Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar 11. nóvember 2024 16:31 Strandveiðikerfið gefur sjómönnum tækifæri til að hefja útgerð á eigin báti. Kerfið er byggt á sóknardögum með margvíslegum takmörkunum umfram náttúrulegra aðstæðna. ·Óheimilt er að stunda veiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. ·Leyfilegur fjöldi daga í hverjum mánuði, maí – ágúst, 12 talsins. ·Hver veiðiferð er takmörkuð við 14 klukkustundir ·Óheimilt er að fiska meira en 774 kg af þorski ·Óheimilt að nota fleiri en fjórar færarúllur við veiðarnar ·*Veiðar stöðvaðar þegar ætluðum heildarafla hefur verið landað.* Innan þessa ramma stunduðu 756 bátar veiðar á sl. sumri. Mikil auðlind sem Íslendingar eiga að þessi mikli fjöldi treysti sér til að gera út við framangreindar aðstæður. Þeir sem stunda strandveiðar eru skipstjóramenntaðir, þeir hafa lokið námi í Slysavarnaskóla sjómanna, bátur staðist árlega skoðun, húftryggður og sjómenn slysa- og líftryggðir, sérfræðingar í að draga fisk úr sjó, að lesa í veðrið og svo fjölmargt annað. Það er skoðun Landssambands smábátaeigenda að til að atvinnugreinin Strandveiðar vaxi og dafni þurfi að festa í lög að veiðidagar verði 48, 12 dagar í hverjum mánuði, maí – ágúst. Þannig verður jafnræði tryggt milli landshluta. *Fella verður brott úr lögum ákvæði um að skylt sé að stöðva veiðar innan tímabilsins sem byggir á „þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla“ „verði náð“*. Á nýafstöðnum aðalfundi LS átti sér stað mikil umræða um strandveiðar. Að lokinni yfirferð um tillögur svæðisfélaganna var eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Landssambands smábátaeiganda skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir að gera tímabundna tilraun til 3 - 5 ára um breytt fyrirkomulag strandveiða. Tilraunin felst í því að heimilt verði að veiða allt að 12 daga í mánuði í fjóra mánuði, sbr. lög þar um, án þess að til stöðvunar veiða komi. LS hvetur strandveiðisjómenn og velunnara þeirra um land allt að láta til sín taka á framboðsfundum flokkana, kalla fram umræðu um strandveiðar og framtíð þeirra. Minna á skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið fól Félagsvísindastofnun Háskólans að gera í mars 2023. Niðurstaða hennar að 72,3% landsmanna eru fylgjandi því að auka veiðiheimildir til strandveiða. Fá fram skoðanir verðandi alþingismanna þannig að hægt verði að verja atkvæðinu rétt og tryggja stuðningsflokkum sem flest þingsæti þann 30. nóvember nk. Hver er afstaða þín og þíns flokks um að auka veiðiheimildir til strandveiða? Getur atvinnugreinin, Strandveiðar, treyst á stuðning þinn og þíns flokks um að tryggja allt að 12 veiðidaga í mánuði, tímabilið maí – ágúst? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Sjávarútvegur Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Strandveiðikerfið gefur sjómönnum tækifæri til að hefja útgerð á eigin báti. Kerfið er byggt á sóknardögum með margvíslegum takmörkunum umfram náttúrulegra aðstæðna. ·Óheimilt er að stunda veiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. ·Leyfilegur fjöldi daga í hverjum mánuði, maí – ágúst, 12 talsins. ·Hver veiðiferð er takmörkuð við 14 klukkustundir ·Óheimilt er að fiska meira en 774 kg af þorski ·Óheimilt að nota fleiri en fjórar færarúllur við veiðarnar ·*Veiðar stöðvaðar þegar ætluðum heildarafla hefur verið landað.* Innan þessa ramma stunduðu 756 bátar veiðar á sl. sumri. Mikil auðlind sem Íslendingar eiga að þessi mikli fjöldi treysti sér til að gera út við framangreindar aðstæður. Þeir sem stunda strandveiðar eru skipstjóramenntaðir, þeir hafa lokið námi í Slysavarnaskóla sjómanna, bátur staðist árlega skoðun, húftryggður og sjómenn slysa- og líftryggðir, sérfræðingar í að draga fisk úr sjó, að lesa í veðrið og svo fjölmargt annað. Það er skoðun Landssambands smábátaeigenda að til að atvinnugreinin Strandveiðar vaxi og dafni þurfi að festa í lög að veiðidagar verði 48, 12 dagar í hverjum mánuði, maí – ágúst. Þannig verður jafnræði tryggt milli landshluta. *Fella verður brott úr lögum ákvæði um að skylt sé að stöðva veiðar innan tímabilsins sem byggir á „þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla“ „verði náð“*. Á nýafstöðnum aðalfundi LS átti sér stað mikil umræða um strandveiðar. Að lokinni yfirferð um tillögur svæðisfélaganna var eftirfarandi samþykkt: „Aðalfundur Landssambands smábátaeiganda skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir að gera tímabundna tilraun til 3 - 5 ára um breytt fyrirkomulag strandveiða. Tilraunin felst í því að heimilt verði að veiða allt að 12 daga í mánuði í fjóra mánuði, sbr. lög þar um, án þess að til stöðvunar veiða komi. LS hvetur strandveiðisjómenn og velunnara þeirra um land allt að láta til sín taka á framboðsfundum flokkana, kalla fram umræðu um strandveiðar og framtíð þeirra. Minna á skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið fól Félagsvísindastofnun Háskólans að gera í mars 2023. Niðurstaða hennar að 72,3% landsmanna eru fylgjandi því að auka veiðiheimildir til strandveiða. Fá fram skoðanir verðandi alþingismanna þannig að hægt verði að verja atkvæðinu rétt og tryggja stuðningsflokkum sem flest þingsæti þann 30. nóvember nk. Hver er afstaða þín og þíns flokks um að auka veiðiheimildir til strandveiða? Getur atvinnugreinin, Strandveiðar, treyst á stuðning þinn og þíns flokks um að tryggja allt að 12 veiðidaga í mánuði, tímabilið maí – ágúst? Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun