JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar 7. október 2024 12:03 Góður vinur minn var nýlega búinn að flytja til Grindavíkur þegar jarðhræðingar hófust og eldgosið hófst. Hann ásamt fjölskyldu sinni og íbúum Grindavíkur, þurftu að flýja heimilin sín í snatri. Vikur liðu, mánuðir og í ljós kom að Grindvíkingar voru ekki að fara heim aftur. Vinur minn og fjölskylda lentu á algjörum hrakhólum. Þau fengu inni hjá ættingjum fyrstu dagana þegar eldsumbrotin hófust. Þeirra gististaðir voru m.a. þessir; Sumarbústaður í Grímsnesinu þar sem þau þurftu að keyra á milli til Reykjavíkur vegna vinnu, svefnsófinn hjá frændfólki og skipta sér upp með gistingu, pabbinn með strákana og mamman með dóttur þeirra. Það tók þau marga mánuði að fá aðstoð frá yfirvöldum sem settu upp kaffistofu til að vonast til að það myndi leysa líðan þeirra. Yfirvöld höfðu fá úrræði í fyrstu og fjölskyldunni leið eins og þau væru flóttamenn í eigin landi. Frú Ragnheiður, verkefni Rauða krossins sem er skaðaminnkandi úrræði fyrir fólk í mikilli neyslu og er heimilislaust, sendir reglulega frá sér tilkynningu um að þeim vanti tjöld, svefnpoka og teppi. Skjólstæðingar þeirra þurfa þetta. Fólk sem sefur úti og á ekki heimili. Gistiskýli Reykjavíkurborgar er yfirfullt og þarf oft að vísa mönnum þaðan burt vegna plássleysis. Þeirra sem ekki fá inni bíða ruslageymslur, bílastæðahús, húsaskot og annað sem næturstaður þeirra þá nóttina. Að morgni – ef þeir lifa nóttina af – takast þeir á við aðra áskorun og lífsins baráttu. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. Konukot hefur gistirými fyrir 12 konur, sem er fyrir löngu sprungið og orðið óíbúðarhæft. En þar gista oftast hátt í 30 konur í einu. Úrræðið er lokað á daginn og aðeins gisting yfir nóttina. Að morgni þurfa konur að fara út í harkið í öllum veðráttum. Við JL húsið er nú verið að setja upp íbúðarkjarna fyrir 400 hælisleitendur. Í kjarnanum, sem verið er að taka í gegn eru m.a. fjölskylduherbergi. Á staðnum verður allt til alls og öryggisgæsla allan sólarhringinn. Hælisleitendur fá herbergi sér að kostnaðarlausu sem auk þess eru á framfærslu frá ríkinu. Kostnaður við húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur nam tæplega fimm milljörðum króna árið 2023 og áætlaður kostnaður fyrir þetta ár er tæplega 4,7 milljarðar samkvæmt upplýsingum sem félagsmálaráðherra hefur látið hafa eftir sér. Og hann vill bæta í enn meira. Hann vill auka við þessa upphæð og telur að kostnaðurinn fari í 32 milljarða. Á meðan þessi gjörningur ráðherra og ríkisstjórnarinnar er gerður þá þurfa konurnar í Konukoti að sofa á dýnum í hornum í Konukoti og vera farnar út á morgnana. Menn sem fá ekki inn í Gistiskýlið sofa í sorpgeymslum. Frú Ragnheiður lætur skjólstæðinga sína fá tjald, teppi og svefnpoka. Vinur minn í Grindavík er enn að berjast við að reyna kaupa sér íbúð í trylltu umhverfi fasteignamarkaðarins. Hann leigir íbúð núna – með aðstoð frá ríkinu – sem loksins greip fólkið frá Grindavík. Á meðan renna 32 milljarðar (þrjátíu og tvö þúsund milljónir) í hælisleitendur sem streyma hér inn í kerfið á Íslandi. Á meðan má í raun með skilaboðum yfirvalda segja; Íslendingar mega éta það sem úti frýs! Lýðræðisflokkurinn ætlar að taka þennan kapal núverandi ríkisstjórnar og málefni hælisleitenda og henda í burtu spilunum. Ný spil verða lögð á borðið og tímabundin lokun á landamærum gerð, eftirlit hert enn frekar, aukið í lið lögreglu, landamærvarða og tollgæslu. Krafist verður vegabréfsáritunar og kerfi sett upp til að stöðva flæði fólks. Engir hælisleitendur til landsins í bili – á meðan verið er að leysa innviðavanda landsins og byggja það upp á nýtt. Hundruð milljarðar hafa farið í þennan málaflokk og nú þarf að stöðva þessa þvælu. Höfundur er í stjórn Lýðræðisflokksins og er annt um Íslendinga og íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Góður vinur minn var nýlega búinn að flytja til Grindavíkur þegar jarðhræðingar hófust og eldgosið hófst. Hann ásamt fjölskyldu sinni og íbúum Grindavíkur, þurftu að flýja heimilin sín í snatri. Vikur liðu, mánuðir og í ljós kom að Grindvíkingar voru ekki að fara heim aftur. Vinur minn og fjölskylda lentu á algjörum hrakhólum. Þau fengu inni hjá ættingjum fyrstu dagana þegar eldsumbrotin hófust. Þeirra gististaðir voru m.a. þessir; Sumarbústaður í Grímsnesinu þar sem þau þurftu að keyra á milli til Reykjavíkur vegna vinnu, svefnsófinn hjá frændfólki og skipta sér upp með gistingu, pabbinn með strákana og mamman með dóttur þeirra. Það tók þau marga mánuði að fá aðstoð frá yfirvöldum sem settu upp kaffistofu til að vonast til að það myndi leysa líðan þeirra. Yfirvöld höfðu fá úrræði í fyrstu og fjölskyldunni leið eins og þau væru flóttamenn í eigin landi. Frú Ragnheiður, verkefni Rauða krossins sem er skaðaminnkandi úrræði fyrir fólk í mikilli neyslu og er heimilislaust, sendir reglulega frá sér tilkynningu um að þeim vanti tjöld, svefnpoka og teppi. Skjólstæðingar þeirra þurfa þetta. Fólk sem sefur úti og á ekki heimili. Gistiskýli Reykjavíkurborgar er yfirfullt og þarf oft að vísa mönnum þaðan burt vegna plássleysis. Þeirra sem ekki fá inni bíða ruslageymslur, bílastæðahús, húsaskot og annað sem næturstaður þeirra þá nóttina. Að morgni – ef þeir lifa nóttina af – takast þeir á við aðra áskorun og lífsins baráttu. Konukot er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík. Konukot hefur gistirými fyrir 12 konur, sem er fyrir löngu sprungið og orðið óíbúðarhæft. En þar gista oftast hátt í 30 konur í einu. Úrræðið er lokað á daginn og aðeins gisting yfir nóttina. Að morgni þurfa konur að fara út í harkið í öllum veðráttum. Við JL húsið er nú verið að setja upp íbúðarkjarna fyrir 400 hælisleitendur. Í kjarnanum, sem verið er að taka í gegn eru m.a. fjölskylduherbergi. Á staðnum verður allt til alls og öryggisgæsla allan sólarhringinn. Hælisleitendur fá herbergi sér að kostnaðarlausu sem auk þess eru á framfærslu frá ríkinu. Kostnaður við húsnæðisúrræði fyrir hælisleitendur nam tæplega fimm milljörðum króna árið 2023 og áætlaður kostnaður fyrir þetta ár er tæplega 4,7 milljarðar samkvæmt upplýsingum sem félagsmálaráðherra hefur látið hafa eftir sér. Og hann vill bæta í enn meira. Hann vill auka við þessa upphæð og telur að kostnaðurinn fari í 32 milljarða. Á meðan þessi gjörningur ráðherra og ríkisstjórnarinnar er gerður þá þurfa konurnar í Konukoti að sofa á dýnum í hornum í Konukoti og vera farnar út á morgnana. Menn sem fá ekki inn í Gistiskýlið sofa í sorpgeymslum. Frú Ragnheiður lætur skjólstæðinga sína fá tjald, teppi og svefnpoka. Vinur minn í Grindavík er enn að berjast við að reyna kaupa sér íbúð í trylltu umhverfi fasteignamarkaðarins. Hann leigir íbúð núna – með aðstoð frá ríkinu – sem loksins greip fólkið frá Grindavík. Á meðan renna 32 milljarðar (þrjátíu og tvö þúsund milljónir) í hælisleitendur sem streyma hér inn í kerfið á Íslandi. Á meðan má í raun með skilaboðum yfirvalda segja; Íslendingar mega éta það sem úti frýs! Lýðræðisflokkurinn ætlar að taka þennan kapal núverandi ríkisstjórnar og málefni hælisleitenda og henda í burtu spilunum. Ný spil verða lögð á borðið og tímabundin lokun á landamærum gerð, eftirlit hert enn frekar, aukið í lið lögreglu, landamærvarða og tollgæslu. Krafist verður vegabréfsáritunar og kerfi sett upp til að stöðva flæði fólks. Engir hælisleitendur til landsins í bili – á meðan verið er að leysa innviðavanda landsins og byggja það upp á nýtt. Hundruð milljarðar hafa farið í þennan málaflokk og nú þarf að stöðva þessa þvælu. Höfundur er í stjórn Lýðræðisflokksins og er annt um Íslendinga og íslenskt samfélag.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun