Hlaut varanlegan skaða vegna myglu en fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 27. september 2024 15:58 Hús Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 hefur verið til eintómra vandræða undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl í fyrra. Í dóminum segir að konan hefði krafist þess að bótaskylda Orkuveitunnar yrði viðurkennd vegna heilsutjóns sem hún hefði orðið fyrir 2014 til 2017 sökum myglu í húsnæði Orkuveitunnar. Varð fyrir óafturkræfum skaða Í dómi Landsréttar segir að með vísan til forsendna dóms héraðsdóms væri staðfest sú niðurstaða að leggja bæri til grundvallar fyrirliggjandi matsgerð um að konan hefði orðið fyrir varanlegum heilsubresti við vinnu sína í húsnæði Orkuveitunnar vegna áhrifa frá myglu og að rétt væri að miða við að það hefði gerst áður en konan hafi, ásamt öðrum starfsmönnum sama sviðs, verið flutt til í húsnæðinu í september árið 2015 í kjölfar þess að mygla greindist þar. Yrði hvergi ráðið af gögnum málsins að mygla hefði greinst á öðrum stöðum í húsnæðinu þar sem konan hefði haft viðveru eftir það tímamark. Yrði samkvæmt því ekki unnt að fallast á þá málsástæðu að hún hefði jafnframt orðið fyrir áhrifum myglu annars staðar í húsnæðinu eftir september 2015. Væru því engin efni til að líta svo á að tilflutningur fyrrgreindra starfsmanna úr þeim hluta húsnæðisins þar sem mygla fannst í september 2015 hefði verið ófullnægjandi ráðstöfun af hálfu Orkuveitunnar miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um eðli og umfang myglunnar. Hefðu ekki þurft að bregðast við fyrr Þá hafi Landsréttur ekki fallist á þá málsástæðu konunnar að efni væru til að gera ríkari kröfur til Orkuveitunnar en leiddu af almennum reglum skaðabótaréttar um sakarmat, sönnun og sönnunarbyrði. Um þá niðurstöðu hafi rétturinn vísað til fyrirliggjandi matsgerðar dómkvaddra matsmanna um þá þekkingu sem lá fyrir um möguleg áhrif myglu á heilsu á þeim tíma sem atvik máls áttu sér stað. Fallist hafi verið á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að eins og atvikum máls væri háttað yrði Orkuveitan ekki látin bera hallann af sönnunarskorti um að mögulega hefði mátt greina tilvist myglu í húsnæðinu fyrr, eftir atvikum með öðrum eða víðtækari ráðstöfunum en gripið var til. Væri um það meðal annars horft til þess að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að nein ný sjáanleg ytri ummerki um raka eða myglu hefðu komið fram á umræddum stað í húsnæðinu í kjölfar skoðunar sem fór fram í febrúar 2013. Þá yrði ekki ráðið af gögnum málsins að á vegum Orkuveitunnar hefði ekki verið gripið til fullnægjandi aðgerða í tilefni lekavandamála sem hefðu komið upp í húsnæðinu árið 2004. Því hafi niðurstaða héraðsdóms um sýknu Orkuveitunnar staðfest. Þá segir að rétt þyki að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður milli aðila málsins. Það var einnig talið rétt í héraði. Mygla Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl í fyrra. Í dóminum segir að konan hefði krafist þess að bótaskylda Orkuveitunnar yrði viðurkennd vegna heilsutjóns sem hún hefði orðið fyrir 2014 til 2017 sökum myglu í húsnæði Orkuveitunnar. Varð fyrir óafturkræfum skaða Í dómi Landsréttar segir að með vísan til forsendna dóms héraðsdóms væri staðfest sú niðurstaða að leggja bæri til grundvallar fyrirliggjandi matsgerð um að konan hefði orðið fyrir varanlegum heilsubresti við vinnu sína í húsnæði Orkuveitunnar vegna áhrifa frá myglu og að rétt væri að miða við að það hefði gerst áður en konan hafi, ásamt öðrum starfsmönnum sama sviðs, verið flutt til í húsnæðinu í september árið 2015 í kjölfar þess að mygla greindist þar. Yrði hvergi ráðið af gögnum málsins að mygla hefði greinst á öðrum stöðum í húsnæðinu þar sem konan hefði haft viðveru eftir það tímamark. Yrði samkvæmt því ekki unnt að fallast á þá málsástæðu að hún hefði jafnframt orðið fyrir áhrifum myglu annars staðar í húsnæðinu eftir september 2015. Væru því engin efni til að líta svo á að tilflutningur fyrrgreindra starfsmanna úr þeim hluta húsnæðisins þar sem mygla fannst í september 2015 hefði verið ófullnægjandi ráðstöfun af hálfu Orkuveitunnar miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um eðli og umfang myglunnar. Hefðu ekki þurft að bregðast við fyrr Þá hafi Landsréttur ekki fallist á þá málsástæðu konunnar að efni væru til að gera ríkari kröfur til Orkuveitunnar en leiddu af almennum reglum skaðabótaréttar um sakarmat, sönnun og sönnunarbyrði. Um þá niðurstöðu hafi rétturinn vísað til fyrirliggjandi matsgerðar dómkvaddra matsmanna um þá þekkingu sem lá fyrir um möguleg áhrif myglu á heilsu á þeim tíma sem atvik máls áttu sér stað. Fallist hafi verið á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að eins og atvikum máls væri háttað yrði Orkuveitan ekki látin bera hallann af sönnunarskorti um að mögulega hefði mátt greina tilvist myglu í húsnæðinu fyrr, eftir atvikum með öðrum eða víðtækari ráðstöfunum en gripið var til. Væri um það meðal annars horft til þess að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að nein ný sjáanleg ytri ummerki um raka eða myglu hefðu komið fram á umræddum stað í húsnæðinu í kjölfar skoðunar sem fór fram í febrúar 2013. Þá yrði ekki ráðið af gögnum málsins að á vegum Orkuveitunnar hefði ekki verið gripið til fullnægjandi aðgerða í tilefni lekavandamála sem hefðu komið upp í húsnæðinu árið 2004. Því hafi niðurstaða héraðsdóms um sýknu Orkuveitunnar staðfest. Þá segir að rétt þyki að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður milli aðila málsins. Það var einnig talið rétt í héraði.
Mygla Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira