Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir Ágústa Ágústsdóttir skrifar 8. október 2024 13:02 Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð? Stutta svarið er nei! NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna. NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ein af grunnstoðum bandalagsins er svokölluð samhljóða ákvarðanataka. Það þýðir að niðurstaða er ekki fengin með kosningum heldur ræða menn sig niður á sameiginlega ákvörðun (diplómatíska leiðin). Því eru allar ákvarðanir NATO, sameiginleg viljayfirlýsing allra 32 aðildarríkjanna. Þegar við beinum sjónum okkar að íslenskum vörnum sem eru í besta falli mjög máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið, veltir maður fyrir sér rökréttri leið til að efla og styrkja þær svo vit sé í. Landfræðileg lega Íslands er gríðarlega mikilvæg út frá hernaðarlegum sjónarmiðum. Þar utan við er eyjan rík af auðlindum. Ef á okkur yrði ráðist, þá hvað? Líklegasta svarið myndi þá vera “NATO myndi koma og verja okkur” ekki satt? Skoðum þá viðbragðstíma bandalagsins við árás á annað ríki. Samkvæmt sáttmálanum er NATO skuldbundið að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn. Ef það reynist ekki unnt hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða. Uppgefinn viðbragðstími NATO er allt frá 5 og upp í 30 daga og er eins og áður segir háð diplómatískri leið til niðurstöðu ákvörðunar. Þá getur tekið allt að 5 daga að hrinda fyrsta stigi af nokkrum af stað, eftir að viðbragð hefur verið virkjað. Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af. Því er ekki órökrétt að taka upp umræðu um kosti þess að stofna íslenskt varnarlið. Áður en menn skella upp úr eða hoppa upp á nef sér í fljótfærni skulum við hafa það á hreinu að ekki er verið að tala um stofnun hers ásamt meðfylgjandi tækjum og tólum. Slíkt myndum við illa ráða við fjárhagslega og er algjörlega óraunhæft. En að starfrækja varnarlið væri mögulegt. Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist. Þetta teymi gæti t.d. heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlenda herþjóð eins og t.d. Noreg sem stendur okkur landfræðilega nálægt og hefur mikla reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna. Jú við erum friðelskandi þjóð en búum í sívöltum heimi þar sem friðurinn er hringinn um hnöttinn allt of oft fótum troðinn. Þá getum við líka spurt okkur að því hvers vegna við séum í NATO ef við ætlum ekkert að gera til að verja okkur sjálf. Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annara þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að þjóðin, miðað við fólksfjölda, komi sér upp viðbragðsvarnarteymi sem hefur það hlutverk að bregðast við þegar hætta steðjar að. Slíkt teymi gæti aukreitis komið að mörgum öðrum störfum eins og t.d. eftirlit af ýmsum toga og viðbragð við náttúruvám í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu t.d. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Sjá meira
Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð? Stutta svarið er nei! NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna. NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ein af grunnstoðum bandalagsins er svokölluð samhljóða ákvarðanataka. Það þýðir að niðurstaða er ekki fengin með kosningum heldur ræða menn sig niður á sameiginlega ákvörðun (diplómatíska leiðin). Því eru allar ákvarðanir NATO, sameiginleg viljayfirlýsing allra 32 aðildarríkjanna. Þegar við beinum sjónum okkar að íslenskum vörnum sem eru í besta falli mjög máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið, veltir maður fyrir sér rökréttri leið til að efla og styrkja þær svo vit sé í. Landfræðileg lega Íslands er gríðarlega mikilvæg út frá hernaðarlegum sjónarmiðum. Þar utan við er eyjan rík af auðlindum. Ef á okkur yrði ráðist, þá hvað? Líklegasta svarið myndi þá vera “NATO myndi koma og verja okkur” ekki satt? Skoðum þá viðbragðstíma bandalagsins við árás á annað ríki. Samkvæmt sáttmálanum er NATO skuldbundið að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn. Ef það reynist ekki unnt hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða. Uppgefinn viðbragðstími NATO er allt frá 5 og upp í 30 daga og er eins og áður segir háð diplómatískri leið til niðurstöðu ákvörðunar. Þá getur tekið allt að 5 daga að hrinda fyrsta stigi af nokkrum af stað, eftir að viðbragð hefur verið virkjað. Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af. Því er ekki órökrétt að taka upp umræðu um kosti þess að stofna íslenskt varnarlið. Áður en menn skella upp úr eða hoppa upp á nef sér í fljótfærni skulum við hafa það á hreinu að ekki er verið að tala um stofnun hers ásamt meðfylgjandi tækjum og tólum. Slíkt myndum við illa ráða við fjárhagslega og er algjörlega óraunhæft. En að starfrækja varnarlið væri mögulegt. Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist. Þetta teymi gæti t.d. heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlenda herþjóð eins og t.d. Noreg sem stendur okkur landfræðilega nálægt og hefur mikla reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna. Jú við erum friðelskandi þjóð en búum í sívöltum heimi þar sem friðurinn er hringinn um hnöttinn allt of oft fótum troðinn. Þá getum við líka spurt okkur að því hvers vegna við séum í NATO ef við ætlum ekkert að gera til að verja okkur sjálf. Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annara þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að þjóðin, miðað við fólksfjölda, komi sér upp viðbragðsvarnarteymi sem hefur það hlutverk að bregðast við þegar hætta steðjar að. Slíkt teymi gæti aukreitis komið að mörgum öðrum störfum eins og t.d. eftirlit af ýmsum toga og viðbragð við náttúruvám í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu t.d. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun