UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2024 17:16 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru í hópi atvinnumanna í fótbolta kvenna í Evrópu - hópi sem á að telja að lágmarki 5.000 manns árið 2030. vísir/Anton UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, kynnti í dag áætlanir sínar um að efla enn frekar knattspyrnu kvenna í álfunni á næstu sex árum. UEFA ætlar að verja einum milljarði evra í verkefnið, eða sem samsvarar tæplega 150 milljörðum króna, fram til ársins 2030. Peningarnir eiga bæði að renna í grasrótarstarf hjá aðildarsamböndum á borð við KSÍ en einnig í að efla og bæta mót og keppnir UEFA. UEFA segir markmiðið skýrt um að fótbolti verði vinsælasta liðsíþróttin hjá konum og stelpum í öllum löndum Evrópu, og að til verði enn fleiri atvinnumenn og atvinnumannadeildir fyrir konur. Women's football is 𝑼𝙣𝒔𝙩𝒐𝙥𝒑𝙖𝒃𝙡𝒆!🆙 Unprecedented growth🪜 Increased Investment💪 More opportunities for players👀 More eyes on the game👑 Major international tournamentsDiscover our new strategy for 2030: ⤵️— UEFA (@UEFA) October 30, 2024 Á næstu sex árum ætlar UEFA því að stuðla að fjölgun kvenna á öllum stigum fótboltans, bæði leikmönnum, þjálfurum og dómurum, og sjá til þess að í álfunni verði að minnsta kosti sex kvennadeildir algjörlega skipaðar atvinnumönnum. Þá er ætlunin að hið minnsta 5.000 fótboltakonur verði atvinnumenn í Evrópu árið 2030. Næsta Evrópumót kvenna er í Sviss næsta sumar, þar sem Ísland verður meðal þátttakenda. Meistaradeild Evrópu verður svo með nýju sniði frá og með næstu leiktíð, í anda nýju Meistaradeildarinnar hjá körlunum, og önnur Evrópukeppni fyrir kvennaliðin hefst einnig á næstu leiktíð. Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
UEFA ætlar að verja einum milljarði evra í verkefnið, eða sem samsvarar tæplega 150 milljörðum króna, fram til ársins 2030. Peningarnir eiga bæði að renna í grasrótarstarf hjá aðildarsamböndum á borð við KSÍ en einnig í að efla og bæta mót og keppnir UEFA. UEFA segir markmiðið skýrt um að fótbolti verði vinsælasta liðsíþróttin hjá konum og stelpum í öllum löndum Evrópu, og að til verði enn fleiri atvinnumenn og atvinnumannadeildir fyrir konur. Women's football is 𝑼𝙣𝒔𝙩𝒐𝙥𝒑𝙖𝒃𝙡𝒆!🆙 Unprecedented growth🪜 Increased Investment💪 More opportunities for players👀 More eyes on the game👑 Major international tournamentsDiscover our new strategy for 2030: ⤵️— UEFA (@UEFA) October 30, 2024 Á næstu sex árum ætlar UEFA því að stuðla að fjölgun kvenna á öllum stigum fótboltans, bæði leikmönnum, þjálfurum og dómurum, og sjá til þess að í álfunni verði að minnsta kosti sex kvennadeildir algjörlega skipaðar atvinnumönnum. Þá er ætlunin að hið minnsta 5.000 fótboltakonur verði atvinnumenn í Evrópu árið 2030. Næsta Evrópumót kvenna er í Sviss næsta sumar, þar sem Ísland verður meðal þátttakenda. Meistaradeild Evrópu verður svo með nýju sniði frá og með næstu leiktíð, í anda nýju Meistaradeildarinnar hjá körlunum, og önnur Evrópukeppni fyrir kvennaliðin hefst einnig á næstu leiktíð.
Fótbolti Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira