Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2024 10:38 Una Jónsdóttir er hagfræðingur Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,13 prósent á milli mánaða í nóvember og að verðbólga hjaðni úr 5,1 prósentum í 4,5 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga komi til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Á bankinn von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5 próesnt í febrúar á næsta ári. Aðrir undirliðir sem áhrif á verðbólguna nú eru taldir munu hafa lítil áhrif. „Spá okkar núna er 0,07 prósentustigum hærri en síðasta spá sem við birtum daginn sem Hagstofan birti októbermælinguna. Spá okkar um raforkuverð til almennings hækkar og eins spá okkar um undirliðinn „hótel og veitingastaðir“. Við lækkum spá okkar um reiknaða húsaleigu. Reiknuð húsaleiga lækkar en annar húsnæðiskostnaður hækkar Hagstofan reiknar kostnað við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) út frá markaðsleigu. Stór hluti leigusamninga eru vísitölutengdir og líklega tengdir við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar, sem er vísitala neysluverðs með tveggja mánaða töf. Til verðtryggingar í nóvember er því septembermæling vísitölunnar, en í september lækkaði hún um 0,24% á milli mánaða. Við spáum því að reiknuð húsaleiga lækki um 0,1% á milli mánaða (-0,02% áhrif). Við spáum því einnig að annað vegna húsnæðis hækki um 0,8% á milli mánaða (0,08% áhrif) sem skýrist að mestu af hækkunum á raforkuverði til almennings sem hækkaði um 3,5% á milli mánaða samkvæmt verðmælingu okkar. Óljóst hvernig tilboðsdagar í nóvember skila sér í verðmælingar Hagstofunnar Síðustu ár hafa hérlendar verslanir tekið upp nokkra tilboðsdaga í nóvember. Þar á meðal er dagur einhleypra (e. singles’ day) sem er 11. nóvember. Í ár lenti dagur einhleypra inni í verðkönnunarvikunni, sem gerðist ekki síðustu tvö ár. Ólíkt janúar- og júlíútsölum er ekki komin reynsla á hvernig þessir tilboðsdagar skila sér inn í verðmælingar Hagstofunnar. Það er helst í liðunum föt og skór, húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. og tómstundir sem þessir tilboðsdagar gætu haft áhrif. Við teljum að áhrif þessara tilboðsdaga dugi ekki til þess að Hagstofan mæli lækkun í þessum liðum á milli mánaða , en gerum þó ráð fyrir minni hækkunum á þeim en ella. Flugfargjöld til útlanda og bensín lækka Verð á flugfargjöldum til útlanda sveiflast verulega í samanburði við marga aðra liði vísitölunnar. Sveiflurnar eru árstíðabundnar og flugfargjöld lækka nær alltaf á milli mánaða í nóvember. Við gerum ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda lækki um 13,3% á milli mánaða (-0,26% áhrif). Þá lækkar verð á bensíni og dísilolíu um 1,2% á milli mánaða (0,04% áhrif) í verðkönnun okkar,“ segir í Hagsjánni. Spá 3,5 prósenta verðbólgu í febrúar á næsta ári Samkvæmt skammtímaspá bankans mun vísitala neysluverðs hækka um 0,21 prósent í desember, en svo lækka um 0,41 prósent í janúar á næsta ári og hækka aftur um 0,74 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir mælist verðbólga 4,3% í desember, 4,1% í janúar og 3,5% í febrúar. Verðlag Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans þar sem segir að flugfargjöld til útlanda og reiknuð húsaleiga komi til lækkunar að þessu sinni, en húsnæði án reiknaðrar húsaleigu til hækkunar. Á bankinn von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,5 próesnt í febrúar á næsta ári. Aðrir undirliðir sem áhrif á verðbólguna nú eru taldir munu hafa lítil áhrif. „Spá okkar núna er 0,07 prósentustigum hærri en síðasta spá sem við birtum daginn sem Hagstofan birti októbermælinguna. Spá okkar um raforkuverð til almennings hækkar og eins spá okkar um undirliðinn „hótel og veitingastaðir“. Við lækkum spá okkar um reiknaða húsaleigu. Reiknuð húsaleiga lækkar en annar húsnæðiskostnaður hækkar Hagstofan reiknar kostnað við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) út frá markaðsleigu. Stór hluti leigusamninga eru vísitölutengdir og líklega tengdir við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar, sem er vísitala neysluverðs með tveggja mánaða töf. Til verðtryggingar í nóvember er því septembermæling vísitölunnar, en í september lækkaði hún um 0,24% á milli mánaða. Við spáum því að reiknuð húsaleiga lækki um 0,1% á milli mánaða (-0,02% áhrif). Við spáum því einnig að annað vegna húsnæðis hækki um 0,8% á milli mánaða (0,08% áhrif) sem skýrist að mestu af hækkunum á raforkuverði til almennings sem hækkaði um 3,5% á milli mánaða samkvæmt verðmælingu okkar. Óljóst hvernig tilboðsdagar í nóvember skila sér í verðmælingar Hagstofunnar Síðustu ár hafa hérlendar verslanir tekið upp nokkra tilboðsdaga í nóvember. Þar á meðal er dagur einhleypra (e. singles’ day) sem er 11. nóvember. Í ár lenti dagur einhleypra inni í verðkönnunarvikunni, sem gerðist ekki síðustu tvö ár. Ólíkt janúar- og júlíútsölum er ekki komin reynsla á hvernig þessir tilboðsdagar skila sér inn í verðmælingar Hagstofunnar. Það er helst í liðunum föt og skór, húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. og tómstundir sem þessir tilboðsdagar gætu haft áhrif. Við teljum að áhrif þessara tilboðsdaga dugi ekki til þess að Hagstofan mæli lækkun í þessum liðum á milli mánaða , en gerum þó ráð fyrir minni hækkunum á þeim en ella. Flugfargjöld til útlanda og bensín lækka Verð á flugfargjöldum til útlanda sveiflast verulega í samanburði við marga aðra liði vísitölunnar. Sveiflurnar eru árstíðabundnar og flugfargjöld lækka nær alltaf á milli mánaða í nóvember. Við gerum ráð fyrir að flugfargjöld til útlanda lækki um 13,3% á milli mánaða (-0,26% áhrif). Þá lækkar verð á bensíni og dísilolíu um 1,2% á milli mánaða (0,04% áhrif) í verðkönnun okkar,“ segir í Hagsjánni. Spá 3,5 prósenta verðbólgu í febrúar á næsta ári Samkvæmt skammtímaspá bankans mun vísitala neysluverðs hækka um 0,21 prósent í desember, en svo lækka um 0,41 prósent í janúar á næsta ári og hækka aftur um 0,74 prósent í febrúar. Gangi spáin eftir mælist verðbólga 4,3% í desember, 4,1% í janúar og 3,5% í febrúar.
Verðlag Íslenska krónan Landsbankinn Tengdar fréttir Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29 Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Spá hressilegri vaxtalækkun Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum. 13. nóvember 2024 11:29