Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 09:45 Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. Þegar rætt er um þá húsnæðiskrísu sem við stöndum sannarlega frammi fyrir draga andstæðingar meirihlutans í Reykjavík umræðuna fljótt ofan í þann skurð að staðan sé mestmegnis upp komin vegna vangetu meirihlutans við að fjölga lóðum. Þétting byggðar er gerð að sökudólgnum og kynt undir pólariseringu og andúð í þágu einfaldra skilaboða sem eiga þó fátt skylt við raunveruleikann. Undanfarið kristallast þessi andstaða í umræðu um nauðsyn þess að byggja utan núverandi vaxtarmarka í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nokkrir leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða nú fram til Alþingis hafa að undanförnu tekið undir þessa gagnrýni. Skoðum aðeins staðreyndir málsins. Áður en ég dýfi mér ofan í efnistökin skal það sagt að þétting byggðar er ekkert einkamál meirihlutans í Reykjavík. Það er stefna höfuðborgarsvæðisins alls í svæðisskipulaginu þar sem fram kemur að uppbygging eigi að vera að meginefninu til inn á við, innan vaxtarmarkanna. Þétting byggðar er líka meginstefna innan borgarþróunar á heimsvísu. Vegna þess að meðvitund um skynsamlega nýtingu innviða og auðlinda er orðin almennari. Nægar lóðir innan vaxtarmarkanna Eru lóðir innan vaxtarmarkanna að klárast? Svarið er nei. Eins og kemur fram í Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024 eru laus uppbyggingarsvæði innan vaxtarmarkanna í aðalskipulagi fyrir um 58.000 íbúðir til 2040. Það ætti að duga vel fyrir fyrirliggjandi þörf. Það tekur ekki lengri tíma að byggja þétt en dreift Tekur of langan tíma að byggja þétt en dreift? Svarið er nei. Samkvæmt greiningu á íbúðarbyggingarverkefnum á tímabilinu 2013 til 2017 í Reykjavík er meðalhraði uppbyggingar svipaður á þétttingarreitum og í dreifðari byggð, mögulega eilítið styttri á þéttingarreitum. Þétting byggðar hækkar ekki húsnæðisverð Hækkar þétting byggðar húsnæðisverð? Svarið er nei. Rannsókn á þessu gefur vísbendingar um að sé frekar gisnari byggð sem ýtir undir hækkun leiguverðs og dregur úr aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Lóðaverð í þéttri byggð ekki fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu Er lóðaverð í þéttri byggð fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu? Svarið er nei. Dæmin sanna (eins og við Ártúnshöfða og Orkureit) að markaðurinn metur lóðirnar oft mun dýrari en þær eru seldar á í grunninn, þar með eru þær ekki of dýrar heldur ef til vill þvert á móti. Kaup og sala á lóðum í þéttri byggð hækka stundum töluvert í verði áður en skóflu er svo mikið sem stungið niður. Svona lóðabrask er ekki ásættanlegt, tefur fyrir uppbyggingu og getur hækkað íbúðaverð. Skýrar aðgerðir þarf til að sporna við þessu og tímatakmarkanir á uppbyggingarheimildum sem verið er að innleiða er jákvætt skref. En það breytir því ekki að lóðaverð í þéttri byggð virðist engin fyrirstaða fyrir áhuga fjárfesta og uppbyggingaraðila á lóðunum. Ódýrari lóðir kosta - spurningin er bara hver borgar! Ódýrari lóðir fyrir uppbyggingaraðila á órofnu landi skila sér ekki til neytenda heldur þvert á móti eins og áður sagði - þær þjóna fyrst og fremst stífri arðsemiskröfu. Almenningur borgar brúsann því þessar ódýru lóðir kosta sannarlega. Spurningin er bara hver borgar. Ódýru lóðirnar eru niðurgreiddar af skattgreiðendum sem þurfa að greiða miklu hærri innviðakostnað fyrir slíka uppbyggingu og við erum að tala um grófa greiningu upp á nærri fimmfalt hærri kostnað í dreifðri byggð en þéttri. Þær eru niðurgreiddar af fólkinu sem flytur inn og lifir við lakari lífsgæði og þarf að ferðast miklu lengur á hverjum degi. Þær eru niðurgreiddar af leikskólabörnum sem fá ekki að fara út þegar loftgæði eru lök og svo af framtíðarkynslóðum því mengun eykst í takt við lengri ferðalög og að brotið sé nýtt land. Rannsakendur á viðfangsefninu hafa í raun mælt með því að talsmenn lægri húsnæðiskostnaðar leggi áherslu á þéttingu byggðar í skipulagi. Eru vaxtarmörkin vandinn og nauðsyn þess að umturna þeim eins brýn og af er látið? Svarið er nei. Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að standa vörð um hag uppbyggingaraðila sem vilja ódýrar lóðir og sem mestan gróða af sínum framkvæmdum og því er fyrirsjáanlegt að samtökin tali fyrir dreifingu byggðar og tilfærslu vaxtarmarkanna. Hlutverk uppbyggingaraðilanna er að skaffa sér og fjárfestunum eins mikinn gróða og hægt er í eigin vasa. Af hverju stjórnmálaleiðtogar úr hinum ýmsu áttum hafa ákveðið að leggjast á árarnar með þeim skil ég ekki. Hlutverk kjörinna fulltrúa er nefnilega að standa með almenningi. Ekki með sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður til alþingiskosninga og skipar þar 2. sæti á lista Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Þak yfir höfuðið eru