Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sindri Sverrisson skrifar 27. desember 2025 21:03 Caroline Garcia var um tíma í 4. sæti heimslistans í tennis og á tvenn gullverðlaun af risamótum. Getty/robert Prange Franska tenniskonan Caroline Garcia segist hafa hafnað tilboði upp á 270.000 dollara, eða um 34 milljónir króna, því hún vildi ekki auglýsa veðmálafyrirtæki. Hún segir allt íþróttafólk þekkja viðbjóðslegu skilaboðin og jafnvel líflátshótanirnar sem því berist vegna veðmála sem ekki ganga upp. Garcia lagði spaðann á hilluna á þessu ári og sinnir nú hlaðvarpinu Tennis Insider Club sem hún bjó til ásamt eiginmanni sínum, Borja Duran. Hún náði best 4. sæti á heimslista kvenna og vann tvisvar sinnum gullverðlaun á risamótum, í tvíliðaleik á Opna franska mótinu árið 2016 og 2022. Garcia segir það að sjálfsögðu hafa freistað að fá háa upphæð fyrir auglýsingu en á endanum hafi það ekki komið til greina að auglýsa veðmálafyrirtæki. „Þetta er umtalsverð upphæð, sérstaklega fyrir sjálfstætt starfandi hlaðvarp og fyrir mig sem er nýlega hætt í atvinnumennsku. En hér er ástæða þess að við höfnuðum þessu. Í viðtölum síðustu tvö ár, við íþróttafólk, þjálfara, umboðsmenn og foreldra, kemur sífellt upp sama þema: veðmál eru orðin aðalástæða fyrir pressu, níði og hatri í nútímaíþróttum,“ skrifaði Garcia á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Caroline Garcia (@carogarcia) „Allir keppendur, frá topp tíu stjörnunum til þeirra sem berjast um sæti á ITF, eiga sínar sögur: Innhólfið fullt af móðgunum eftir leik… Fólk að krefjast peninga því það tapaði veðmáli… Jafnvel líflátshótanir. Ekki út af íþróttum, heldur út af veðmálum,“ skrifaði Garcia og útskýrði betur ákvörðun sína: „Ég vil ekki að Tennis Insider Club, jafnvel óbeint, styðji kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf, og gerir íþróttafólk að skotmarki á hverjum degi.“ Hún kvaðst með þessu ekki vera að dæma fólk fyrir að veðja öðru hvoru. Eða íþróttafólk fyrir að vera með styrktarsamninga við veðmálafyrirtæki. „Við erum einfaldlega að velja hvað við viljum standa fyrir og hvað við viljum ýta undir,“ skrifaði Garcia. Tennis Fjárhættuspil Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Garcia lagði spaðann á hilluna á þessu ári og sinnir nú hlaðvarpinu Tennis Insider Club sem hún bjó til ásamt eiginmanni sínum, Borja Duran. Hún náði best 4. sæti á heimslista kvenna og vann tvisvar sinnum gullverðlaun á risamótum, í tvíliðaleik á Opna franska mótinu árið 2016 og 2022. Garcia segir það að sjálfsögðu hafa freistað að fá háa upphæð fyrir auglýsingu en á endanum hafi það ekki komið til greina að auglýsa veðmálafyrirtæki. „Þetta er umtalsverð upphæð, sérstaklega fyrir sjálfstætt starfandi hlaðvarp og fyrir mig sem er nýlega hætt í atvinnumennsku. En hér er ástæða þess að við höfnuðum þessu. Í viðtölum síðustu tvö ár, við íþróttafólk, þjálfara, umboðsmenn og foreldra, kemur sífellt upp sama þema: veðmál eru orðin aðalástæða fyrir pressu, níði og hatri í nútímaíþróttum,“ skrifaði Garcia á samfélagsmiðla. View this post on Instagram A post shared by Caroline Garcia (@carogarcia) „Allir keppendur, frá topp tíu stjörnunum til þeirra sem berjast um sæti á ITF, eiga sínar sögur: Innhólfið fullt af móðgunum eftir leik… Fólk að krefjast peninga því það tapaði veðmáli… Jafnvel líflátshótanir. Ekki út af íþróttum, heldur út af veðmálum,“ skrifaði Garcia og útskýrði betur ákvörðun sína: „Ég vil ekki að Tennis Insider Club, jafnvel óbeint, styðji kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf, og gerir íþróttafólk að skotmarki á hverjum degi.“ Hún kvaðst með þessu ekki vera að dæma fólk fyrir að veðja öðru hvoru. Eða íþróttafólk fyrir að vera með styrktarsamninga við veðmálafyrirtæki. „Við erum einfaldlega að velja hvað við viljum standa fyrir og hvað við viljum ýta undir,“ skrifaði Garcia.
Tennis Fjárhættuspil Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira