Innlent

Von­brigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Hádegisfréttir verða lesnar klukkan tólf.
Hádegisfréttir verða lesnar klukkan tólf. Vísir

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um gagnrýni sveitarstjóra Mýrdalshrepps á Vegagerðina og stjórnvöld en hann sakar þau um aðgerðarleysi. Mikill sjór gekk á land við Vík í vikunni en að hans mati mun þjóðvegurinn fara í sundur að öllu óbreyttu.

Einnig rýnum við í Epstein-skjölin svokölluðu en dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffrey Epsteins, barnaníðings og auðkýfings. Vonbrigðum sætir vegna skjalanna. 

Að auki fjöllum við um gjafabréf sem verða sívinsælli sem jólagjöf frá fyrirtækjum og vinum og fjölskyldu. Neytendasamtökunum berast kvartanir vegna gjafabréfa í hverri viku. Flestar kvartanir koma vegna fyrirtækjanna Dineout og Óskaskríns.

Að endingu ræðum við við aðalvarðstjóra hjá lögreglunni sem segir Íslendinga sérstaklega berskjaldaða fyrir vasaþjófnaði sem virðist færast í aukana. 

Og í sportpakka dagsins verður farið yfir leiki dagsins í enska boltanum og úrslit gærkvöldsins í körfuboltanum.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 20. desember 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×