Áskorun til hæstvirts fjármálaráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar frá sérfræðingum í klínískri sálfræði Haukur Haraldsson, Sólveig Erna Jónsdóttir, Kristbjörg Þórisdóttir og Inga Hrefna Jónsdóttir skrifa 28. september 2024 23:31 Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi þann 24. september síðastliðinn fór fram umræða um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Fyrirspurnir beindust að hæstvirtum fjármálaráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni. Við undirrituð fögnum því að skýr vilji sé fyrir hendi hjá núverandi fjármálaráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu eins og aðra heilbrigðisþjónustu enda kominn tími til. Við skorum á hæstvirtan ráðherra að fylgja málinu þétt eftir og ráðast í þessa löngu tímabæru fjárfestingu. Nóg er til af sálfræðingum Tveir háskólar á Íslandi eru með framhaldsnám í sálfræði og útskrifa nemendur sem uppfylla viðmið fyrir starfsréttindi sem sálfræðingar, auk þess sem sálfræðingar sækja ennþá menntun erlendis að einhverju marki. Rétt til að kalla sig sálfræðing á Íslandi hafa þeir sem stundað hafa að lágmarki fimm ára háskólanám sem lýkur með embættisprófi í sálfræði og hafa hlotið löggildingu samanber lög um sálfræðinga. Á Íslandi eru í dag 1059 sálfræðingar með gilt starfsleyfi frá embætti landlæknis og af þeim eru 156 sálfræðingar með sérfræðiviðurkenningu í sálfræði. Það er því ekki hægt að nota það sem rök að okkur vanti sálfræðinga, þvert á móti hafa háskólarnir af miklum metnaði séð til þess að útskrifaðir eru á hverju ári vel hæfir sálfræðingar til að takast á við aukna þörf eftir sálfræðiþjónustu í þjóðfélaginu. Auk þess höfum við stóran hóp af reyndum sálfræðingum og sérfræðingum í sálfræði til að handleiða sálfræðinema og nýútskrifaða sálfræðinga. Skortur á fjármagni er stærsta hindrun að aðgengi sálfræðiþjónustu Án niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu af hálfu ríkisins eru margir skjólstæðingar sem treysta sér ekki til að greiða fullt verð fyrir þjónustuna, ekki frekar en ef læknisþjónusta og sjúkraþjálfun væru ekki niðurgreidd. Í dag býðst sálfræðingum vissulega samningur um niðurgreiðslu sálfræðimeðferða, bæði fyrir börn og fullorðna. Sá samningur var án raunverulegrar samvinnu við sálfræðinga og þeirra forsenda sem þeir starfa við. Það sést best á því hve fáir sálfræðingar sjá sér fært að ganga að þeim samningi. Það er því brýnt að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd ríkisins, endurskoði strax samninginn við sálfræðinga í samvinnu við sálfræðinga því að öðrum kosti hamli það aðgengi einstaklinga sem þurfa á sálfræðimeðferð að halda en ekki hafa efni á að greiða fullt verð fyrir sálfræðiþjónustu. Á flestum starfsstöðvum sálfræðinga hefur raunin verið sú að stöður sálfræðinga hafa verið langt undir því sem þurft hefur til að geta veitt þá þjónustu sem eðlilegt er að veita. Til dæmis hafa stöðugildi sálfræðinga í heilsugæslu frá upphafi verið talsvert undir þeim viðmiðum sem miðað er við í nágrannalöndunum til að geta haldið uppi lágmarks sálfræðiþjónustu en miðað er við einn sálfræðing á hver 6250 börn og einn sálfræðing fyrir sama fjölda fullorðinna. Á Reykjalundi, stærstu endurhæfingarstofnun landsins eru aðeins 9 sálfræðingar starfandi, þar af tveir taugasálfræðingar. Það er því aldrei mikilvægara en nú að fylgja fordæmi nágrannaþjóða okkar eins og Bretlands og Noregs sem hafa með markvissum hætti og auknu fjármagni aukið aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð sem skilar sér margfalt aftur í þjóðarbúið. Sérfræðiviðurkenning og stöður sérfræðinga Sálfræðingar hafa bent á mikilvægi þess að unnið sé að lagfæringu á sérfræðiviðurkenningu sálfræðinga til að tryggja fjölgun sérfræðinga sem eru lykilaðilar varðandi þjálfun og handleiðslu sálfræðinga. Sálfræðingar hafa einnig bent á mikilvægi þess að koma á stöðum sérfræðinga á stofnunum í samræmi við það sem tíðkast til dæmis meðal lækna en hvorugt hefur lítið þokast áfram með þeirri undantekningu að nokkrar stöður sérfræðinga eru nú við Landsspítala. Kandídatsár sálfræðinga Sálfræðingar hafa um árabil lagt áherslu á mikilvægi þess að kandídatsári sálfræðinga sé komið á og fjármagnað til að tryggja góða starfsþjálfun og nýliðun stéttarinnar sambærilega því sem gert er til dæmis í þjálfun lækna. Það markmið hefur enn ekki náðst og teljum við undirrituð að aðalástæða þess sé að stöðurnar hafa ekki verið fjármagnaðar af hálfu ríkisins. Tími kominn til að efna Biðlistar eru mannanna verk og eru á ábyrgð þeirra sem forgangsraða fjármunum í annað en að manna stöður sálfræðinga. Það er staðreynd að almenningur hefur haft mjög takmarkað aðgengi að þeim ríflega þúsund sálfræðingum sem eru starfandi í landinu og sálfræðimeðferð hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum hefur í áratugi verið lúxusvara sem fá geta veitt sér en mörg greiða fyrir úr tómum vasa í neyð. Kæri Sigurður Ingi hæstvirtur fjármálaráðherra, við skorum á þig að stíga skrefið til fulls í að gera sálfræðiþjónustu aðgengilega almenningi líkt og nágrannaþjóðir okkar hafa gert og óháð fjárhag. Reynsla og rannsóknir þeirra hafa sýnt að það skilar sér margfalt til baka að setja fjármagn í aukið aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð, ekki bara varðandi bætta geðheilsu heldur einnig aukinni atvinnuþátttöku, auknum möguleikum fólks að taka virkan þátt í samfélaginu, og minna álag á önnur kerfi samfélagsins svo sem velferðar-, heilbrigðis- og skólakerfi. Þetta er líklega besta fjárfesting sem þú getur ráðist í sem fulltrúi almennings í stóli fjármálaráðherra. Heimildir: https://island.is/starfsleyfaskra https://klinisk.is/felagid/ https://www.england.nhs.uk/mental-health/adults/nhs-talking-therapies/ https://www.helsedirektoratet.no/tema/lokalt-psykisk-helse-og-rusarbeid/rask-psykisk-helsehjelp Höfundar eru sérfræðingar í klínískri sálfræði og sitja í stjórn Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi þann 24. september síðastliðinn fór fram umræða um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Fyrirspurnir beindust að hæstvirtum fjármálaráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni. Við undirrituð fögnum því að skýr vilji sé fyrir hendi hjá núverandi fjármálaráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu eins og aðra heilbrigðisþjónustu enda kominn tími til. Við skorum á hæstvirtan ráðherra að fylgja málinu þétt eftir og ráðast í þessa löngu tímabæru fjárfestingu. Nóg er til af sálfræðingum Tveir háskólar á Íslandi eru með framhaldsnám í sálfræði og útskrifa nemendur sem uppfylla viðmið fyrir starfsréttindi sem sálfræðingar, auk þess sem sálfræðingar sækja ennþá menntun erlendis að einhverju marki. Rétt til að kalla sig sálfræðing á Íslandi hafa þeir sem stundað hafa að lágmarki fimm ára háskólanám sem lýkur með embættisprófi í sálfræði og hafa hlotið löggildingu samanber lög um sálfræðinga. Á Íslandi eru í dag 1059 sálfræðingar með gilt starfsleyfi frá embætti landlæknis og af þeim eru 156 sálfræðingar með sérfræðiviðurkenningu í sálfræði. Það er því ekki hægt að nota það sem rök að okkur vanti sálfræðinga, þvert á móti hafa háskólarnir af miklum metnaði séð til þess að útskrifaðir eru á hverju ári vel hæfir sálfræðingar til að takast á við aukna þörf eftir sálfræðiþjónustu í þjóðfélaginu. Auk þess höfum við stóran hóp af reyndum sálfræðingum og sérfræðingum í sálfræði til að handleiða sálfræðinema og nýútskrifaða sálfræðinga. Skortur á fjármagni er stærsta hindrun að aðgengi sálfræðiþjónustu Án niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu af hálfu ríkisins eru margir skjólstæðingar sem treysta sér ekki til að greiða fullt verð fyrir þjónustuna, ekki frekar en ef læknisþjónusta og sjúkraþjálfun væru ekki niðurgreidd. Í dag býðst sálfræðingum vissulega samningur um niðurgreiðslu sálfræðimeðferða, bæði fyrir börn og fullorðna. Sá samningur var án raunverulegrar samvinnu við sálfræðinga og þeirra forsenda sem þeir starfa við. Það sést best á því hve fáir sálfræðingar sjá sér fært að ganga að þeim samningi. Það er því brýnt að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd ríkisins, endurskoði strax samninginn við sálfræðinga í samvinnu við sálfræðinga því að öðrum kosti hamli það aðgengi einstaklinga sem þurfa á sálfræðimeðferð að halda en ekki hafa efni á að greiða fullt verð fyrir sálfræðiþjónustu. Á flestum starfsstöðvum sálfræðinga hefur raunin verið sú að stöður sálfræðinga hafa verið langt undir því sem þurft hefur til að geta veitt þá þjónustu sem eðlilegt er að veita. Til dæmis hafa stöðugildi sálfræðinga í heilsugæslu frá upphafi verið talsvert undir þeim viðmiðum sem miðað er við í nágrannalöndunum til að geta haldið uppi lágmarks sálfræðiþjónustu en miðað er við einn sálfræðing á hver 6250 börn og einn sálfræðing fyrir sama fjölda fullorðinna. Á Reykjalundi, stærstu endurhæfingarstofnun landsins eru aðeins 9 sálfræðingar starfandi, þar af tveir taugasálfræðingar. Það er því aldrei mikilvægara en nú að fylgja fordæmi nágrannaþjóða okkar eins og Bretlands og Noregs sem hafa með markvissum hætti og auknu fjármagni aukið aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð sem skilar sér margfalt aftur í þjóðarbúið. Sérfræðiviðurkenning og stöður sérfræðinga Sálfræðingar hafa bent á mikilvægi þess að unnið sé að lagfæringu á sérfræðiviðurkenningu sálfræðinga til að tryggja fjölgun sérfræðinga sem eru lykilaðilar varðandi þjálfun og handleiðslu sálfræðinga. Sálfræðingar hafa einnig bent á mikilvægi þess að koma á stöðum sérfræðinga á stofnunum í samræmi við það sem tíðkast til dæmis meðal lækna en hvorugt hefur lítið þokast áfram með þeirri undantekningu að nokkrar stöður sérfræðinga eru nú við Landsspítala. Kandídatsár sálfræðinga Sálfræðingar hafa um árabil lagt áherslu á mikilvægi þess að kandídatsári sálfræðinga sé komið á og fjármagnað til að tryggja góða starfsþjálfun og nýliðun stéttarinnar sambærilega því sem gert er til dæmis í þjálfun lækna. Það markmið hefur enn ekki náðst og teljum við undirrituð að aðalástæða þess sé að stöðurnar hafa ekki verið fjármagnaðar af hálfu ríkisins. Tími kominn til að efna Biðlistar eru mannanna verk og eru á ábyrgð þeirra sem forgangsraða fjármunum í annað en að manna stöður sálfræðinga. Það er staðreynd að almenningur hefur haft mjög takmarkað aðgengi að þeim ríflega þúsund sálfræðingum sem eru starfandi í landinu og sálfræðimeðferð hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum hefur í áratugi verið lúxusvara sem fá geta veitt sér en mörg greiða fyrir úr tómum vasa í neyð. Kæri Sigurður Ingi hæstvirtur fjármálaráðherra, við skorum á þig að stíga skrefið til fulls í að gera sálfræðiþjónustu aðgengilega almenningi líkt og nágrannaþjóðir okkar hafa gert og óháð fjárhag. Reynsla og rannsóknir þeirra hafa sýnt að það skilar sér margfalt til baka að setja fjármagn í aukið aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð, ekki bara varðandi bætta geðheilsu heldur einnig aukinni atvinnuþátttöku, auknum möguleikum fólks að taka virkan þátt í samfélaginu, og minna álag á önnur kerfi samfélagsins svo sem velferðar-, heilbrigðis- og skólakerfi. Þetta er líklega besta fjárfesting sem þú getur ráðist í sem fulltrúi almennings í stóli fjármálaráðherra. Heimildir: https://island.is/starfsleyfaskra https://klinisk.is/felagid/ https://www.england.nhs.uk/mental-health/adults/nhs-talking-therapies/ https://www.helsedirektoratet.no/tema/lokalt-psykisk-helse-og-rusarbeid/rask-psykisk-helsehjelp Höfundar eru sérfræðingar í klínískri sálfræði og sitja í stjórn Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun