Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar 3. nóvember 2025 13:00 Ríkisstjórnin vinnur nú að frumvarpi um nýtt vaxtaviðmið fyrir verðtryggð íbúðalán, í samráði við Seðlabankann. Hugmyndin er líklega að tengja vexti við ávöxtun ríkisbréfa með þriggja til fimm ára líftíma, að viðbættu föstu álagi. Slíkt gæti hljómað eins og tæknileg einföldun, en í raun gæti það bundið húsnæðislán landsmanna við skuldastöðu ríkisins og fest háa vexti í sessi til framtíðar. Ávöxtun ríkisbréfa endurspeglar ekki aðeins markaðsvexti, heldur traust fjárfesta á ríkissjóði. Því meiri sem skuldsetning ríkisins er, þeim mun hærri vexti krefjast fjárfestar. Ef stjórnvöld festa húsnæðisvexti við slíkt viðmið, þýðir það í reynd að skuldir ríkisins ráða því hversu háa vexti almenningur greiðir af sínum eigin lánum. Þannig verða heimilin og ríkið samtvinnuð í sama vaxtakerfi. Það er tæknilega óeðlilegt að miða verðtryggð lán við óverðtryggð ríkisbréf. Raunávöxtun þeirra fylgir öðrum markaðsþáttum og getur því skekkt myndina af raunvöxtum verðtryggðra lána. Afleiðingin gæti orðið sú að kerfið viðhaldi háum raunvöxtum í stað þess að tryggja stöðugleika. Ef viðmiðið endurspeglar núverandi ávöxtun ríkisbréfa, um 3,1 prósent, og bætt er við 0,5–3,0 prósenta álagi í samkeppni lánastofnana, verða raunvextir verðtryggðra lána á bilinu 3,6–6.1 prósent. Við 4 prósenta verðbólgu jafngildir það 7,6–10.1 prósent nafnvöxtum – vaxtastigi sem er óviðráðanlegt fyrir skuldsett heimili og barnafjölskyldur, sem þegar glíma við hærri húsnæðiskostnað og vaxandi matvöruverð. Raunhæfara og sanngjarnara væri að byggja viðmiðið á verðtryggðum langtímabréfum ríkissjóðs eða verðtryggðum spariskírteinum, sem endurspegla raunvexti til langs tíma og skapa fyrirsjáanleika. Slík bréf bera mun lægri ávöxtunarkröfu, líklega 2–2,5 prósent raunvexti við núverandi aðstæður. Til samanburðar bera verðtryggðir sparnaðarreikningar, eins og „Ávöxtun – verðtryggð“ hjá Íslandsbanka, nú um 1,73 prósent raunvexti. Slíkt viðmið væri nær raunverulegu jafnvægi milli langtímasparnaðar og húsnæðislána. Ef stjórnvöld ætla að byggja vaxtakerfi á ríkisskuldabréfum, ætti það að miðast við verðtryggðan langtímagrunn sem tryggir stöðugleika – ekki sveiflur í ríkisfjármálum frá ári til árs. Þannig myndu vaxtabreytingar endurspegla langtímatraust í efnahagslífinu, fremur en tímabundinn skuldavanda ríkissjóðs. Slíkt kerfi myndi einnig draga úr hættunni á að fjármálakerfið nýti óstöðugleika ríkisfjármála sem réttlætingu fyrir háu álagi. Samkeppnin myndi þá snúast um þjónustu og áhættumat, ekki um að festa háa vexti með lagasetningu. Ef stjórnvöld ætla sér að skapa réttlátt og fyrirsjáanlegt vaxtakerfi, verða þau að velja viðmið sem þjónar almenningi – ekki byggja það á skuldum ríkissjóðs. Höfundur er félagsfræðingur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin vinnur nú að frumvarpi um nýtt vaxtaviðmið fyrir verðtryggð íbúðalán, í samráði við Seðlabankann. Hugmyndin er líklega að tengja vexti við ávöxtun ríkisbréfa með þriggja til fimm ára líftíma, að viðbættu föstu álagi. Slíkt gæti hljómað eins og tæknileg einföldun, en í raun gæti það bundið húsnæðislán landsmanna við skuldastöðu ríkisins og fest háa vexti í sessi til framtíðar. Ávöxtun ríkisbréfa endurspeglar ekki aðeins markaðsvexti, heldur traust fjárfesta á ríkissjóði. Því meiri sem skuldsetning ríkisins er, þeim mun hærri vexti krefjast fjárfestar. Ef stjórnvöld festa húsnæðisvexti við slíkt viðmið, þýðir það í reynd að skuldir ríkisins ráða því hversu háa vexti almenningur greiðir af sínum eigin lánum. Þannig verða heimilin og ríkið samtvinnuð í sama vaxtakerfi. Það er tæknilega óeðlilegt að miða verðtryggð lán við óverðtryggð ríkisbréf. Raunávöxtun þeirra fylgir öðrum markaðsþáttum og getur því skekkt myndina af raunvöxtum verðtryggðra lána. Afleiðingin gæti orðið sú að kerfið viðhaldi háum raunvöxtum í stað þess að tryggja stöðugleika. Ef viðmiðið endurspeglar núverandi ávöxtun ríkisbréfa, um 3,1 prósent, og bætt er við 0,5–3,0 prósenta álagi í samkeppni lánastofnana, verða raunvextir verðtryggðra lána á bilinu 3,6–6.1 prósent. Við 4 prósenta verðbólgu jafngildir það 7,6–10.1 prósent nafnvöxtum – vaxtastigi sem er óviðráðanlegt fyrir skuldsett heimili og barnafjölskyldur, sem þegar glíma við hærri húsnæðiskostnað og vaxandi matvöruverð. Raunhæfara og sanngjarnara væri að byggja viðmiðið á verðtryggðum langtímabréfum ríkissjóðs eða verðtryggðum spariskírteinum, sem endurspegla raunvexti til langs tíma og skapa fyrirsjáanleika. Slík bréf bera mun lægri ávöxtunarkröfu, líklega 2–2,5 prósent raunvexti við núverandi aðstæður. Til samanburðar bera verðtryggðir sparnaðarreikningar, eins og „Ávöxtun – verðtryggð“ hjá Íslandsbanka, nú um 1,73 prósent raunvexti. Slíkt viðmið væri nær raunverulegu jafnvægi milli langtímasparnaðar og húsnæðislána. Ef stjórnvöld ætla að byggja vaxtakerfi á ríkisskuldabréfum, ætti það að miðast við verðtryggðan langtímagrunn sem tryggir stöðugleika – ekki sveiflur í ríkisfjármálum frá ári til árs. Þannig myndu vaxtabreytingar endurspegla langtímatraust í efnahagslífinu, fremur en tímabundinn skuldavanda ríkissjóðs. Slíkt kerfi myndi einnig draga úr hættunni á að fjármálakerfið nýti óstöðugleika ríkisfjármála sem réttlætingu fyrir háu álagi. Samkeppnin myndi þá snúast um þjónustu og áhættumat, ekki um að festa háa vexti með lagasetningu. Ef stjórnvöld ætla sér að skapa réttlátt og fyrirsjáanlegt vaxtakerfi, verða þau að velja viðmið sem þjónar almenningi – ekki byggja það á skuldum ríkissjóðs. Höfundur er félagsfræðingur og kennari.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun