Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 08:16 Að undanförnu hefur lítt spennandi stjórnarmynd verið teiknuð upp. Þótt Samfylking hafi nú nýverið dalað í skoðanakönnunum hefur Viðreisn vaxið ásmegin. Þar birtist sú ógnvænlega mynd að flokkarnir sem eiga ýmislegt sameiginlegt gegni lykilhlutverki við myndun stjórnar eftir næstu kosningar. Viðreisn og Samfylkingin eru auðvitað þaulvön að stjórna saman, enda hafa þessir flokkar stýrt langstærsta sveitarfélagi landsins undanfarin ár. Samfylkingin hefur þar vissulega verið burðarstólpi í áratugi, en Viðreisn hefur svo hlaupið undir bagga undanfarin tvö kjörtímabil. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað gríðarlega á þessum tíma og langt umfram fjölgun borgarbúa. Þar munar mest um stjórnendur hjá Reykjavíkurborg og er fjöldi þeirra er slíkur að 700 stjórnendur borgarinnar fagna árlega saman á stjórnendadeginum svokallaða. Skuldir borgarinnar hafa á tímum þessarar vinstri stjórnar aukist um tugi milljarða á hverju ári þrátt fyrir að tekjurnar blási út. Á sama tíma hafa álögur á venjulega fjölskyldu í Reykjavík aukist um hundruð þúsunda á ári hverju. Þróunarbankalán Reykjavíkurborgar Skuldir borgarinnar eru slíkt áhyggjuefni að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent borginni ítrekuð erindi vegna rekstrar borgarinnar, enda fellur hún m.a. á lögbundnu hámarki skuldahlutfalls. Reykjavíkurborg hefur ítrekað þurft að hætta við skuldabréfaútgáfu vegna áhugaleysis fjárfesta. Nú hefur borgin þess í stað leitað á náðir Þróunarbanka Evrópu til að fjármagna nauðsynlegt viðhald á innviðum. Þetta er s.s. afrekaskrá Viðreisnar og Samfylkingar sem tala fyrir „ábyrgum ríkisrekstri“. Hún er ekki glæsileg, fremur en önnur verk þeirra í höfuðborginni. Enda forðast flokkarnir að mæla ánægju borgarbúa með þjónustuna eins og viðtekin venja er í öðrum sveitarfélögum. Samfylkingin er hins vegar svo hreykin af verkum sínum í borgarstjórn að hún stillir Degi B. Eggertssyni upp í forystu alþingisframboðs flokksins í Reykjavík. Hvernig Viðreisn og Samfylking sólunda svo skattfé borgarbúa er efni í aðra grein og áhugi flokkanna beggja á Evrópusambandsaðild sömuleiðis. Ekki hefur útsvar Reykvíkinga farið í að stytta biðlista eftir dagvistun, sem eru þeir lengstu á höfuðborgarsvæðinu, og ekki hefur verið greitt úr umferðarhnútum í borginni eða viðhaldi sinnt á mygluðum leik- og grunnskólum. En vissulega hafa verið gerðir myndarlegir starfslokasamningar og starfsmenn skrifstofu borgarstjóra hafa aldrei verið fleiri. Vonandi raungerist ekki sú svarta mynd sem hér hefur verið dregin upp. Nóg er nú samt að þessir flokkar stýri borginni sem á árum áður var langfjársterkasta sveitarfélag landsins og þótt víðar væri leitað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Borgarstjórn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur lítt spennandi stjórnarmynd verið teiknuð upp. Þótt Samfylking hafi nú nýverið dalað í skoðanakönnunum hefur Viðreisn vaxið ásmegin. Þar birtist sú ógnvænlega mynd að flokkarnir sem eiga ýmislegt sameiginlegt gegni lykilhlutverki við myndun stjórnar eftir næstu kosningar. Viðreisn og Samfylkingin eru auðvitað þaulvön að stjórna saman, enda hafa þessir flokkar stýrt langstærsta sveitarfélagi landsins undanfarin ár. Samfylkingin hefur þar vissulega verið burðarstólpi í áratugi, en Viðreisn hefur svo hlaupið undir bagga undanfarin tvö kjörtímabil. Starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað gríðarlega á þessum tíma og langt umfram fjölgun borgarbúa. Þar munar mest um stjórnendur hjá Reykjavíkurborg og er fjöldi þeirra er slíkur að 700 stjórnendur borgarinnar fagna árlega saman á stjórnendadeginum svokallaða. Skuldir borgarinnar hafa á tímum þessarar vinstri stjórnar aukist um tugi milljarða á hverju ári þrátt fyrir að tekjurnar blási út. Á sama tíma hafa álögur á venjulega fjölskyldu í Reykjavík aukist um hundruð þúsunda á ári hverju. Þróunarbankalán Reykjavíkurborgar Skuldir borgarinnar eru slíkt áhyggjuefni að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur sent borginni ítrekuð erindi vegna rekstrar borgarinnar, enda fellur hún m.a. á lögbundnu hámarki skuldahlutfalls. Reykjavíkurborg hefur ítrekað þurft að hætta við skuldabréfaútgáfu vegna áhugaleysis fjárfesta. Nú hefur borgin þess í stað leitað á náðir Þróunarbanka Evrópu til að fjármagna nauðsynlegt viðhald á innviðum. Þetta er s.s. afrekaskrá Viðreisnar og Samfylkingar sem tala fyrir „ábyrgum ríkisrekstri“. Hún er ekki glæsileg, fremur en önnur verk þeirra í höfuðborginni. Enda forðast flokkarnir að mæla ánægju borgarbúa með þjónustuna eins og viðtekin venja er í öðrum sveitarfélögum. Samfylkingin er hins vegar svo hreykin af verkum sínum í borgarstjórn að hún stillir Degi B. Eggertssyni upp í forystu alþingisframboðs flokksins í Reykjavík. Hvernig Viðreisn og Samfylking sólunda svo skattfé borgarbúa er efni í aðra grein og áhugi flokkanna beggja á Evrópusambandsaðild sömuleiðis. Ekki hefur útsvar Reykvíkinga farið í að stytta biðlista eftir dagvistun, sem eru þeir lengstu á höfuðborgarsvæðinu, og ekki hefur verið greitt úr umferðarhnútum í borginni eða viðhaldi sinnt á mygluðum leik- og grunnskólum. En vissulega hafa verið gerðir myndarlegir starfslokasamningar og starfsmenn skrifstofu borgarstjóra hafa aldrei verið fleiri. Vonandi raungerist ekki sú svarta mynd sem hér hefur verið dregin upp. Nóg er nú samt að þessir flokkar stýri borginni sem á árum áður var langfjársterkasta sveitarfélag landsins og þótt víðar væri leitað. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun