„Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 10:38 Elizabeth, Tracy, Pablo, Susan og Chris reyndust öll stuðningsmenn Kamölu Harris. Donald Trump er ákaflega óvinsæll meðal Bandaríkjamanna sem fréttastofa tók tali í miðborg Reykjavíkur í fyrradag. Einn sagðist frekar myndu stökkva fram af kletti en að kjósa hann. Flestir sögðust kvíða niðurstöðum kosninganna. Nóvember, hinn mikli kosningamánuður, er genginn í garð. Við Íslendingar kjósum til Alþingis þann 30. en augu heimsbyggðarinnar beinast kannski frekar að öðrum kosningum, forsetakosningum úti í Bandaríkjunum sem haldnar eru eftir aðeins þrjá daga. Skoðanakannanir eru enn hnífjafnar og frambjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump eru á þeytingi um sveifluríkin á lokametrum kosningabaráttunnar. Sextíu og sex milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utankjörfundar í forsetakosningunum, sem haldnar eru á þriðjudag. Aldrei hafa fleiri utankjörfundaratkvæði verið greidd. Metið frá því í kosningunum 2020, sem haldnar voru í miðjum heimsfaraldri, hefur þar með verið slegið. En hvað segja kjósendur? Fréttastofa fór á stúfana og tók nokkra bandaríska ferðamenn tali í miðborg Reykjavíkur. Tracy frá Maryland sagðist hikandi og hrædd í aðdraganda kosninganna. Hún kaus Kamölu Harris áður en hún fór með fjölskyldu sinni í frí til Íslands. Elizabeth Eleanor Olsen frá Colorado var einnig nokkuð kvíðin. „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump,“ sagði hún. Viðtöl við Tracy, Elizabeth og fleiri ferðamenn í fréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Reykjavík Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Nóvember, hinn mikli kosningamánuður, er genginn í garð. Við Íslendingar kjósum til Alþingis þann 30. en augu heimsbyggðarinnar beinast kannski frekar að öðrum kosningum, forsetakosningum úti í Bandaríkjunum sem haldnar eru eftir aðeins þrjá daga. Skoðanakannanir eru enn hnífjafnar og frambjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump eru á þeytingi um sveifluríkin á lokametrum kosningabaráttunnar. Sextíu og sex milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utankjörfundar í forsetakosningunum, sem haldnar eru á þriðjudag. Aldrei hafa fleiri utankjörfundaratkvæði verið greidd. Metið frá því í kosningunum 2020, sem haldnar voru í miðjum heimsfaraldri, hefur þar með verið slegið. En hvað segja kjósendur? Fréttastofa fór á stúfana og tók nokkra bandaríska ferðamenn tali í miðborg Reykjavíkur. Tracy frá Maryland sagðist hikandi og hrædd í aðdraganda kosninganna. Hún kaus Kamölu Harris áður en hún fór með fjölskyldu sinni í frí til Íslands. Elizabeth Eleanor Olsen frá Colorado var einnig nokkuð kvíðin. „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump,“ sagði hún. Viðtöl við Tracy, Elizabeth og fleiri ferðamenn í fréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Reykjavík Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59
Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26
Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15