„Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2024 17:12 Álagið er mikið á bestu fótboltamenn heims en þessi var frekar þreytulegur í leik Belenenses SAD og Nacional Da Madeira. Getty/João Rico Forseti franska stórliðsins Paris Saint-Germain hefur komið til varnar nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu sem fer fram næsta sumar. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur stækkað keppnina upp í 32 liða mót og hún er orðin jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. Þetta er enn eitt dæmið um að það sé verið að auka álagið á bestu leikmönnum heims og margir hafa gagnrýnt tilkomu þessarar keppni. Nasser Al-Khelaïfi, forseti PSG, er aftur á móti ekki í þeim hópi. Mótið mun taka fjórar vikur og það þýðir að tímabilið hjá félögum eins og Manchester City og Real Madrid mun því taka ellefu mánuði. Al Khelaïfi heldur því fram að félög séu spennt fyrir þessari nýju keppni. „Ef leikmenn eða félög eru að kvarta yfir þessu þá er lausnin skýr. Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu,“ sagði Al-Khelaïfi. ESPN segir frá. „Áður fyrr voru þau að kvarta yfir því að aðeins tvö félög fengu að vera með eða af því að það voru bara tvö félög frá hverju landi. Nú eru það leikmennirnir sem kvarta,“ sagði Al-Khelaïfi á blaðamannafundi samtaka evrópska knattspyrnufélaga, ECA, sem fer fram þessa dagana í Aþenu í Grikklandi. „Auðvitað þurfum við að virða og verja okkar leikmenn. Félögin eru þó ekki aðeins í þessu til að græða peninga. Við erum að reyna að ná til baka einhverju því sem fer í kostnað. Laun leikmanna hækka og hækka en keppnirnar eru óbreyttar og innkoman sú sama,“ sagði Al-Khelaïfi. „Keppnisdagatalið er alltaf til umræðu og hefur alltaf verið það. Ég tel að allir þurfi að koma saman og fara yfir þessi mál. Komast að því hvað sé best fyrir alla. Öll félögin vilja samt taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Al-Khelaïfi. FIFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur stækkað keppnina upp í 32 liða mót og hún er orðin jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. Þetta er enn eitt dæmið um að það sé verið að auka álagið á bestu leikmönnum heims og margir hafa gagnrýnt tilkomu þessarar keppni. Nasser Al-Khelaïfi, forseti PSG, er aftur á móti ekki í þeim hópi. Mótið mun taka fjórar vikur og það þýðir að tímabilið hjá félögum eins og Manchester City og Real Madrid mun því taka ellefu mánuði. Al Khelaïfi heldur því fram að félög séu spennt fyrir þessari nýju keppni. „Ef leikmenn eða félög eru að kvarta yfir þessu þá er lausnin skýr. Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu,“ sagði Al-Khelaïfi. ESPN segir frá. „Áður fyrr voru þau að kvarta yfir því að aðeins tvö félög fengu að vera með eða af því að það voru bara tvö félög frá hverju landi. Nú eru það leikmennirnir sem kvarta,“ sagði Al-Khelaïfi á blaðamannafundi samtaka evrópska knattspyrnufélaga, ECA, sem fer fram þessa dagana í Aþenu í Grikklandi. „Auðvitað þurfum við að virða og verja okkar leikmenn. Félögin eru þó ekki aðeins í þessu til að græða peninga. Við erum að reyna að ná til baka einhverju því sem fer í kostnað. Laun leikmanna hækka og hækka en keppnirnar eru óbreyttar og innkoman sú sama,“ sagði Al-Khelaïfi. „Keppnisdagatalið er alltaf til umræðu og hefur alltaf verið það. Ég tel að allir þurfi að koma saman og fara yfir þessi mál. Komast að því hvað sé best fyrir alla. Öll félögin vilja samt taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Al-Khelaïfi.
FIFA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Sjá meira