mannréttindi og þörfin fyrir meira húsnæði er brýn. Fyrsta skref í átt að lausn er að skilja hvar pottur er brotinn - og hvar ekki. Þegar rætt er um þá húsnæðiskrísu sem við stöndum sannarlega frammi fyrir draga andstæðingar meirihlutans í Reykjavík umræðuna fljótt ofan í þann skurð að staðan sé mestmegnis upp komin vegna vangetu meirihlutans við að fjölga lóðum. Þétting byggðar er gerð að sökudólgnum og kynt undir pólariseringu og andúð í þágu einfaldra skilaboða sem eiga þó fátt skylt við raunveruleikann. Undanfarið kristallast þessi andstaða í umræðu um nauðsyn þess að byggja utan núverandi vaxtarmarka í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Nokkrir leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem bjóða nú fram til Alþingis hafa að undanförnu tekið undir þessa gagnrýni. Skoðum aðeins staðreyndir málsins. Áður en ég dýfi mér ofan í efnistökin skal það sagt að þétting byggðar er ekkert einkamál meirihlutans í Reykjavík. Það er stefna höfuðborgarsvæðisins alls í svæðisskipulaginu þar sem fram kemur að uppbygging eigi að vera að meginefninu til inn á við, innan vaxtarmarkanna. Þétting byggðar er líka meginstefna innan borgarþróunar á heimsvísu. Vegna þess að meðvitund um skynsamlega nýtingu innviða og auðlinda er orðin almennari. Nægar lóðir innan vaxtarmarkanna Eru lóðir innan vaxtarmarkanna að klárast? Svarið er nei. Eins og kemur fram í Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024 eru laus uppbyggingarsvæði innan vaxtarmarkanna í aðalskipulagi fyrir um 58.000 íbúðir til 2040. Það ætti að duga vel fyrir fyrirliggjandi þörf. Það tekur ekki lengri tíma að byggja þétt en dreift Tekur of langan tíma að byggja þétt en dreift? Svarið er nei. Samkvæmt greiningu á íbúðarbyggingarverkefnum á tímabilinu 2013 til 2017 í Reykjavík er meðalhraði uppbyggingar svipaður á þétttingarreitum og í dreifðari byggð, mögulega eilítið styttri á þéttingarreitum. Þétting byggðar hækkar ekki húsnæðisverð Hækkar þétting byggðar húsnæðisverð? Svarið er nei. Rannsókn á þessu gefur vísbendingar um að sé frekar gisnari byggð sem ýtir undir hækkun leiguverðs og dregur úr aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Lóðaverð í þéttri byggð ekki fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu Er lóðaverð í þéttri byggð fyrirstaða þegar kemur að uppbyggingu? Svarið er nei. Dæmin sanna (eins og við Ártúnshöfða og Orkureit) að markaðurinn metur lóðirnar oft mun dýrari en þær eru seldar á í grunninn, þar með eru þær ekki of dýrar heldur ef til vill þvert á móti. Kaup og sala á lóðum í þéttri byggð hækka stundum töluvert í verði áður en skóflu er svo mikið sem stungið niður. Svona lóðabrask er ekki ásættanlegt, tefur fyrir uppbyggingu og getur hækkað íbúðaverð. Skýrar aðgerðir þarf til að sporna við þessu og tímatakmarkanir á uppbyggingarheimildum sem verið er að innleiða er jákvætt skref. En það breytir því ekki að lóðaverð í þéttri byggð virðist engin fyrirstaða fyrir áhuga fjárfesta og uppbyggingaraðila á lóðunum. Ódýrari lóðir kosta - spurningin er bara hver borgar! Ódýrari lóðir fyrir uppbyggingaraðila á órofnu landi skila sér ekki til neytenda heldur þvert á móti eins og áður sagði - þær þjóna fyrst og fremst stífri arðsemiskröfu. Almenningur borgar brúsann því þessar ódýru lóðir kosta sannarlega. Spurningin er bara hver borgar. Ódýru lóðirnar eru niðurgreiddar af skattgreiðendum sem þurfa að greiða miklu hærri innviðakostnað fyrir slíka uppbyggingu og við erum að tala um grófa greiningu upp á nærri fimmfalt hærri kostnað í dreifðri byggð en þéttri. Þær eru niðurgreiddar af fólkinu sem flytur inn og lifir við lakari lífsgæði og þarf að ferðast miklu lengur á hverjum degi. Þær eru niðurgreiddar af leikskólabörnum sem fá ekki að fara út þegar loftgæði eru lök og svo af framtíðarkynslóðum því mengun eykst í takt við lengri ferðalög og að brotið sé nýtt land. Rannsakendur á viðfangsefninu hafa í raun mælt með því að talsmenn lægri húsnæðiskostnaðar leggi áherslu á þéttingu byggðar í skipulagi. Eru vaxtarmörkin vandinn og nauðsyn þess að umturna þeim eins brýn og af er látið? Svarið er nei. Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að standa vörð um hag uppbyggingaraðila sem vilja ódýrar lóðir og sem mestan gróða af sínum framkvæmdum og því er fyrirsjáanlegt að samtökin tali fyrir dreifingu byggðar og tilfærslu vaxtarmarkanna. Hlutverk uppbyggingaraðilanna er að skaffa sér og fjárfestunum eins mikinn gróða og hægt er í eigin vasa. Af hverju stjórnmálaleiðtogar úr hinum ýmsu áttum hafa ákveðið að leggjast á árarnar með þeim skil ég ekki. Hlutverk kjörinna fulltrúa er nefnilega að standa með almenningi. Ekki með sérhagsmunum. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi suður til alþingiskosninga og skipar þar 2. sæti á lista Pírata
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun