Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller, Elín Anna Baldursdóttir og Sævar Már Gústavsson skrifa 12. nóvember 2024 10:16 Jöfnum aðgengi Forsenda allrar umræðu um bætta geðheilbrigðisþjónustu er jafnt aðgengi að þjónustu. Í dag er geðheilbrigðiskerfið óskilvirkt og stefnulaust þar sem óljóst er hvaða þjónustu skal veita á mismunandi þjónustustigum. Fólk veit ekki hvar það á að fá þjónustu og í mörgum tilfellum hafa þeir sem hafa góð fjárráð greiðara aðgengi þjónustu en aðrir þar sem opinbera kerfið einkennist af biðlistum og undirmönnun. Auk þess er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mjög mismunandi eftir landshlutum þar sem hallar mikið á fólk á landsbyggðinni. Þegar ástandið er líkt og það er nú þá er ekki hægt að segja að jafnræðis sé gætt þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Því er það jafnréttismál að bæta úr þessari stöðu og eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar til að tryggja öryggi í heilbrigðismálum. Geðheilbrigðisvandi er algengur Algengasti vandinn innan geðheilbrigðiskerfisins er þunglyndi og kvíðaraskanir. Þriðjungur þeirra sem sækja þjónustu á heilsugæslum eru með geðrænan vanda. Einn af hverjum fimm glímir við þunglyndi eða kvíða á hverju ári sem við getum áætlað að séu um 80.000 manns. Verulega er hægt að draga úr þessum vanda með því að veita gagnreyndar sálfræðimeðferðir. Einnig skal hafa í huga einstaklingar með kvíða- og eða þunglyndisvanda nota heilbrigðisþjónustu í meira mæli en aðrir og árangursrík sálfræðimeðferð minnkar þá þjónustuþörf. Því er ljóst að bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu sem leiðir til bata og minni þörf fyrir þjónustu getur létt undir álagi á heilsugæslu og heimilislæknum. Efnahagslegur ávinningur meðferðar Þrátt fyrir að helsta ástæða þess að auka og jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tengist gæðum meðferðar þá eru einnig fyrir því mjög gild efnahagsleg rök. Efnahagslegur ávinningur þess að efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er ótvíræður og hefur meðal annars sýnt sig í átaksverkefnunum Rask Psykisk Helsehjelp í Noregi og Talking Therapies (áður IAPT) í Bretlandi. Með því er að hægt að fækka veikindadögum, auka líkur á endurkomu á vinnumarkað og auka framleiðni í samfélaginu sem bætir afkomu ríkissjóðs. Snemmtæk íhlutun Flestar geðraskanir koma fram á barns og unglingsárum og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Þeir sem fá aðstoð snemma eru líklegri til þess að ná fullum bata. Styttri bið og aukið aðgengi kemur einnig í veg fyrir vandi aukist og krefjist meiri og dýrari inngripa. Barnæskan er mikilvægt tímabil í þroska einstaklinga og geðrænn vandi getur rænt af þeim mikilvæg tækifæri til að efla tilfinninga- og félagsþroska. Börn sem fá aðstoð ná einnig meiri árangri í námi. Aukið aðgengi er því mikilvægt til þess að auka lífsgæði og framtíð barna og unglinga. Örugg skref Samfylkingar Örugg skref Samfylkingarinnar að bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu eru: 1) efnahagur og búseta ráði ekki aðgengi að þessari þjónustu og hún verði aðgengileg öllum án skilyrða, 2) ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda, 3) stjórnvöld setji fram skýra lýsingu á stigskiptingu, hlutverkum og skyldum fyrstu, annarrar og þriðju línu geðheilbrigðisþjónustu, 4) efla þarf þjálfun, endurmenntun og klíníska handleiðslu geðheilbrigðisstétta og 5) stjórnvöld auki eftirlit með veitingu, gæðum og árangri til að tryggja viðeigandi þjónustu. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Samfylkingin Geðheilbrigði Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Jöfnum aðgengi Forsenda allrar umræðu um bætta geðheilbrigðisþjónustu er jafnt aðgengi að þjónustu. Í dag er geðheilbrigðiskerfið óskilvirkt og stefnulaust þar sem óljóst er hvaða þjónustu skal veita á mismunandi þjónustustigum. Fólk veit ekki hvar það á að fá þjónustu og í mörgum tilfellum hafa þeir sem hafa góð fjárráð greiðara aðgengi þjónustu en aðrir þar sem opinbera kerfið einkennist af biðlistum og undirmönnun. Auk þess er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu mjög mismunandi eftir landshlutum þar sem hallar mikið á fólk á landsbyggðinni. Þegar ástandið er líkt og það er nú þá er ekki hægt að segja að jafnræðis sé gætt þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Því er það jafnréttismál að bæta úr þessari stöðu og eitt af forgangsmálum Samfylkingarinnar til að tryggja öryggi í heilbrigðismálum. Geðheilbrigðisvandi er algengur Algengasti vandinn innan geðheilbrigðiskerfisins er þunglyndi og kvíðaraskanir. Þriðjungur þeirra sem sækja þjónustu á heilsugæslum eru með geðrænan vanda. Einn af hverjum fimm glímir við þunglyndi eða kvíða á hverju ári sem við getum áætlað að séu um 80.000 manns. Verulega er hægt að draga úr þessum vanda með því að veita gagnreyndar sálfræðimeðferðir. Einnig skal hafa í huga einstaklingar með kvíða- og eða þunglyndisvanda nota heilbrigðisþjónustu í meira mæli en aðrir og árangursrík sálfræðimeðferð minnkar þá þjónustuþörf. Því er ljóst að bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu sem leiðir til bata og minni þörf fyrir þjónustu getur létt undir álagi á heilsugæslu og heimilislæknum. Efnahagslegur ávinningur meðferðar Þrátt fyrir að helsta ástæða þess að auka og jafna aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tengist gæðum meðferðar þá eru einnig fyrir því mjög gild efnahagsleg rök. Efnahagslegur ávinningur þess að efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er ótvíræður og hefur meðal annars sýnt sig í átaksverkefnunum Rask Psykisk Helsehjelp í Noregi og Talking Therapies (áður IAPT) í Bretlandi. Með því er að hægt að fækka veikindadögum, auka líkur á endurkomu á vinnumarkað og auka framleiðni í samfélaginu sem bætir afkomu ríkissjóðs. Snemmtæk íhlutun Flestar geðraskanir koma fram á barns og unglingsárum og með snemmtækri íhlutun er hægt að koma í veg fyrir að vandi fylgi börnum og unglingum inn á fullorðinsárin. Þeir sem fá aðstoð snemma eru líklegri til þess að ná fullum bata. Styttri bið og aukið aðgengi kemur einnig í veg fyrir vandi aukist og krefjist meiri og dýrari inngripa. Barnæskan er mikilvægt tímabil í þroska einstaklinga og geðrænn vandi getur rænt af þeim mikilvæg tækifæri til að efla tilfinninga- og félagsþroska. Börn sem fá aðstoð ná einnig meiri árangri í námi. Aukið aðgengi er því mikilvægt til þess að auka lífsgæði og framtíð barna og unglinga. Örugg skref Samfylkingar Örugg skref Samfylkingarinnar að bættu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu eru: 1) efnahagur og búseta ráði ekki aðgengi að þessari þjónustu og hún verði aðgengileg öllum án skilyrða, 2) ekki þurfi tilvísun til að fá sálfræðiþjónustu við algengum geðvanda, 3) stjórnvöld setji fram skýra lýsingu á stigskiptingu, hlutverkum og skyldum fyrstu, annarrar og þriðju línu geðheilbrigðisþjónustu, 4) efla þarf þjálfun, endurmenntun og klíníska handleiðslu geðheilbrigðisstétta og 5) stjórnvöld auki eftirlit með veitingu, gæðum og árangri til að tryggja viðeigandi þjónustu. Elín Anna Baldursdóttir, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Sævar Már Gústavsson, sálfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller, landlæknir og oddviti Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun