Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar. Haldið er fram fullum fetum að ráðherra sé óheimilt að veita leyfið þar sem hann situr í starfsstjórn og að bíða verði með úrlausn málsins fram yfir kosningar. Slíkar fullyrðingar eru aftur á móti úr lausu lofti gripnar og ekki í samræmi við skyldur ráðherra samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Hvað mega starfsstjórnir gera? Lagalegar heimildir starfsstjórna eru að öllu leyti þær sömu og „venjulegra“ ríkisstjórna. Í framkvæmd eru þó áhrif starfsstjórna takmarkaðri þar sem þær njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna og geta því ekki keyrt frumvörp í gegnum þingið í krafti þingmeirihluta. Þó hafa ýmsir fræðimenn talið að ekki sé bragur á því að starfsstjórnir taki stefnumarkandi pólitískar ákvarðanir í ljósi stöðu sinnar. Almenn sátt hefur hins vegar verið um að ráðherrum í starfsstjórn sé skylt að taka ákvarðanir um daglegan rekstur sem og allar lögbundnar ákvarðanir, s.s. um ráðningu í störf og veitingu leyfa. Er veiting leyfis til hvalveiða pólitísk ákvörðun? Svarið er einfalt, nei. Margir hafa þó keppst við að skilgreina afgreiðslu á umsókn Hvals hf. sem hápólitíska ákvörðun sem ekki sé við hæfi að sé tekin af ráðherra í starfsstjórn. Í þeirri fullyrðingu felst mikill misskilningur á skyldum stjórnvalda og eðli leyfisveitinga. Það er umhugsunarvert, og um leið áhyggjuefni, að sumir þeirra sem hafa tjáð sig með þessum hætti hafa starfað í ráðuneytum eða jafnvel setið sem ráðherrar. Í augum þeirra virðast skilin á milli pólitík og stjórnsýslu óskýr eða jafnvel engin. Hið rétta er að útgáfa leyfa er stjórnvaldsákvörðun og um þær gilda stjórnsýslulög. Þegar svo ber við er óheimilt að byggja niðurstöðuna á pólitískum skoðunum. Ráðherra er einfaldlega skylt að veita leyfið ef öll skilyrði laga og reglna eru uppfyllt. Þó enginn ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Hval hf. verði veitt leyfi eður ei verður að telja líklegt að af því verði, enda hefur fyrirtækið margoft verið talið uppfylla skilyrði laga og hlotið veiðileyfi. Ráðherrar sem hafa sérstaka óbeit á starfsemi fyrirtækisins hafa m.a.s. talið sér skylt samkvæmt lögum að veita því leyfi. Ráðherra skylt að taka afstöðu til umsóknar án tafar Hátt glymur einnig í þeim sem býsnast yfir því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar og telja að ekkert liggi á við afgreiðslu málsins. Rétt sé að láta umsókn Hvals hf. sitja upp á hillu að minnsta kosti fram yfir kosningar, helst um ókomna tíð. Slíkt sinnuleysi stjórnvalda brýtur hins vegar í bága við málshraðareglu stjórnsýslulaga, sem kveður skýrt fyrir um að ákvarðanir í málum skulu teknar „svo fljótt sem unnt er“. Það er þannig einfaldlega ekki í boði að tefja meðferð málsins vísvitandi fram yfir kosningar. Ef unnt er að afgreiða umsóknina fyrir kosningar þá er ráðherra skylt að gera það. Pólitísk afskipti í stað faglegra vinnubragða Upphlaup ýmissa stjórnmálamanna vegna lögbundinna stjórnsýslumála vekur eðlilega furðu. Því miður virðast margir á þeirri skoðun að pólitík eigi að ráða för þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um réttindi og skyldur manna, fremur en lögin. Jafnvel þótt umboðsmaður Alþingis hafi nýlega gert alvarlegar athugasemdir við slík sjónarmið. Rétt er að ítreka að leyfisveitingar, líkt og sú sem hér um ræðir, er verkefni framkvæmdarvaldsins og fer niðurstaða slíkra mála eftir lögum. Óskir, eða hótanir, stjórnmálamanna um að kalla saman Alþingi verði Hval hf. veitt leyfi þjóna engum tilgangi. Umræður á Alþingi eða niðurstöður starfshóps breyta nefnilega engu um niðurstöðu málsins. Einfalt mál Ferli umsóknar um hvalveiðileyfi er hvorki pólitískt né flókið. Það eitt að stjórnmálamenn sýni tilteknum leyfisveitingum stjórnvalda áhuga gerir það ekki að verkum að ákvörðunin sé pólitísk. Um leyfi til hvalveiða gilda nákvæmlega sömu reglur og um allar aðrar leyfisveitingar hins opinbera. Ráðherra er því skylt að afgreiða umsókn Hvals hf. eins fljótt og unnt er. Ef umsóknin uppfyllir skilyrði laga þá ber ráðherra að veita leyfið. Nauðsynlegt er að hægt sé að treysta stjórnvöldum til þess að taka ákvarðanir í samræmi við lög og reglur. Að sama skapi verður að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum til þess að hafa ekki pólitísk afskipti af slíkum ákvörðunum. Því er mikilvægt að ábyrgir einstaklingar, sem bera virðingu fyrir lögum og reglum, sitji á Alþingi og í embættum ráðherra. Komandi kosningar munu skera úr um hvort svo verði. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar. Haldið er fram fullum fetum að ráðherra sé óheimilt að veita leyfið þar sem hann situr í starfsstjórn og að bíða verði með úrlausn málsins fram yfir kosningar. Slíkar fullyrðingar eru aftur á móti úr lausu lofti gripnar og ekki í samræmi við skyldur ráðherra samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Hvað mega starfsstjórnir gera? Lagalegar heimildir starfsstjórna eru að öllu leyti þær sömu og „venjulegra“ ríkisstjórna. Í framkvæmd eru þó áhrif starfsstjórna takmarkaðri þar sem þær njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna og geta því ekki keyrt frumvörp í gegnum þingið í krafti þingmeirihluta. Þó hafa ýmsir fræðimenn talið að ekki sé bragur á því að starfsstjórnir taki stefnumarkandi pólitískar ákvarðanir í ljósi stöðu sinnar. Almenn sátt hefur hins vegar verið um að ráðherrum í starfsstjórn sé skylt að taka ákvarðanir um daglegan rekstur sem og allar lögbundnar ákvarðanir, s.s. um ráðningu í störf og veitingu leyfa. Er veiting leyfis til hvalveiða pólitísk ákvörðun? Svarið er einfalt, nei. Margir hafa þó keppst við að skilgreina afgreiðslu á umsókn Hvals hf. sem hápólitíska ákvörðun sem ekki sé við hæfi að sé tekin af ráðherra í starfsstjórn. Í þeirri fullyrðingu felst mikill misskilningur á skyldum stjórnvalda og eðli leyfisveitinga. Það er umhugsunarvert, og um leið áhyggjuefni, að sumir þeirra sem hafa tjáð sig með þessum hætti hafa starfað í ráðuneytum eða jafnvel setið sem ráðherrar. Í augum þeirra virðast skilin á milli pólitík og stjórnsýslu óskýr eða jafnvel engin. Hið rétta er að útgáfa leyfa er stjórnvaldsákvörðun og um þær gilda stjórnsýslulög. Þegar svo ber við er óheimilt að byggja niðurstöðuna á pólitískum skoðunum. Ráðherra er einfaldlega skylt að veita leyfið ef öll skilyrði laga og reglna eru uppfyllt. Þó enginn ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Hval hf. verði veitt leyfi eður ei verður að telja líklegt að af því verði, enda hefur fyrirtækið margoft verið talið uppfylla skilyrði laga og hlotið veiðileyfi. Ráðherrar sem hafa sérstaka óbeit á starfsemi fyrirtækisins hafa m.a.s. talið sér skylt samkvæmt lögum að veita því leyfi. Ráðherra skylt að taka afstöðu til umsóknar án tafar Hátt glymur einnig í þeim sem býsnast yfir því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar og telja að ekkert liggi á við afgreiðslu málsins. Rétt sé að láta umsókn Hvals hf. sitja upp á hillu að minnsta kosti fram yfir kosningar, helst um ókomna tíð. Slíkt sinnuleysi stjórnvalda brýtur hins vegar í bága við málshraðareglu stjórnsýslulaga, sem kveður skýrt fyrir um að ákvarðanir í málum skulu teknar „svo fljótt sem unnt er“. Það er þannig einfaldlega ekki í boði að tefja meðferð málsins vísvitandi fram yfir kosningar. Ef unnt er að afgreiða umsóknina fyrir kosningar þá er ráðherra skylt að gera það. Pólitísk afskipti í stað faglegra vinnubragða Upphlaup ýmissa stjórnmálamanna vegna lögbundinna stjórnsýslumála vekur eðlilega furðu. Því miður virðast margir á þeirri skoðun að pólitík eigi að ráða för þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um réttindi og skyldur manna, fremur en lögin. Jafnvel þótt umboðsmaður Alþingis hafi nýlega gert alvarlegar athugasemdir við slík sjónarmið. Rétt er að ítreka að leyfisveitingar, líkt og sú sem hér um ræðir, er verkefni framkvæmdarvaldsins og fer niðurstaða slíkra mála eftir lögum. Óskir, eða hótanir, stjórnmálamanna um að kalla saman Alþingi verði Hval hf. veitt leyfi þjóna engum tilgangi. Umræður á Alþingi eða niðurstöður starfshóps breyta nefnilega engu um niðurstöðu málsins. Einfalt mál Ferli umsóknar um hvalveiðileyfi er hvorki pólitískt né flókið. Það eitt að stjórnmálamenn sýni tilteknum leyfisveitingum stjórnvalda áhuga gerir það ekki að verkum að ákvörðunin sé pólitísk. Um leyfi til hvalveiða gilda nákvæmlega sömu reglur og um allar aðrar leyfisveitingar hins opinbera. Ráðherra er því skylt að afgreiða umsókn Hvals hf. eins fljótt og unnt er. Ef umsóknin uppfyllir skilyrði laga þá ber ráðherra að veita leyfið. Nauðsynlegt er að hægt sé að treysta stjórnvöldum til þess að taka ákvarðanir í samræmi við lög og reglur. Að sama skapi verður að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum til þess að hafa ekki pólitísk afskipti af slíkum ákvörðunum. Því er mikilvægt að ábyrgir einstaklingar, sem bera virðingu fyrir lögum og reglum, sitji á Alþingi og í embættum ráðherra. Komandi kosningar munu skera úr um hvort svo verði. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun