Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar 1. nóvember 2024 07:02 Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar. Haldið er fram fullum fetum að ráðherra sé óheimilt að veita leyfið þar sem hann situr í starfsstjórn og að bíða verði með úrlausn málsins fram yfir kosningar. Slíkar fullyrðingar eru aftur á móti úr lausu lofti gripnar og ekki í samræmi við skyldur ráðherra samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Hvað mega starfsstjórnir gera? Lagalegar heimildir starfsstjórna eru að öllu leyti þær sömu og „venjulegra“ ríkisstjórna. Í framkvæmd eru þó áhrif starfsstjórna takmarkaðri þar sem þær njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna og geta því ekki keyrt frumvörp í gegnum þingið í krafti þingmeirihluta. Þó hafa ýmsir fræðimenn talið að ekki sé bragur á því að starfsstjórnir taki stefnumarkandi pólitískar ákvarðanir í ljósi stöðu sinnar. Almenn sátt hefur hins vegar verið um að ráðherrum í starfsstjórn sé skylt að taka ákvarðanir um daglegan rekstur sem og allar lögbundnar ákvarðanir, s.s. um ráðningu í störf og veitingu leyfa. Er veiting leyfis til hvalveiða pólitísk ákvörðun? Svarið er einfalt, nei. Margir hafa þó keppst við að skilgreina afgreiðslu á umsókn Hvals hf. sem hápólitíska ákvörðun sem ekki sé við hæfi að sé tekin af ráðherra í starfsstjórn. Í þeirri fullyrðingu felst mikill misskilningur á skyldum stjórnvalda og eðli leyfisveitinga. Það er umhugsunarvert, og um leið áhyggjuefni, að sumir þeirra sem hafa tjáð sig með þessum hætti hafa starfað í ráðuneytum eða jafnvel setið sem ráðherrar. Í augum þeirra virðast skilin á milli pólitík og stjórnsýslu óskýr eða jafnvel engin. Hið rétta er að útgáfa leyfa er stjórnvaldsákvörðun og um þær gilda stjórnsýslulög. Þegar svo ber við er óheimilt að byggja niðurstöðuna á pólitískum skoðunum. Ráðherra er einfaldlega skylt að veita leyfið ef öll skilyrði laga og reglna eru uppfyllt. Þó enginn ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Hval hf. verði veitt leyfi eður ei verður að telja líklegt að af því verði, enda hefur fyrirtækið margoft verið talið uppfylla skilyrði laga og hlotið veiðileyfi. Ráðherrar sem hafa sérstaka óbeit á starfsemi fyrirtækisins hafa m.a.s. talið sér skylt samkvæmt lögum að veita því leyfi. Ráðherra skylt að taka afstöðu til umsóknar án tafar Hátt glymur einnig í þeim sem býsnast yfir því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar og telja að ekkert liggi á við afgreiðslu málsins. Rétt sé að láta umsókn Hvals hf. sitja upp á hillu að minnsta kosti fram yfir kosningar, helst um ókomna tíð. Slíkt sinnuleysi stjórnvalda brýtur hins vegar í bága við málshraðareglu stjórnsýslulaga, sem kveður skýrt fyrir um að ákvarðanir í málum skulu teknar „svo fljótt sem unnt er“. Það er þannig einfaldlega ekki í boði að tefja meðferð málsins vísvitandi fram yfir kosningar. Ef unnt er að afgreiða umsóknina fyrir kosningar þá er ráðherra skylt að gera það. Pólitísk afskipti í stað faglegra vinnubragða Upphlaup ýmissa stjórnmálamanna vegna lögbundinna stjórnsýslumála vekur eðlilega furðu. Því miður virðast margir á þeirri skoðun að pólitík eigi að ráða för þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um réttindi og skyldur manna, fremur en lögin. Jafnvel þótt umboðsmaður Alþingis hafi nýlega gert alvarlegar athugasemdir við slík sjónarmið. Rétt er að ítreka að leyfisveitingar, líkt og sú sem hér um ræðir, er verkefni framkvæmdarvaldsins og fer niðurstaða slíkra mála eftir lögum. Óskir, eða hótanir, stjórnmálamanna um að kalla saman Alþingi verði Hval hf. veitt leyfi þjóna engum tilgangi. Umræður á Alþingi eða niðurstöður starfshóps breyta nefnilega engu um niðurstöðu málsins. Einfalt mál Ferli umsóknar um hvalveiðileyfi er hvorki pólitískt né flókið. Það eitt að stjórnmálamenn sýni tilteknum leyfisveitingum stjórnvalda áhuga gerir það ekki að verkum að ákvörðunin sé pólitísk. Um leyfi til hvalveiða gilda nákvæmlega sömu reglur og um allar aðrar leyfisveitingar hins opinbera. Ráðherra er því skylt að afgreiða umsókn Hvals hf. eins fljótt og unnt er. Ef umsóknin uppfyllir skilyrði laga þá ber ráðherra að veita leyfið. Nauðsynlegt er að hægt sé að treysta stjórnvöldum til þess að taka ákvarðanir í samræmi við lög og reglur. Að sama skapi verður að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum til þess að hafa ekki pólitísk afskipti af slíkum ákvörðunum. Því er mikilvægt að ábyrgir einstaklingar, sem bera virðingu fyrir lögum og reglum, sitji á Alþingi og í embættum ráðherra. Komandi kosningar munu skera úr um hvort svo verði. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Margir hafa gert sig breiða á opinberum vettvangi eftir að fréttir bárust af því að Hvalur hf. sótti um leyfi til hvalveiða, m.a.s. þeir sem breiðir voru fyrir, og lýst yfir hneykslun sinni á því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar. Haldið er fram fullum fetum að ráðherra sé óheimilt að veita leyfið þar sem hann situr í starfsstjórn og að bíða verði með úrlausn málsins fram yfir kosningar. Slíkar fullyrðingar eru aftur á móti úr lausu lofti gripnar og ekki í samræmi við skyldur ráðherra samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Hvað mega starfsstjórnir gera? Lagalegar heimildir starfsstjórna eru að öllu leyti þær sömu og „venjulegra“ ríkisstjórna. Í framkvæmd eru þó áhrif starfsstjórna takmarkaðri þar sem þær njóta ekki stuðnings meirihluta þingmanna og geta því ekki keyrt frumvörp í gegnum þingið í krafti þingmeirihluta. Þó hafa ýmsir fræðimenn talið að ekki sé bragur á því að starfsstjórnir taki stefnumarkandi pólitískar ákvarðanir í ljósi stöðu sinnar. Almenn sátt hefur hins vegar verið um að ráðherrum í starfsstjórn sé skylt að taka ákvarðanir um daglegan rekstur sem og allar lögbundnar ákvarðanir, s.s. um ráðningu í störf og veitingu leyfa. Er veiting leyfis til hvalveiða pólitísk ákvörðun? Svarið er einfalt, nei. Margir hafa þó keppst við að skilgreina afgreiðslu á umsókn Hvals hf. sem hápólitíska ákvörðun sem ekki sé við hæfi að sé tekin af ráðherra í starfsstjórn. Í þeirri fullyrðingu felst mikill misskilningur á skyldum stjórnvalda og eðli leyfisveitinga. Það er umhugsunarvert, og um leið áhyggjuefni, að sumir þeirra sem hafa tjáð sig með þessum hætti hafa starfað í ráðuneytum eða jafnvel setið sem ráðherrar. Í augum þeirra virðast skilin á milli pólitík og stjórnsýslu óskýr eða jafnvel engin. Hið rétta er að útgáfa leyfa er stjórnvaldsákvörðun og um þær gilda stjórnsýslulög. Þegar svo ber við er óheimilt að byggja niðurstöðuna á pólitískum skoðunum. Ráðherra er einfaldlega skylt að veita leyfið ef öll skilyrði laga og reglna eru uppfyllt. Þó enginn ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Hval hf. verði veitt leyfi eður ei verður að telja líklegt að af því verði, enda hefur fyrirtækið margoft verið talið uppfylla skilyrði laga og hlotið veiðileyfi. Ráðherrar sem hafa sérstaka óbeit á starfsemi fyrirtækisins hafa m.a.s. talið sér skylt samkvæmt lögum að veita því leyfi. Ráðherra skylt að taka afstöðu til umsóknar án tafar Hátt glymur einnig í þeim sem býsnast yfir því að umsóknin hafi verið tekin til meðferðar og telja að ekkert liggi á við afgreiðslu málsins. Rétt sé að láta umsókn Hvals hf. sitja upp á hillu að minnsta kosti fram yfir kosningar, helst um ókomna tíð. Slíkt sinnuleysi stjórnvalda brýtur hins vegar í bága við málshraðareglu stjórnsýslulaga, sem kveður skýrt fyrir um að ákvarðanir í málum skulu teknar „svo fljótt sem unnt er“. Það er þannig einfaldlega ekki í boði að tefja meðferð málsins vísvitandi fram yfir kosningar. Ef unnt er að afgreiða umsóknina fyrir kosningar þá er ráðherra skylt að gera það. Pólitísk afskipti í stað faglegra vinnubragða Upphlaup ýmissa stjórnmálamanna vegna lögbundinna stjórnsýslumála vekur eðlilega furðu. Því miður virðast margir á þeirri skoðun að pólitík eigi að ráða för þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um réttindi og skyldur manna, fremur en lögin. Jafnvel þótt umboðsmaður Alþingis hafi nýlega gert alvarlegar athugasemdir við slík sjónarmið. Rétt er að ítreka að leyfisveitingar, líkt og sú sem hér um ræðir, er verkefni framkvæmdarvaldsins og fer niðurstaða slíkra mála eftir lögum. Óskir, eða hótanir, stjórnmálamanna um að kalla saman Alþingi verði Hval hf. veitt leyfi þjóna engum tilgangi. Umræður á Alþingi eða niðurstöður starfshóps breyta nefnilega engu um niðurstöðu málsins. Einfalt mál Ferli umsóknar um hvalveiðileyfi er hvorki pólitískt né flókið. Það eitt að stjórnmálamenn sýni tilteknum leyfisveitingum stjórnvalda áhuga gerir það ekki að verkum að ákvörðunin sé pólitísk. Um leyfi til hvalveiða gilda nákvæmlega sömu reglur og um allar aðrar leyfisveitingar hins opinbera. Ráðherra er því skylt að afgreiða umsókn Hvals hf. eins fljótt og unnt er. Ef umsóknin uppfyllir skilyrði laga þá ber ráðherra að veita leyfið. Nauðsynlegt er að hægt sé að treysta stjórnvöldum til þess að taka ákvarðanir í samræmi við lög og reglur. Að sama skapi verður að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum til þess að hafa ekki pólitísk afskipti af slíkum ákvörðunum. Því er mikilvægt að ábyrgir einstaklingar, sem bera virðingu fyrir lögum og reglum, sitji á Alþingi og í embættum ráðherra. Komandi kosningar munu skera úr um hvort svo verði. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun