Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 1. nóvember 2024 16:58 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Faðir konu hefur verið sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi vegna ummæla sem hann viðhafði um dóttur sína. Hann er einn átta fjölskyldumeðlima konunnar sem voru ákærð fyrir ýmis brot í garð konunnar. Héraðsdómur Reykjaness sýknaði fólkið af flestum ákærum málsins, en fjögur þeirra, faðirinn sem og móðir, mágur og systir konunnar hlutu þó dóm. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að málið tengist sambandsslitum konunnar við barnsföður sinn og sambandi hennar við nýjan kærasta, sem fjölskyldumeðlimir hafi tekið óstinnt upp. Sjá nánar: Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Ákæra málsins var umfangsmikil en líkt og áður segir voru átta ákærðir. Bróðir, fósturbróðir, barnsfaðir og enn annar bróðir hennar voru öll sýknuð af ákærum sem vörðuðu ýmis brot. Kristalla það versta við það þegar menning sé látin réttlæta ofbeldi Það sem faðirinn var sakfelldur fyrir voru ummæli sem hann viðhafði í skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar í fyrra. Þar sagði hann að ef bróðir konunnar hefði myrt hana hefði það verið allt í lagi. Konan ætti skilið refsingu í formi þess að vera lamin og fætur hennar og hendur brotnar. Þá sagði hann að ef hann og synir hans byggju „í einhverju arabalandi“ væru þeir löngu búnir að slátra konunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ummæli mannsins væru grafalvarleg og þau beri öll merki heiðurstengds ofbeldis. Þau kristalli það versta sem geti gerst þegar einstaklingar láti menningu, siði, hefðir og trúarbrögð stýra orðum sínum og gjörðum til að réttlæta ofbeldi í garð sinna nánustu sem eiga að hafa vegið að heiðri fjölskyldunnar. Það var mat dómsins að með ummælum sínum hefði faðirinn ógnað lífi, heilsu og velferð dótturinnar, og því var hann sakfelldur. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Námu börnin á brott að næturlægi Líkt og áður segir voru móðir, mágur og systir konunnar líka sakfelld fyrir brot sem beindust að konunni, en líka tveimur dætrum hennar í desember 2022. Þeim var gefið að sök að koma akandi um nótt að heimili konunnar og dætra hennar. Móðirin og systirin hafi farið óboðnar inn í íbúð hennar í gegnum glugga þegar dæturnar voru sofandi. Í ákæru segir að móðirin hafi kallað konuna öllum illum nöfnum, tekið af henni farsíma, og haldið henni fastir á meðan systirin fór með aðra barnunga dótturina í bílinn. Þá hafi konan hlaupið út og reynt að nálgast dóttur sína, en hafi mágurinn læst bílnum og haldið konunni niðri svo hún kæmist ekki að bílnum. Síðan segir að móðirin hafi náð í hina dótturina. Í ákærunni segir að lögreglan hafi komið á vettvang, en áður en það gerðist hafi þremenningarnir sagt við stúlkurnar að segja að þær vildu frekar búa hjá pabba sínum, ömmu og afa, en ekki hjá mömmu sinni. Héraðsdómur taldi sannað að þetta brot hafi verið framið, en í dómnum segir að þessi þrjú sem voru ákærð hafi aldrei gengist við sök sinni. Þau hafi reynt að fegra hlut sinn og réttlæta aðkomu sína. Þau hlutu líka öll sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er um fjölskyldu frá Palestínu að ræða. Þá hefur fréttastofa heimildir fyrir því að málið tengist sambandsslitum konunnar við barnsföður sinn og sambandi hennar við nýjan kærasta, sem fjölskyldumeðlimir hafi tekið óstinnt upp. Sjá nánar: Hefði „slátrað“ dóttur sinni byggju þau í „arabalandi“ Ákæra málsins var umfangsmikil en líkt og áður segir voru átta ákærðir. Bróðir, fósturbróðir, barnsfaðir og enn annar bróðir hennar voru öll sýknuð af ákærum sem vörðuðu ýmis brot. Kristalla það versta við það þegar menning sé látin réttlæta ofbeldi Það sem faðirinn var sakfelldur fyrir voru ummæli sem hann viðhafði í skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar í fyrra. Þar sagði hann að ef bróðir konunnar hefði myrt hana hefði það verið allt í lagi. Konan ætti skilið refsingu í formi þess að vera lamin og fætur hennar og hendur brotnar. Þá sagði hann að ef hann og synir hans byggju „í einhverju arabalandi“ væru þeir löngu búnir að slátra konunni. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ummæli mannsins væru grafalvarleg og þau beri öll merki heiðurstengds ofbeldis. Þau kristalli það versta sem geti gerst þegar einstaklingar láti menningu, siði, hefðir og trúarbrögð stýra orðum sínum og gjörðum til að réttlæta ofbeldi í garð sinna nánustu sem eiga að hafa vegið að heiðri fjölskyldunnar. Það var mat dómsins að með ummælum sínum hefði faðirinn ógnað lífi, heilsu og velferð dótturinnar, og því var hann sakfelldur. Hann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Námu börnin á brott að næturlægi Líkt og áður segir voru móðir, mágur og systir konunnar líka sakfelld fyrir brot sem beindust að konunni, en líka tveimur dætrum hennar í desember 2022. Þeim var gefið að sök að koma akandi um nótt að heimili konunnar og dætra hennar. Móðirin og systirin hafi farið óboðnar inn í íbúð hennar í gegnum glugga þegar dæturnar voru sofandi. Í ákæru segir að móðirin hafi kallað konuna öllum illum nöfnum, tekið af henni farsíma, og haldið henni fastir á meðan systirin fór með aðra barnunga dótturina í bílinn. Þá hafi konan hlaupið út og reynt að nálgast dóttur sína, en hafi mágurinn læst bílnum og haldið konunni niðri svo hún kæmist ekki að bílnum. Síðan segir að móðirin hafi náð í hina dótturina. Í ákærunni segir að lögreglan hafi komið á vettvang, en áður en það gerðist hafi þremenningarnir sagt við stúlkurnar að segja að þær vildu frekar búa hjá pabba sínum, ömmu og afa, en ekki hjá mömmu sinni. Héraðsdómur taldi sannað að þetta brot hafi verið framið, en í dómnum segir að þessi þrjú sem voru ákærð hafi aldrei gengist við sök sinni. Þau hafi reynt að fegra hlut sinn og réttlæta aðkomu sína. Þau hlutu líka öll sex mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira