Ákærður fyrir að nauðga barnungri frænku sinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2024 17:03 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga náfrænku sinni á barnsaldri. Við húsleit lögreglu kom í ljós að maðurinn hafði mikið magn barnaníðsefnis, þar á meðal af stúlkunni, í fórum sínum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að maðurinn hafi framið brotin frá 1. ágúst 2014 fram til síðla árs 2017. Hann hafi í fjölda skipta haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna, á heimili hennar, heimili mannsins og í bifreið. Maðurinn hafi nýtt sér yfirburði sökum aldurs og þess sað hann var náfrændi hennar. Í ákærunni segir að maðurinn hafi látið stúlkuna hafa munnmök við sig, farið með fingur inn í leggöng hennar, látið hana fróa honum, þuklað á brjóstum hennar og kynfærum innan- og utanklæða og kysst hana tungukossum. Framangreind háttsemi teljist varða við nauðgunarákvæði hegningarlaga. Framleiddi og skoðaði barnaníðsefni Maðurinn er einnig ákærður fyrir háttsemi sem snýr að barnaníðsefni. Hann hafi tekið mynd af stúlku þar sem hafi sést í brjóst og kynfæri hennar og þannig framleitt myndefni sem sýni barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. „Með háttsemi sinni særði ákærði blygðunarsemi stúlkunnar og sýndi henni ósiðlegt og ruddalegt athæfi,“ segir í ákærunni. Við húsleit lögreglu hjá manninum í nóvember 2022 fannst bæði sími og fartölva hans. Þar hafði hann í vörslum sínum myndefni sem sýndi börn á klámfenginn hátt. Þá segir í ákæru að maðurinn hafi vistað myndir af stúlkunni klæddri nærfatatopp en útbúið falsað myndefni þar sem búið var að farlægja fatnað stúlkunnar þannig hún virtist nakin. Ósiðlegt og ruddalegt athæfi, segir héraðssaksóknari. Þá segir að maðurinn hafi í fartölvu sinni skoðað og haft í vörslum sínum mikið magn barnaníðsefnis. Hann hafi opnað að minnsta kosti 60 mismunandi slíkar síður og alls skoðað 4577 undirsíður þeirra. Loks er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleitina fannst sömuleiðis svört skammbyssa, af gerðinni Zoraki, og svört gasbyssa. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að maðurinn hafi framið brotin frá 1. ágúst 2014 fram til síðla árs 2017. Hann hafi í fjölda skipta haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna, á heimili hennar, heimili mannsins og í bifreið. Maðurinn hafi nýtt sér yfirburði sökum aldurs og þess sað hann var náfrændi hennar. Í ákærunni segir að maðurinn hafi látið stúlkuna hafa munnmök við sig, farið með fingur inn í leggöng hennar, látið hana fróa honum, þuklað á brjóstum hennar og kynfærum innan- og utanklæða og kysst hana tungukossum. Framangreind háttsemi teljist varða við nauðgunarákvæði hegningarlaga. Framleiddi og skoðaði barnaníðsefni Maðurinn er einnig ákærður fyrir háttsemi sem snýr að barnaníðsefni. Hann hafi tekið mynd af stúlku þar sem hafi sést í brjóst og kynfæri hennar og þannig framleitt myndefni sem sýni barn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. „Með háttsemi sinni særði ákærði blygðunarsemi stúlkunnar og sýndi henni ósiðlegt og ruddalegt athæfi,“ segir í ákærunni. Við húsleit lögreglu hjá manninum í nóvember 2022 fannst bæði sími og fartölva hans. Þar hafði hann í vörslum sínum myndefni sem sýndi börn á klámfenginn hátt. Þá segir í ákæru að maðurinn hafi vistað myndir af stúlkunni klæddri nærfatatopp en útbúið falsað myndefni þar sem búið var að farlægja fatnað stúlkunnar þannig hún virtist nakin. Ósiðlegt og ruddalegt athæfi, segir héraðssaksóknari. Þá segir að maðurinn hafi í fartölvu sinni skoðað og haft í vörslum sínum mikið magn barnaníðsefnis. Hann hafi opnað að minnsta kosti 60 mismunandi slíkar síður og alls skoðað 4577 undirsíður þeirra. Loks er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot en við húsleitina fannst sömuleiðis svört skammbyssa, af gerðinni Zoraki, og svört gasbyssa.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira