Minnst sjötíu í valnum eftir árás glæpamanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 16:22 Fólk á flótta í Haítí. AP Að minnsta kosti sjötíu manns liggja í valnum eftir að glæpamenn sem tilheyra Gran Grif genginu á Haítí gengu berserksgang á götum Pont-Sonde. Glæpamennirnir gengu um bæinn og skutu fólk að virðist af handahófi. Glæpamenn kveiktu í að minnsta kosti 45 húsum og 34 bílum á götum bæjarins. AP fréttaveitan hefur eftir talskonu hjálparsamtaka að lík liggi á víð og dreif um Pont-Sondé eftir árásina í gær og að margir virðist hafa verið teknir af lífi með skoti í höfuðið. Í yfirlýsingu frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að um tíu konur og þrjú ungabörn séu meðal þeirra sem voru myrt. Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa særst. Um er að ræða eitthvað umfangsmesta ódæðið af þessu tagi á þessu svæði í Haítí á undanförnum árum. Árásir sem þessi þykja nokkuð tíðar í Port-au-Prince, höfuðborga Haítí, sem er að mestu stjórnað af glæpagengjum. Yfirleitt tengjast árásirnar baráttu glæpagengja um yfirráðasvæði og beinast þá að íbúum á yfirráðasvæði óvinagengja. AP segir hins vegar að Pont-Sondé sé þegar á yfirráðasvæði Gran Grif og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Eins og með mörg önnur gengi í Haítí, var Gran Grif í raun stofnað af þingmanni. Prophane Victor vopnaði hópa manna á svæðinu til að tryggja endurkjör sitt og yfirráð yfir svæðinu, fyrir um áratug. Glæpagengi í Haítí hafa lengi verið studd af mismunandi ráðamönnum og hafa í staðinn stutt þá. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu. Haítí Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Glæpamenn kveiktu í að minnsta kosti 45 húsum og 34 bílum á götum bæjarins. AP fréttaveitan hefur eftir talskonu hjálparsamtaka að lík liggi á víð og dreif um Pont-Sondé eftir árásina í gær og að margir virðist hafa verið teknir af lífi með skoti í höfuðið. Í yfirlýsingu frá mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að um tíu konur og þrjú ungabörn séu meðal þeirra sem voru myrt. Að minnsta kosti sextán eru sagðir hafa særst. Um er að ræða eitthvað umfangsmesta ódæðið af þessu tagi á þessu svæði í Haítí á undanförnum árum. Árásir sem þessi þykja nokkuð tíðar í Port-au-Prince, höfuðborga Haítí, sem er að mestu stjórnað af glæpagengjum. Yfirleitt tengjast árásirnar baráttu glæpagengja um yfirráðasvæði og beinast þá að íbúum á yfirráðasvæði óvinagengja. AP segir hins vegar að Pont-Sondé sé þegar á yfirráðasvæði Gran Grif og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Eins og með mörg önnur gengi í Haítí, var Gran Grif í raun stofnað af þingmanni. Prophane Victor vopnaði hópa manna á svæðinu til að tryggja endurkjör sitt og yfirráð yfir svæðinu, fyrir um áratug. Glæpagengi í Haítí hafa lengi verið studd af mismunandi ráðamönnum og hafa í staðinn stutt þá. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur árið 2021. Mosie var einkar óvinsæll forseti og var sakaður um einræðistilburði. Degi áður en hann dó skipaði hann sinn sjöunda forsætisráðherra á kjörtímabili sínu.
Haítí Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira