Nýjar lausnir gegn ofbeldi Drífa Snædal skrifar 4. október 2024 09:03 Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt. Fólk (aðallega konur af hendi karla) sem hefur verið beitt kynferðislegu eða kynbundnu ofbeldi streyma til Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Aflsins, Sigurhæða, Bjarkarhlíðar og Bjarmahlíðar sem aldrei fyrr. Biðlistar hafa myndast og við sem vinnum fyrir brotaþola getum borið vitni um skelfilega vanlíðan og alvarlegar afleiðingar. Við erum að tala um hundruð einstaklinga á ári. Þetta er svo algeng og nánast viðtekið í samfélaginu að þegar hið opinbera kynnir aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna og gagnvart börnum er ekki minnst á kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi. Það er eins og það sé eitthvað náttúrulögmál sem óþarfi sé að minnast á. Samt hafa 15% stelpna í 10. bekk orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi annars unglings og 6% stráka samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Við skulum ekki láta það gerast að algengasta ofbeldið sem stelpur verða fyrir sé gert ósýnilegt í aðgerðum gegn ofbeldi! Einungis 11% brotaþola nauðgunar sem koma til Stígamóta hafa kært verknaðinn. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður en algengasta ástæðan er sennilega sú að konum allra tíma hefur sjálfum verið kennt um ofbeldið og hafa sjálfar tekið skömmina og ábyrgðina á sig. Það er gömul saga og ný. Við það má bæta að opinbert ferli er sársaukafullt, tekur langan tíma og getur gengið mjög nærri brotaþolum og alls óvíst um sakfellingu. Reyndar er líklegra að málin séu látin niður falla. Þá hefur það færst í aukana að konum sem segja frá sé hótað ærumissi. Enn ein skýringin getur svo verið sú að brotaþolar vilja réttlæti eftir öðrum leiðum en þeim opinberu. Vilja að gerandi axli ábyrgð án þess að fá refsidóm. Eitt er ljóst að refsiréttarkerfið býður ekki uppá réttlæti, forvarnir eða lausnir, við þurfum að leita annarra leiða. Stígamót hafa leitað fanga til að finna nýjar leiðir í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir réttlæti og mun halda ráðstefnuna „Réttlæti eftir ofbeldi“ hinn 21. október næstkomandi. Þar mun Elizabeth Clemens stofnandi Hidden waters kynna rannsóknir sínar og vinnu við félagslegar lausnir eftir ofbeldi. Hún hefur aðstoðað brotaþola, ofbeldismenn og aðstandendur til að ná einhverskonar bata og koma i veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Hún hefur einbeitt sér að þörfum þeirra sem verða fyrir ofbeldi, viðbrögðum umhverfisins og stuðningsnetsins og hvernig megi aðstoða ofbeldismenn til að axla ábyrgð. Að auki verður dregið fram í dagsljósið það sem vel er gert hér á landi í félagslegum lausnum á vinnustöðum, innan fjölskyldna, sveitarfélaga og meðal ungs fólks. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Stígamóta. Því miður er fátt sem bendir til þess að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi fari minnkandi en við megum ekki gefast upp og verðum að halda áfram að finna lausnir. Við skulum muna að nauðganir eru ekki náttúruhamfarir og þaðan af síður náttúrulögmál. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt. Fólk (aðallega konur af hendi karla) sem hefur verið beitt kynferðislegu eða kynbundnu ofbeldi streyma til Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Aflsins, Sigurhæða, Bjarkarhlíðar og Bjarmahlíðar sem aldrei fyrr. Biðlistar hafa myndast og við sem vinnum fyrir brotaþola getum borið vitni um skelfilega vanlíðan og alvarlegar afleiðingar. Við erum að tala um hundruð einstaklinga á ári. Þetta er svo algeng og nánast viðtekið í samfélaginu að þegar hið opinbera kynnir aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna og gagnvart börnum er ekki minnst á kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi. Það er eins og það sé eitthvað náttúrulögmál sem óþarfi sé að minnast á. Samt hafa 15% stelpna í 10. bekk orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi annars unglings og 6% stráka samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Við skulum ekki láta það gerast að algengasta ofbeldið sem stelpur verða fyrir sé gert ósýnilegt í aðgerðum gegn ofbeldi! Einungis 11% brotaþola nauðgunar sem koma til Stígamóta hafa kært verknaðinn. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður en algengasta ástæðan er sennilega sú að konum allra tíma hefur sjálfum verið kennt um ofbeldið og hafa sjálfar tekið skömmina og ábyrgðina á sig. Það er gömul saga og ný. Við það má bæta að opinbert ferli er sársaukafullt, tekur langan tíma og getur gengið mjög nærri brotaþolum og alls óvíst um sakfellingu. Reyndar er líklegra að málin séu látin niður falla. Þá hefur það færst í aukana að konum sem segja frá sé hótað ærumissi. Enn ein skýringin getur svo verið sú að brotaþolar vilja réttlæti eftir öðrum leiðum en þeim opinberu. Vilja að gerandi axli ábyrgð án þess að fá refsidóm. Eitt er ljóst að refsiréttarkerfið býður ekki uppá réttlæti, forvarnir eða lausnir, við þurfum að leita annarra leiða. Stígamót hafa leitað fanga til að finna nýjar leiðir í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir réttlæti og mun halda ráðstefnuna „Réttlæti eftir ofbeldi“ hinn 21. október næstkomandi. Þar mun Elizabeth Clemens stofnandi Hidden waters kynna rannsóknir sínar og vinnu við félagslegar lausnir eftir ofbeldi. Hún hefur aðstoðað brotaþola, ofbeldismenn og aðstandendur til að ná einhverskonar bata og koma i veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Hún hefur einbeitt sér að þörfum þeirra sem verða fyrir ofbeldi, viðbrögðum umhverfisins og stuðningsnetsins og hvernig megi aðstoða ofbeldismenn til að axla ábyrgð. Að auki verður dregið fram í dagsljósið það sem vel er gert hér á landi í félagslegum lausnum á vinnustöðum, innan fjölskyldna, sveitarfélaga og meðal ungs fólks. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Stígamóta. Því miður er fátt sem bendir til þess að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi fari minnkandi en við megum ekki gefast upp og verðum að halda áfram að finna lausnir. Við skulum muna að nauðganir eru ekki náttúruhamfarir og þaðan af síður náttúrulögmál. Höfundur er talskona Stígamóta.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun