....og þá var eins og blessuð skepan skildi..... Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. október 2024 13:29 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun” í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni. Nú er það alkunna að breytingar á stýrivöxtum hafa ekki endilega áhrif strax heldur þó nokkuð inn í framtíðinni. Lækkunin mun því ekki skipta miklu máli allavega fyrsta kastið. Ég er ekki sannfærður um að lækkun morgunsins sé byggð á hagfræðilegum forsendum. Hún virðist aðallega hugsuð sem snuð uppí þá sem harðast hafa gengið fram í gagnrýni á seðlabankastjóra og hirð hans vegna hávaxtastefnunnar. Það sem helst stendur upp úr varðandi stýrivaxtaákvarðanir undanfarandi er skilningsleysi peningastefnunefndar á ástandinu í landinu. Þannig fór seðlabankastjóri fram með nokkrum þjósti nýlega og kvað fullt af íbúðum í byggingu og skildi síst í því að menn skyldu minnast á skort í því efni. Hann virðist ekki skilja að meginhluti þeirra íbúða sem í smíðum er á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki við alþýðukjör. Það kemur glögglega fram þegar kaupendahópurinn er gaumgæfður. Þar er einkum að finna fjárfesta og leigusala. Alþýða manna er ekki að kaupa íbúðir sem kosta um eitthundraðmilljónir og þá einkum ekki fyrstu kaupendur. Seðlabankastjóra er nokkur vorkunn. Það er auðvelt að koma sér upp rörsýn í Svörtuloftum. Þangað inn rata ekki raddir og skoðanir almennings. Seðlabankastjóri gerði einnig lítið úr vaxandi vanskilum heimila og fyrirtækja nýlega en var þegar í stað leiðréttur af innheimtufyrirtækjum. Ef seðlabankastjóri legði sig eftir að hlusta á ungt fólk í húsnæðisvanda, á eigendur smárra og meðalstórra fyrirtækja, á sveitarstjórnarmenn myndi hann hugsanlega haga málum ögn öðruvísi. Af orðum hans í morgun má ráða að hann skilur ekki enn þann vanda sem við er að etja í húsnæðismálum. Sá vandi er svo stór að hann mun hafa áhrif á verðbólgu næstu fimm til tíu ár. Það þarf samhæft átak til að bæta úr húsnæðisvandanum, sem NB er ekki einungis kominn til vegna innflutnings vinnuafls. Seðlabankastjóri og samverkamenn gætu komist að því með að gaumgæfa í hverskonar húsnæði stór hluti þeirra býr. Það er viðvarandi skortur á smærri og þó einkanlega ódýrari íbúðum. Þær verða ekki til meðan hangið er í þéttingastefnunni þar sem kostnaður við lóð undir hverja íbúð nemur milljónum. Vonandi mun „aumingjalega stýrivaxtalækkunin“ verða vísir að öðru meira. Það tefur fyrir að ríkisstjórn Íslands heldur áfram að skila auðu eins og sjá má í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Sem betur fer sér fyrir endann á valdatíð ónýtu ríkisstjórnarinnar sem hefur verið til fyrir sjálfa sig í nokkur ár. Næsta ríkisstjórn mun vonandi taka á málum með ákveðnum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri þannig að Seðlabankinn standi ekki einn í baráttunni við verðbólgu og geti tekið ákveðnari skref í vaxtalækkunum. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun” í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni. Nú er það alkunna að breytingar á stýrivöxtum hafa ekki endilega áhrif strax heldur þó nokkuð inn í framtíðinni. Lækkunin mun því ekki skipta miklu máli allavega fyrsta kastið. Ég er ekki sannfærður um að lækkun morgunsins sé byggð á hagfræðilegum forsendum. Hún virðist aðallega hugsuð sem snuð uppí þá sem harðast hafa gengið fram í gagnrýni á seðlabankastjóra og hirð hans vegna hávaxtastefnunnar. Það sem helst stendur upp úr varðandi stýrivaxtaákvarðanir undanfarandi er skilningsleysi peningastefnunefndar á ástandinu í landinu. Þannig fór seðlabankastjóri fram með nokkrum þjósti nýlega og kvað fullt af íbúðum í byggingu og skildi síst í því að menn skyldu minnast á skort í því efni. Hann virðist ekki skilja að meginhluti þeirra íbúða sem í smíðum er á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki við alþýðukjör. Það kemur glögglega fram þegar kaupendahópurinn er gaumgæfður. Þar er einkum að finna fjárfesta og leigusala. Alþýða manna er ekki að kaupa íbúðir sem kosta um eitthundraðmilljónir og þá einkum ekki fyrstu kaupendur. Seðlabankastjóra er nokkur vorkunn. Það er auðvelt að koma sér upp rörsýn í Svörtuloftum. Þangað inn rata ekki raddir og skoðanir almennings. Seðlabankastjóri gerði einnig lítið úr vaxandi vanskilum heimila og fyrirtækja nýlega en var þegar í stað leiðréttur af innheimtufyrirtækjum. Ef seðlabankastjóri legði sig eftir að hlusta á ungt fólk í húsnæðisvanda, á eigendur smárra og meðalstórra fyrirtækja, á sveitarstjórnarmenn myndi hann hugsanlega haga málum ögn öðruvísi. Af orðum hans í morgun má ráða að hann skilur ekki enn þann vanda sem við er að etja í húsnæðismálum. Sá vandi er svo stór að hann mun hafa áhrif á verðbólgu næstu fimm til tíu ár. Það þarf samhæft átak til að bæta úr húsnæðisvandanum, sem NB er ekki einungis kominn til vegna innflutnings vinnuafls. Seðlabankastjóri og samverkamenn gætu komist að því með að gaumgæfa í hverskonar húsnæði stór hluti þeirra býr. Það er viðvarandi skortur á smærri og þó einkanlega ódýrari íbúðum. Þær verða ekki til meðan hangið er í þéttingastefnunni þar sem kostnaður við lóð undir hverja íbúð nemur milljónum. Vonandi mun „aumingjalega stýrivaxtalækkunin“ verða vísir að öðru meira. Það tefur fyrir að ríkisstjórn Íslands heldur áfram að skila auðu eins og sjá má í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Sem betur fer sér fyrir endann á valdatíð ónýtu ríkisstjórnarinnar sem hefur verið til fyrir sjálfa sig í nokkur ár. Næsta ríkisstjórn mun vonandi taka á málum með ákveðnum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri þannig að Seðlabankinn standi ekki einn í baráttunni við verðbólgu og geti tekið ákveðnari skref í vaxtalækkunum. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun