sem taki mið af aðstæðum bænda. Við verðum að tryggja að skipulag Íslands sem matvælaframleiðslulands verði forgangsmál hjá stjórnvöldum. Miðflokkurinn skilar auðu Það er því miður að sumir stjórnmálaflokkar hafa ekki áttað sig á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu og tala fyrir aðgerðum sem myndu knésetja hana. Meðal þeirra er Miðflokkurinn, sem hafði áður almennt talað fyrir málefnum landsbyggðarinnar en hefur greinilega tekið kúvendingu í afstöðu sinni. Þegar þetta er ritað, þá finnst lítið sem ekkert á heimasíðu Miðflokksins um stefnu hans í byggðamálum, hvað þá í landbúnaðarmálum. Heildarstefnunni hefur verið eytt af heimasíðunni og eftir sitja kosningaáherslur fyrir þessar alþingiskosningar. Einnig er áhugavert að hvergi í þeim áherslum er rætt um landbúnað eða málefni bænda. Sama má segja um svör flokksins í kosningaprófi kjósturétt.is Það er skýrt að Miðflokkurinn leggur því litla sem enga áherslu á málefni bænda fyrir þessar kosningar. Stefnubreyting í boði oddvitans Nýlega birti Viðskiptaráð kosningavita fyrir þessar kosningar. Þar kom fram að Miðflokkurinn sé „mjög hlynntur“ því að „afnema ætti tolla á innflutt matvæli“. Svo virðist sem að flokkurinn hafi breytt svari sínu eftir hörð viðbrögð, en þá situr sú spurning eftir; hver er raunveruleg afstaða Miðflokksins þegar hægt er að breyta afstöðu flokksins dag hvern? Fróðlegt verður að sjá hver afstaða flokksins verður á morgun. Þetta er mikið áhyggjuefni þó svo að það komi ekki sérstaklega á óvart miðað við að nýr oddviti flokksins í Reykjavík, þ.e. Sigríður Andersen, svaraði Viðskiptaráði á þennan veg. Oddvitinn nýi hefur lengi talað gegn verndartollum, greiðslumarki og stuðningi ríkisins við bændastéttina almennt, þá sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrir því eru mýmörg dæmi, sem einfalt er að finna á vef Alþingis, enda eyddi hún stórum hluta síns ferils sem óbreyttur þingmaður í gagnrýni á tollvernd og ríkisstyrki til innlendrar matvælaframleiðslu. Að sama skapi hefur nýr oddviti Miðflokksins skrifað greinar á heimasíðu sinni t.d. greinina „Áratugur til ávinnings“, sem birtist í Morgunblaðinu en þar segir: „Sjálfsagt verða bændur ekki sviptir ríkisframlögum sem þeir hafa notið í áratugi „yfir nótt“. En hvað með á 10 árum? Væri það ekki raunhæfur aðlögunartími? Hafi áður verið stemning fyrir því að framkvæmdavaldið geti ákveðið til 10 ára að færa tiltekinni atvinnugrein tugi milljarða á ári úr vösum skattgreiðenda þá er sá tími liðinn.“ Einnig skrifar oddvitinn eftirfarandi texta í greininni „Hvað á næsta ríkisstjórn að gera?“, sem birtist í Þjóðmálum á sínum tíma: „Það er bæði raunhæft markmið og nauðsynlegt að afnema alla almenna tolla. Landbúnaðartolla þarf markvisst að lækka og upplýsa neytendur og bændur um framtíðarsýn stjórnvalda í þeim efnum.“ Nýlegasta dæmið er að Sigríður studdi ekki breytingar á búvörulögum í heimsfaraldri COVID-19, um tímabundna endurvakningu eldra útboðsfyrirkomulags tollkvóta til að styrkja stoðir innlends landbúnaðar í ljósi erfiðra aðstæðna sem ríktu þá á markaði vegna heimsfaraldursins. Hún fór í andsvör við samflokksmann sinn, Harald Benediktsson, og lýsti þar yfir að hún styddi frumvarpið ekki. Sigríður Andersen er oddviti Miðflokksins í Reykjavík og reyndur þingmaður og ráðherra. Hún er augljóst ráðherraefni flokksins og því er mikið áhyggjuefni að hún hafi svo sterkar skoðanir gegn hagsmunum bænda. Framsókn styður við bændur Við höfum áhyggjur af því að stjórnmálaflokkur, sem hefur mælst vel í skoðanakönnunum, hafi takmarkaðan áhuga á að vernda og efla innlenda matvælaframleiðslu. Við í Framsókn höfum ávallt talað fyrir bættum starfskjörum og starfsaðstæðum þeirra sem starfa við innlenda matvælaframleiðslu og barist fyrir þeim. Alls staðar í heiminum sjáum við þjóðir reyna að endurvekja og efla sína matvælaframleiðslu. Af hverju ættum við ekki að gera það sama, sérstaklega í ljósi frábærrar aðstöðu sem við búum nú þegar við? Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á matvælum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og landsbyggðina í heild. Við í Framsókn viljum stemma stigu við þessari þróun. Landbúnaður er grunnstoð íslensks samfélags. Við stöndum með bændum. Höfundar eru frambjóðendur Framsóknar í komandi alþingiskosningum Þórarinn Ingi Pétursson, 2. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi Þuríður Lillý Sigurðardóttir, 5. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi Jóhann Friðrik Friðriksson, 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi Stefán Vagn Stefánsson, oddviti lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Halla Signý Kristjánsdóttir, 3. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Miðflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Komandi kosningar eru þjóðinni mikilvægar, enda verða stórar ákvarðanir teknar á næstu árum sem hafa áhrif á okkar framtíð sem þjóð. Þá skiptir máli hvaða flokkar og einstaklingar, munu sitja við ríkisstjórnarborðið og móta framtíð m.a. samfélaga, byggða og starfsstétta. Nú eru flestir flokkar búnir að birta sínar áherslur fyrir kosningarnar og kjósendur geta betur áttað sig á því hvaða flokkur hefur sameiginlega sýn með þeim á framtíðina. Eitt af því sem við teljum vera grundvallaratriði hvað varðar framtíð Íslands er að innlendri matvælaframleiðslu sé tryggður stuðningur og framtíð hennar sé tryggð. Bændur á Íslandi spila veigamikið hlutverk í lýðheilsu og matvælaöryggi þjóðar til framtíðar. Þeir framleiða með heilnæmustu matvörum í heiminum og fylgja ítrustu kröfum um velferð búfjár og gæði afurða ásamt því að hafa umhverfismál og loftslagsmál í fyrirrúmi. Við viljum vera sjálfbær og sjálfum okkur nóg. Það getum við ekki ef matvæli úr erlendum stórverksmiðjum, sem fylgja ekki sömu reglum og hér eru við lýði, eru flutt til landsins í tonnavís í beinni samkeppni við íslenska bændur. Þá verður að tryggja að tollverndin haldi og frekar efla hana en að afnema hana. Samkeppnishæfni innlendrar matvælaframleiðslu er nú þegar ábótavant og því miður þá er oft litið á innflutning sem leið til að auka samkeppni. Staðreyndin er hins vegar sú að rekstrarskilyrði í landbúnaði eru erfið, einungis fimmtungur landsins flokkast sem landbúnaðarland og því þarf að halda áfram að vinna að úrbótum á regluverki sem taki mið af aðstæðum bænda. Við verðum að tryggja að skipulag Íslands sem matvælaframleiðslulands verði forgangsmál hjá stjórnvöldum. Miðflokkurinn skilar auðu Það er því miður að sumir stjórnmálaflokkar hafa ekki áttað sig á mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu og tala fyrir aðgerðum sem myndu knésetja hana. Meðal þeirra er Miðflokkurinn, sem hafði áður almennt talað fyrir málefnum landsbyggðarinnar en hefur greinilega tekið kúvendingu í afstöðu sinni. Þegar þetta er ritað, þá finnst lítið sem ekkert á heimasíðu Miðflokksins um stefnu hans í byggðamálum, hvað þá í landbúnaðarmálum. Heildarstefnunni hefur verið eytt af heimasíðunni og eftir sitja kosningaáherslur fyrir þessar alþingiskosningar. Einnig er áhugavert að hvergi í þeim áherslum er rætt um landbúnað eða málefni bænda. Sama má segja um svör flokksins í kosningaprófi kjósturétt.is Það er skýrt að Miðflokkurinn leggur því litla sem enga áherslu á málefni bænda fyrir þessar kosningar. Stefnubreyting í boði oddvitans Nýlega birti Viðskiptaráð kosningavita fyrir þessar kosningar. Þar kom fram að Miðflokkurinn sé „mjög hlynntur“ því að „afnema ætti tolla á innflutt matvæli“. Svo virðist sem að flokkurinn hafi breytt svari sínu eftir hörð viðbrögð, en þá situr sú spurning eftir; hver er raunveruleg afstaða Miðflokksins þegar hægt er að breyta afstöðu flokksins dag hvern? Fróðlegt verður að sjá hver afstaða flokksins verður á morgun. Þetta er mikið áhyggjuefni þó svo að það komi ekki sérstaklega á óvart miðað við að nýr oddviti flokksins í Reykjavík, þ.e. Sigríður Andersen, svaraði Viðskiptaráði á þennan veg. Oddvitinn nýi hefur lengi talað gegn verndartollum, greiðslumarki og stuðningi ríkisins við bændastéttina almennt, þá sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrir því eru mýmörg dæmi, sem einfalt er að finna á vef Alþingis, enda eyddi hún stórum hluta síns ferils sem óbreyttur þingmaður í gagnrýni á tollvernd og ríkisstyrki til innlendrar matvælaframleiðslu. Að sama skapi hefur nýr oddviti Miðflokksins skrifað greinar á heimasíðu sinni t.d. greinina „Áratugur til ávinnings“, sem birtist í Morgunblaðinu en þar segir: „Sjálfsagt verða bændur ekki sviptir ríkisframlögum sem þeir hafa notið í áratugi „yfir nótt“. En hvað með á 10 árum? Væri það ekki raunhæfur aðlögunartími? Hafi áður verið stemning fyrir því að framkvæmdavaldið geti ákveðið til 10 ára að færa tiltekinni atvinnugrein tugi milljarða á ári úr vösum skattgreiðenda þá er sá tími liðinn.“ Einnig skrifar oddvitinn eftirfarandi texta í greininni „Hvað á næsta ríkisstjórn að gera?“, sem birtist í Þjóðmálum á sínum tíma: „Það er bæði raunhæft markmið og nauðsynlegt að afnema alla almenna tolla. Landbúnaðartolla þarf markvisst að lækka og upplýsa neytendur og bændur um framtíðarsýn stjórnvalda í þeim efnum.“ Nýlegasta dæmið er að Sigríður studdi ekki breytingar á búvörulögum í heimsfaraldri COVID-19, um tímabundna endurvakningu eldra útboðsfyrirkomulags tollkvóta til að styrkja stoðir innlends landbúnaðar í ljósi erfiðra aðstæðna sem ríktu þá á markaði vegna heimsfaraldursins. Hún fór í andsvör við samflokksmann sinn, Harald Benediktsson, og lýsti þar yfir að hún styddi frumvarpið ekki. Sigríður Andersen er oddviti Miðflokksins í Reykjavík og reyndur þingmaður og ráðherra. Hún er augljóst ráðherraefni flokksins og því er mikið áhyggjuefni að hún hafi svo sterkar skoðanir gegn hagsmunum bænda. Framsókn styður við bændur Við höfum áhyggjur af því að stjórnmálaflokkur, sem hefur mælst vel í skoðanakönnunum, hafi takmarkaðan áhuga á að vernda og efla innlenda matvælaframleiðslu. Við í Framsókn höfum ávallt talað fyrir bættum starfskjörum og starfsaðstæðum þeirra sem starfa við innlenda matvælaframleiðslu og barist fyrir þeim. Alls staðar í heiminum sjáum við þjóðir reyna að endurvekja og efla sína matvælaframleiðslu. Af hverju ættum við ekki að gera það sama, sérstaklega í ljósi frábærrar aðstöðu sem við búum nú þegar við? Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á matvælum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og landsbyggðina í heild. Við í Framsókn viljum stemma stigu við þessari þróun. Landbúnaður er grunnstoð íslensks samfélags. Við stöndum með bændum. Höfundar eru frambjóðendur Framsóknar í komandi alþingiskosningum Þórarinn Ingi Pétursson, 2. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi Þuríður Lillý Sigurðardóttir, 5. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi Jóhann Friðrik Friðriksson, 3. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, 5. sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi Stefán Vagn Stefánsson, oddviti lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi Halla Signý Kristjánsdóttir, 3. sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun