Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 09:15 Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum var misboðið og mótmæltu ummælum síns æðsta yfirmanns á opinberum vettvangi. Á fundi borgarstjórnar þann dag samþykkti borgarstjórn að taka ummæli borgarstjóra til umræðu en frestaði jafnframt þeirri umræðu. Það má sjá í lið 11 í fundargerð fundarins. Tveimur dögum síðar hittu formenn og varaformenn kennarafélaganna í Reykjavík borgarstjóra á fundi þar sem ummælin voru rædd auk mótmælanna og mikilvægi kennarastarfsins. Vissulega er það virðingarvert að sá fundur hafi verið haldinn og tækifæri til samtals skuli hafa verið gripið. Þriðjudaginn 4. nóvember var haldinn borgarstjórnarfundur á ný. Sé dagskrá fundarins skoðuð má sjá að þar er hvergi að finna umræðu um ummæli borgarstjórans sem þó hafði verið samþykkt að taka til umræðu. Mér er því spurn: Hvenær stendur til að borgarstjórn ræði fyrrnefnd ummæli? Það liggur fyrir í fundargerð að ummælin verði tekin til umræðu en ekki er tekið fram hvenær það skuli gert. Orðum fylgir ábyrgð og það verður áhugavert að fylgjast með dagskrá komandi borgarstjórnarfunda því það virðist vera ákveðin list að fresta því sem óþægilegt er að ræða. Það er ábyrgðarhluti ef fulltrúar í borgarstjórn láta þetta mál, sem varðar fjölmennustu starfsstétt borgarinnar, sem vind um eyru þjóta. Það er auk þess ánægjulegt að lesa fréttir af væntanlegum hagnaði í rekstri borgarinnar en ég get ekki varist því að fá óbragð í munninn við lesturinn. Hávært ákall er frá kennurum um bætt starfsskilyrði, bætt launakjör og umbætur á hinum ýmsu úrræðum í skólakerfinu. Til að ná fram þessum hagnaði munum við horfa upp á niðurskurð í kerfi sem löngu er komið að þolmörkum. Ég efast ekki um að það sé góð tilfinning að vera við stjórnvölinn og ná fram heppilegum tölum í rekstrinum en að sama skapi velti ég því fyrir mér hverju sé raunverulega fórnað fyrir hagnaðartölurnar. Getum við í heiðarleika og einlægni talað um hagnað ef samfélaginu blæðir til að ná honum fram? Niðurskurður á skóla- og frístundasviði þýðir óumflýjanlega skerðingu á þjónustu. Slík skerðing gæti verið í formi mönnunarvanda, sem nú þegar er ört stækkandi vandi, vöntun á stuðningi og úrræðum sem áður voru til staðar, vöntun á nýjum úrræðum sem þarf að stofna til, stækka eða fjölga, lengri biðlistum í greiningarferlum, minna fjármagni til bóka- og námsefniskaupa og svo mætti lengi telja. Það er til lítils að ætlast til að fá gæðamenntun fyrir barnið sitt ef ekki tekst að manna skólana með fagmenntuðum kennurum. Svo einfalt er það. Kjarabarátta kennara snýst nefnilega að miklu leyti um einmitt það, að berjast fyrir auknum gæðum, fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu til að bjóða upp á gæðamenntun til framtíðar. Það er raunverulegur hagnaður fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Þann 15. október síðastliðinn fjölmenntu kennarar í Ráðhúsið í Reykjavík á fund borgarstjórnar til að mótmæla ummælum sem borgarstjóri hafði látið falla um kennara á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kennurum var misboðið og mótmæltu ummælum síns æðsta yfirmanns á opinberum vettvangi. Á fundi borgarstjórnar þann dag samþykkti borgarstjórn að taka ummæli borgarstjóra til umræðu en frestaði jafnframt þeirri umræðu. Það má sjá í lið 11 í fundargerð fundarins. Tveimur dögum síðar hittu formenn og varaformenn kennarafélaganna í Reykjavík borgarstjóra á fundi þar sem ummælin voru rædd auk mótmælanna og mikilvægi kennarastarfsins. Vissulega er það virðingarvert að sá fundur hafi verið haldinn og tækifæri til samtals skuli hafa verið gripið. Þriðjudaginn 4. nóvember var haldinn borgarstjórnarfundur á ný. Sé dagskrá fundarins skoðuð má sjá að þar er hvergi að finna umræðu um ummæli borgarstjórans sem þó hafði verið samþykkt að taka til umræðu. Mér er því spurn: Hvenær stendur til að borgarstjórn ræði fyrrnefnd ummæli? Það liggur fyrir í fundargerð að ummælin verði tekin til umræðu en ekki er tekið fram hvenær það skuli gert. Orðum fylgir ábyrgð og það verður áhugavert að fylgjast með dagskrá komandi borgarstjórnarfunda því það virðist vera ákveðin list að fresta því sem óþægilegt er að ræða. Það er ábyrgðarhluti ef fulltrúar í borgarstjórn láta þetta mál, sem varðar fjölmennustu starfsstétt borgarinnar, sem vind um eyru þjóta. Það er auk þess ánægjulegt að lesa fréttir af væntanlegum hagnaði í rekstri borgarinnar en ég get ekki varist því að fá óbragð í munninn við lesturinn. Hávært ákall er frá kennurum um bætt starfsskilyrði, bætt launakjör og umbætur á hinum ýmsu úrræðum í skólakerfinu. Til að ná fram þessum hagnaði munum við horfa upp á niðurskurð í kerfi sem löngu er komið að þolmörkum. Ég efast ekki um að það sé góð tilfinning að vera við stjórnvölinn og ná fram heppilegum tölum í rekstrinum en að sama skapi velti ég því fyrir mér hverju sé raunverulega fórnað fyrir hagnaðartölurnar. Getum við í heiðarleika og einlægni talað um hagnað ef samfélaginu blæðir til að ná honum fram? Niðurskurður á skóla- og frístundasviði þýðir óumflýjanlega skerðingu á þjónustu. Slík skerðing gæti verið í formi mönnunarvanda, sem nú þegar er ört stækkandi vandi, vöntun á stuðningi og úrræðum sem áður voru til staðar, vöntun á nýjum úrræðum sem þarf að stofna til, stækka eða fjölga, lengri biðlistum í greiningarferlum, minna fjármagni til bóka- og námsefniskaupa og svo mætti lengi telja. Það er til lítils að ætlast til að fá gæðamenntun fyrir barnið sitt ef ekki tekst að manna skólana með fagmenntuðum kennurum. Svo einfalt er það. Kjarabarátta kennara snýst nefnilega að miklu leyti um einmitt það, að berjast fyrir auknum gæðum, fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu til að bjóða upp á gæðamenntun til framtíðar. Það er raunverulegur hagnaður fyrir samfélagið allt. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun