Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. nóvember 2024 21:21 Pitsugerðarmaðurinn Gísli Dan var ekkert sérstaklega ánægður í gærkvöldi, meðan á öllu því sem hér er til umfjöllunar stóð. Hann sér þó broslegu hliðina á málum eftir á. Hópur indverskra ferðamanna, sem fjallað hefur verið um að hafi valdið miklu fjaðrafoki með framferði sínu í Staðarskála í gær, var mættur á veitingastað í Reykjavík í gærkvöldi og olli ekki síður miklum usla. Gísli Dan Rúnarsson, starfsmaður pitsustaðarins Blackbox í Borgartúni, segir fulltrúa hópsins hafa hringt á undan sér með um hálftíma fyrirvara, og látið vita að von væri á hundrað manns á staðinn. Skömmu síðar hafi um hundrað manns mætt í tveimur jafnstórum hópum, líklega hvor úr sinni rútunni. Myndband sem fréttastofa fékk sent frá gærkvöldinu staðfestir að minnst hluti hópsins úr Staðarskála var staddur á Blackbox í gær. „Það byrjaði einn náungi á því að koma og pantaði nokkrar pitsur fyrir hópinn, sem við sögðum að væri ekki nóg fyrir fimmtíu manns. Hann ákvað að treysta sinni dómgreind. Við gerðum þessar pitsur tilbúnar, búið að leggja á borð fyrir hópinn og svo eru þau alltaf að koma og panta sér meira. Sem er ekkert mál, við græjum það alveg, en þetta var endalaust,“ segir Gísli. Vildu alltaf meira Gísli segir stóran hluta hópsins hafa sýnt af sér mikinn dónaskap. „Þegar maður kom inn í salinn til að færa þeim eitthvað var alltaf verið að góla á okkur að koma með meira af einhverju; sósu, nachos eða hvað sem er,“ segir Gísli. „Gaurinn sem var yfir hópnum, hann stóð yfir okkur á meðan við vorum að gera pitsurnar, drullaði yfir okkur og sagði okkur hvernig við ættum að gera hlutina,“ segir Gísli. Aðrir kúnnar hafi borið skarðan hlut frá borði þetta kvöld, þar sem ferðamannahópurinn hafi talið að sínar pantanir, sem mölluðu inn allt kvöldið, væru alltaf í forgangi. „Við áttum alltaf að gera þeirra pantanir fyrst.“ Vaðið í kælinn Þegar hér er komið sögu er Gísli ekki enn tæmdur af raunum gærkvöldsins. „Í byrjun kvölds spurði einn hvort hann mætti fara í kælinn þar sem tveggja lítra gosið er geymt. Ég sagði bara já, þú getur náð þér í svoleiðis. Kælirinn er sem sagt bak við afgreiðsluborðið. Heyrðu, svo heyri ég það að þau eru öll farin að ganga í kælinn án þess að láta okkur vita. Sama með sósurnar. Þau enda á að taka sósubrúsa af vinnuborði fyrir starfsmenn og hafa bara fyrir sig.“ Þegar loksins hafi komið að því að gera upp, og þar með kveðja matargestina, hafi reynst mjög erfitt að átta sig á því um hversu mikið ætti að rukka. „Við vissum ekkert hversu mikið þau tóku. Þau gengu bara í þetta sjálf og við vissum ekkert hvernig við ættum að meta þetta.“ Bað um afslátt og uppskar mikinn hlátur Maðurinn sem áður var nefndur til sögunnar, sem sagður er hafa staðið yfir starfsfólki og gólað á það, hafi síðan borið upp nokkuð spaugilega fyrirspurn þegar verið var að gera upp. „Hann þorði að að spyrja vaktstjórann af hverju hann fengi ekki afslátt. Það var bara hlegið í andlitið á honum, þetta var galið. Þetta var gaurinn sem var búinn að vera að drulla yfir alla, stóð yfir manni með pitsu í hægri, kjamsandi á henni og að biðja um meira á sama tíma.“ Það má heyra á Gísla að honum hafi verið nokkuð létt þegar hópurinn yfirgaf loks staðinn rétt fyrir klukkan tíu, eftir um þriggja tíma kvöldverðarveislu í Borgartúninu, og tæpum klukkutíma eftir að eldhús staðarins lokaði. „Þetta er fyndið eftir á, en þetta var ótrúlega pirrandi meðan á þessu stóð.“ Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Gísli Dan Rúnarsson, starfsmaður pitsustaðarins Blackbox í Borgartúni, segir fulltrúa hópsins hafa hringt á undan sér með um hálftíma fyrirvara, og látið vita að von væri á hundrað manns á staðinn. Skömmu síðar hafi um hundrað manns mætt í tveimur jafnstórum hópum, líklega hvor úr sinni rútunni. Myndband sem fréttastofa fékk sent frá gærkvöldinu staðfestir að minnst hluti hópsins úr Staðarskála var staddur á Blackbox í gær. „Það byrjaði einn náungi á því að koma og pantaði nokkrar pitsur fyrir hópinn, sem við sögðum að væri ekki nóg fyrir fimmtíu manns. Hann ákvað að treysta sinni dómgreind. Við gerðum þessar pitsur tilbúnar, búið að leggja á borð fyrir hópinn og svo eru þau alltaf að koma og panta sér meira. Sem er ekkert mál, við græjum það alveg, en þetta var endalaust,“ segir Gísli. Vildu alltaf meira Gísli segir stóran hluta hópsins hafa sýnt af sér mikinn dónaskap. „Þegar maður kom inn í salinn til að færa þeim eitthvað var alltaf verið að góla á okkur að koma með meira af einhverju; sósu, nachos eða hvað sem er,“ segir Gísli. „Gaurinn sem var yfir hópnum, hann stóð yfir okkur á meðan við vorum að gera pitsurnar, drullaði yfir okkur og sagði okkur hvernig við ættum að gera hlutina,“ segir Gísli. Aðrir kúnnar hafi borið skarðan hlut frá borði þetta kvöld, þar sem ferðamannahópurinn hafi talið að sínar pantanir, sem mölluðu inn allt kvöldið, væru alltaf í forgangi. „Við áttum alltaf að gera þeirra pantanir fyrst.“ Vaðið í kælinn Þegar hér er komið sögu er Gísli ekki enn tæmdur af raunum gærkvöldsins. „Í byrjun kvölds spurði einn hvort hann mætti fara í kælinn þar sem tveggja lítra gosið er geymt. Ég sagði bara já, þú getur náð þér í svoleiðis. Kælirinn er sem sagt bak við afgreiðsluborðið. Heyrðu, svo heyri ég það að þau eru öll farin að ganga í kælinn án þess að láta okkur vita. Sama með sósurnar. Þau enda á að taka sósubrúsa af vinnuborði fyrir starfsmenn og hafa bara fyrir sig.“ Þegar loksins hafi komið að því að gera upp, og þar með kveðja matargestina, hafi reynst mjög erfitt að átta sig á því um hversu mikið ætti að rukka. „Við vissum ekkert hversu mikið þau tóku. Þau gengu bara í þetta sjálf og við vissum ekkert hvernig við ættum að meta þetta.“ Bað um afslátt og uppskar mikinn hlátur Maðurinn sem áður var nefndur til sögunnar, sem sagður er hafa staðið yfir starfsfólki og gólað á það, hafi síðan borið upp nokkuð spaugilega fyrirspurn þegar verið var að gera upp. „Hann þorði að að spyrja vaktstjórann af hverju hann fengi ekki afslátt. Það var bara hlegið í andlitið á honum, þetta var galið. Þetta var gaurinn sem var búinn að vera að drulla yfir alla, stóð yfir manni með pitsu í hægri, kjamsandi á henni og að biðja um meira á sama tíma.“ Það má heyra á Gísla að honum hafi verið nokkuð létt þegar hópurinn yfirgaf loks staðinn rétt fyrir klukkan tíu, eftir um þriggja tíma kvöldverðarveislu í Borgartúninu, og tæpum klukkutíma eftir að eldhús staðarins lokaði. „Þetta er fyndið eftir á, en þetta var ótrúlega pirrandi meðan á þessu stóð.“
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?