Ég stend með kennurum Jón Gnarr skrifar 21. október 2024 08:02 Ég á góðum kennurum svo gríðarlega mikið að þakka. Ég fór sjálfur holótta leið í gegnum skólakerfið og veit hvað það hefur mikil áhrif. Það skólakerfi sem við erum með í dag er 1000 sinnum betra en það sem þá viðgekkst. Í dag gegna kennarar lykilhlutverki. Það hefur skipt mig máli að börnin mín þurfi ekki að upplifa það sama og ég þurfti að ganga í gegnum. Þar hafa kennarar verið bandamenn mínir en aldrei andstæðingar. Kennarar hafa verið áhrifavaldar í lífi minna barna og sterkar og góðar fyrirmyndir, fólk sem þau og við foreldrarnir höfum litið upp til. Ég get því stoltur sagt að ég stend með kennurum. Við þurfum vel menntaða kennara. Ég gekk í skóla þar sem nær enginn kennari var með kennaramenntun og ég veit að það gefur ekki góða raun. Ég vil að kennarar barnanna minna og barnabarna séu vel menntaðir í sínu fagi, rétt eins og læknarnir sem þau fara til. Mér finnst leiðinlegt að heyra pólitíkusa og fulltrúa atvinnulífsins viðhafa ummæli um starfsstéttina sem greinilega eru lituð af fáfræði, fordómum og ranghugmyndum; að kennarar séu hræddir við börn, stöðugt veikir og einblíni mest á að forðast kennslu. Þeir eigi einfaldlega að vera þakklátir fyrir að vera „heppnir“ að fá að kenna. Svona þvaður er nú varla svaravert. Ég þekki það af eigin raun að kjarasamningar kennara eru gríðarlega margslungnir og flóknir. Það er ekki að ástæðulausu því kennarar gegna mjög mikilvægu og vandasömu hlutverki í samfélaginu sem sífellt verður flóknara. Kennari á ekki bara að uppfræða börn og fylgjast vel með tækniframförum, hann þarf líka að vera meðvitaður um líðan nemandans og vera tilbúinn að bregðast við skynji hann að eitthvað sé ekki með felldu í umhverfi barnsins. Hann þarf að kunna rétt viðbrögð í flóknum samskiptavanda eins og t.d. þegar upp koma eineltismál. Kennarinn þarf að vera í stakk búinn að að kenna börnum með ýmis þroskafrávik. Kennari í dag kemst trauðla upp með það að líta á alla nemendur sína sem eina samræmda heild, eins og kennarar gerðu gjarnan í gamla daga heldur þarf hann að tileinka sér persónulega nálgun við hvern og einn nemanda og taka tillit til mismunandi aðstæðna hvers og eins. Samfélagsgerðin er flóknari í dag en hún var í gamla daga. Kennarinn er leiðbeinandi, hann er yfirvald en hann er ekki síst félagi, fyrirmynd og vinur. Og verndari. Skóli er menntastofnun. Við viljum að nemendur nái árangri, standi sig vel í alþjóðlegum könnunum, hafi góðan skilning á tungumálum, raungreinum og sögu, og fái háar einkunnir á prófum. En við viljum líka að þeim líði vel. Við vitum sem er að það skiptir litlu máli hvað við kunnum og getum ef uppsöfnuð vanlíðan kemur í veg fyrir að við njótum okkar. Við vitum líka flest að félagsfærni og hæfni í samskiptum verður sífellt mikilvægari eiginleiki. Samskiptaörðugleikar eru lang algengasta ástæða þess að fólk segir upp starfi sínu eða er rekið úr því. Kennarar eiga allt það sama skilið. Skóli er vinnustaður. Þeir eiga rétt á að ná ekki aðeins árangri heldur einnig að líða vel. Þeir eiga skilið góðar vinnuaðstæður og laun í samræmi við menntun, starfsreynslu, vinnuframlag og ábyrgð. Hvaða laun það eru verður alltaf afstætt og á endanum einhvers konar málamiðlun. Því samkomulagi náum við aldrei nema við mætumst af gagnkvæmri virðingu og gerum okkur grein fyrir því að kjarasamningar við kennara eru þversamfélagslegir og hafa ekki bara áhrif á skólastarfið heldur á fjölskyldur og fyrirtæki í landinu. Kennarastarfið er eitt af þessum störfum sem yfirleitt er unnið af hugsjón og flestir kennarar eru knúnir áfram að æðri tilgangi og köllun. Það er líka algengt með ýmis umönnunarstörf og listræna starfsemi. Það er mín reynsla eftir meira en hálfrar aldar veru hér á jörðinni að fólk sem starfar af hugsjón gerir alltaf margfalt betur en til er ætlast og leggur undantekningarlaust á sig ómælda og ólaunaða vinnu til að fullnægja köllun sinni. Fyrir það þiggur það laun en líka viðurkenningu og virðingu. Flest fólk sem starfar af hugsjón bregst mjög illa við þegar það upplifir virðingarleysi gagnvart sér. Það er eðlilegt. Kjarasamningar eru alltaf í eðli sínu málamiðlun. Hvað telst gott eða ekki gott, í því samhengi, er afstætt. En við verðum að mætast af virðingu og í fullvissu þess að allir aðilar séu upplýstir um mikilvægi þess sem við erum að gera; að hámarka ánægju og ná þannig hámarks árangri. Göngum til samningsfunda af auðmýkt og æðruleysi. En sleppum virðingarleysi og dylgjum. Gerum okkar góða skólakerfi enn betra, þar sem nemendur og kennarar ná hámarks árangri og líður eins vel og best verður á kosið. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrir Viðreisn í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Kennaraverkfall 2024 Viðreisn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég á góðum kennurum svo gríðarlega mikið að þakka. Ég fór sjálfur holótta leið í gegnum skólakerfið og veit hvað það hefur mikil áhrif. Það skólakerfi sem við erum með í dag er 1000 sinnum betra en það sem þá viðgekkst. Í dag gegna kennarar lykilhlutverki. Það hefur skipt mig máli að börnin mín þurfi ekki að upplifa það sama og ég þurfti að ganga í gegnum. Þar hafa kennarar verið bandamenn mínir en aldrei andstæðingar. Kennarar hafa verið áhrifavaldar í lífi minna barna og sterkar og góðar fyrirmyndir, fólk sem þau og við foreldrarnir höfum litið upp til. Ég get því stoltur sagt að ég stend með kennurum. Við þurfum vel menntaða kennara. Ég gekk í skóla þar sem nær enginn kennari var með kennaramenntun og ég veit að það gefur ekki góða raun. Ég vil að kennarar barnanna minna og barnabarna séu vel menntaðir í sínu fagi, rétt eins og læknarnir sem þau fara til. Mér finnst leiðinlegt að heyra pólitíkusa og fulltrúa atvinnulífsins viðhafa ummæli um starfsstéttina sem greinilega eru lituð af fáfræði, fordómum og ranghugmyndum; að kennarar séu hræddir við börn, stöðugt veikir og einblíni mest á að forðast kennslu. Þeir eigi einfaldlega að vera þakklátir fyrir að vera „heppnir“ að fá að kenna. Svona þvaður er nú varla svaravert. Ég þekki það af eigin raun að kjarasamningar kennara eru gríðarlega margslungnir og flóknir. Það er ekki að ástæðulausu því kennarar gegna mjög mikilvægu og vandasömu hlutverki í samfélaginu sem sífellt verður flóknara. Kennari á ekki bara að uppfræða börn og fylgjast vel með tækniframförum, hann þarf líka að vera meðvitaður um líðan nemandans og vera tilbúinn að bregðast við skynji hann að eitthvað sé ekki með felldu í umhverfi barnsins. Hann þarf að kunna rétt viðbrögð í flóknum samskiptavanda eins og t.d. þegar upp koma eineltismál. Kennarinn þarf að vera í stakk búinn að að kenna börnum með ýmis þroskafrávik. Kennari í dag kemst trauðla upp með það að líta á alla nemendur sína sem eina samræmda heild, eins og kennarar gerðu gjarnan í gamla daga heldur þarf hann að tileinka sér persónulega nálgun við hvern og einn nemanda og taka tillit til mismunandi aðstæðna hvers og eins. Samfélagsgerðin er flóknari í dag en hún var í gamla daga. Kennarinn er leiðbeinandi, hann er yfirvald en hann er ekki síst félagi, fyrirmynd og vinur. Og verndari. Skóli er menntastofnun. Við viljum að nemendur nái árangri, standi sig vel í alþjóðlegum könnunum, hafi góðan skilning á tungumálum, raungreinum og sögu, og fái háar einkunnir á prófum. En við viljum líka að þeim líði vel. Við vitum sem er að það skiptir litlu máli hvað við kunnum og getum ef uppsöfnuð vanlíðan kemur í veg fyrir að við njótum okkar. Við vitum líka flest að félagsfærni og hæfni í samskiptum verður sífellt mikilvægari eiginleiki. Samskiptaörðugleikar eru lang algengasta ástæða þess að fólk segir upp starfi sínu eða er rekið úr því. Kennarar eiga allt það sama skilið. Skóli er vinnustaður. Þeir eiga rétt á að ná ekki aðeins árangri heldur einnig að líða vel. Þeir eiga skilið góðar vinnuaðstæður og laun í samræmi við menntun, starfsreynslu, vinnuframlag og ábyrgð. Hvaða laun það eru verður alltaf afstætt og á endanum einhvers konar málamiðlun. Því samkomulagi náum við aldrei nema við mætumst af gagnkvæmri virðingu og gerum okkur grein fyrir því að kjarasamningar við kennara eru þversamfélagslegir og hafa ekki bara áhrif á skólastarfið heldur á fjölskyldur og fyrirtæki í landinu. Kennarastarfið er eitt af þessum störfum sem yfirleitt er unnið af hugsjón og flestir kennarar eru knúnir áfram að æðri tilgangi og köllun. Það er líka algengt með ýmis umönnunarstörf og listræna starfsemi. Það er mín reynsla eftir meira en hálfrar aldar veru hér á jörðinni að fólk sem starfar af hugsjón gerir alltaf margfalt betur en til er ætlast og leggur undantekningarlaust á sig ómælda og ólaunaða vinnu til að fullnægja köllun sinni. Fyrir það þiggur það laun en líka viðurkenningu og virðingu. Flest fólk sem starfar af hugsjón bregst mjög illa við þegar það upplifir virðingarleysi gagnvart sér. Það er eðlilegt. Kjarasamningar eru alltaf í eðli sínu málamiðlun. Hvað telst gott eða ekki gott, í því samhengi, er afstætt. En við verðum að mætast af virðingu og í fullvissu þess að allir aðilar séu upplýstir um mikilvægi þess sem við erum að gera; að hámarka ánægju og ná þannig hámarks árangri. Göngum til samningsfunda af auðmýkt og æðruleysi. En sleppum virðingarleysi og dylgjum. Gerum okkar góða skólakerfi enn betra, þar sem nemendur og kennarar ná hámarks árangri og líður eins vel og best verður á kosið. Höfundur er sjálfstætt starfandi listamaður, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrir Viðreisn í komandi alþingiskosningum.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun