FO: Hvernig getur þú skipt sköpum fyrir konur í Súdan? Áslaug Eva Björnsdóttir skrifar 27. september 2024 10:00 Kveikju viðvörun: Athugið að greinin inniheldur lýsingar af kynferðisofbeldi. Það herja því miður stríð víða um heim. Þau fá mismikla athygli fjölmiðla og annarra sem bera okkur fréttir. Stríð eru alltaf hræðileg en hryllingurinn virðist smám saman dofna í huga okkar, þetta er allt svo langt frá okkur og ekki á fólk leggjandi að horfa upp á eymdina svo dögum, vikum og mánuðum skiptir. Ímyndaðu þér ef að á Íslandi geysaði mikil styrjöld, en enginn væri að skipta sér af því, Ísland er jú svo langt í burtu frá öllu, eyja úti í miðju hafi. Mig langar að beina athygli þinni að slíku stríði, hinu svokallaða gleymda stríði í Súdan. Fatima er 21 árs stúlka frá Súdan og er komin 4 mánuði á leið. Hún hefur ekki tölu á því hvað henni hefur verið nauðgað oft síðan átökin hófust. Fatima er kynlífsþræll í stríðinu. Hver er framtíðardraumur Fatimu? Fleiri milljónir á flótta og í þörf fyrir mannúðaraðstoð Kynferðis- og kynbundið ofbeldi er orðið að faraldri. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eiga yfir fjórar milljónir kvenna og stúlkna í Súdan í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi. Uppreisnarher RSF er þekktur fyrir gróf mannréttindabrot, þar sem skipulagðar nauðganir, mannrán og brottnám stúlkna er stundað. Í sumum tilfellum virðast þessar nauðganir eiga rót sína í kynþáttamisrétti, ekki ólíkt því sem gerðist í Darfur fyrir um 20 árum. Ástandið í Súdan er skelfilegt fyrir íbúa landsins og er svæðið talið eitt það óstöðugasta í heimi. Hvað veldur? Súdan hefur frá því það öðlaðist sjálfstæði fyrir 70 árum verið miðpunktur pólitískra og hernaðarlegra átaka. Ástandið var slæmt en hefur versnað gríðarlega frá því borgarastyrjöld braust út í apríl 2023. Átök brutust út milli SAF stjórnarhersins og RSF uppreisnarhersins, og hafa þau valdið ómældum hörmungum fyrir almenning í landinu. Yfir 17.000 manns hafa látist í átökunum og meira en helmingur þjóðarinnar, eða um 25 milljónir, þurfa nú á lífsnauðsynlegri aðstoð að halda. Matarskortur hefur náð áður óþekktum hæðum, 18 milljónir glíma við alvarlegan matarskort og fimm milljónir horfast í augu við hungursneyð. Óléttar konur og börn eru í hvað mestri hættu og er talið að um 7.000 nýjar mæður eigi á hættu að deyja á næstu mánuðum ef þær fá ekki aðgengi að mat og heilbrigðisþjónustu. Um 13 milljónir fólks hefur verið neytt til að flýja heimili sín í kjölfar átakanna, 10,7 milljónir eru flóttafólk í eigin landi og 2,1 milljón hefur flúið til nágrannaríkja. Eins og í öðrum átökum og mannúðarkrísum leggst þetta harðast á konur og börn. Að mati Sameinuðu þjóðanna þarf um helmingur súdönsku þjóðarinnar, yfir 25 milljónir manns, á mannúðaraðstoð að halda, þar af er um helmingurinn börn. Ljóst er að stríðið í Súdan er orðið að einni mestu mannúðarkrísu heims. Líf móður í Súdan Mig langar að segja ykkur frá Kawther, hún er fertug fimm barna móðir sem þurfti að flýja heimili sitt í ágúst 2023 vegna átakanna. Á flóttanum voru hún og börnin stöðvuð við eftirlitsstöð, hermenn þreifuðu á henni kynferðislega og reyndu að stela af henni armböndum sem hún bar. Þrettán ára sonur hennar reyndi að verja móður sína, byssu var beint að höfði hans og hann handtekinn fyrir upplognar sakir. Kawther fann son sinn í herbúðum RSF í slæmu ástandi. Fjölskyldan var öll höfð í haldi í 15 daga, þar sem þau urðu fyrir daglegu líkamlegu- og andlegu ofbeldi. Þeim tókst að flýja og finna skjól í flóttamannabúðum, það eru ekki öll svo heppin. Ofbeldið hefur haft djúpstæð áhrif á Kawther og son hennar. Hver er framtíðardraumur Kawther? Saga Kawter er eitt dæmi af mörgum þúsundum, sem við munum aldrei heyra af. FO herferðin FO herferð UN Women á Íslandi „Fokk Ofbeldi“ er ætlað að vekja athygli og vera ákall gegn ofbeldi gagnvart konum og minnihlutahópum. FO-herferð UN Women á Íslandi í ár styður við konur og stúlkur í Súdan sem búa við erfiðar aðstæður vegna átakanna, og er ætlað að vekja athygli á því ofbeldi sem þær þurfa að líða. Þessi stuðningur er þeim lífsnauðsynlegur. Hver einasta króna sem safnast í herferðinni í ár mun renna til verkefna UN Women í Súdan, en samtökin hafa bent á að jaðarsetning kvenna hefur aukist til muna og stór hluti stúlkna hefur ekki sótt skóla í meira en ár. Kynslóðir kvenna og stúlkna munu týnast, verða fyrir andlegu- og líkamlegu ofbeldi eða deyja vegna stríðsins. Mátturinn í samstöðunni Sem stjórnarkona UN Women á Íslandi hef ég séð hvað samstaða getur gert. FO herferðin snýst ekki bara um að safna peningum heldur snýst hún líka um samstöðu með konum í Súdan, að uppræta ofbeldi og breyta til hins betra. Ég hvet ykkur öll til að taka þátt í herferðinni með okkur. Þó við séum bara eyja úti í hafi getum við sent skýr skilaboð um að ofbeldi eigi aldrei rétt á sér. Saman getum við búið konum í Súdan og um allan heim bjartari og öruggari framtíð. Konur í Súdan eiga rétt á friði, öryggi og tækifærum til að búa sér betri framtíð. FOKK OFBELDI. Höfundur er stjórnarkona UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súdan Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Kveikju viðvörun: Athugið að greinin inniheldur lýsingar af kynferðisofbeldi. Það herja því miður stríð víða um heim. Þau fá mismikla athygli fjölmiðla og annarra sem bera okkur fréttir. Stríð eru alltaf hræðileg en hryllingurinn virðist smám saman dofna í huga okkar, þetta er allt svo langt frá okkur og ekki á fólk leggjandi að horfa upp á eymdina svo dögum, vikum og mánuðum skiptir. Ímyndaðu þér ef að á Íslandi geysaði mikil styrjöld, en enginn væri að skipta sér af því, Ísland er jú svo langt í burtu frá öllu, eyja úti í miðju hafi. Mig langar að beina athygli þinni að slíku stríði, hinu svokallaða gleymda stríði í Súdan. Fatima er 21 árs stúlka frá Súdan og er komin 4 mánuði á leið. Hún hefur ekki tölu á því hvað henni hefur verið nauðgað oft síðan átökin hófust. Fatima er kynlífsþræll í stríðinu. Hver er framtíðardraumur Fatimu? Fleiri milljónir á flótta og í þörf fyrir mannúðaraðstoð Kynferðis- og kynbundið ofbeldi er orðið að faraldri. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) eiga yfir fjórar milljónir kvenna og stúlkna í Súdan í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi. Uppreisnarher RSF er þekktur fyrir gróf mannréttindabrot, þar sem skipulagðar nauðganir, mannrán og brottnám stúlkna er stundað. Í sumum tilfellum virðast þessar nauðganir eiga rót sína í kynþáttamisrétti, ekki ólíkt því sem gerðist í Darfur fyrir um 20 árum. Ástandið í Súdan er skelfilegt fyrir íbúa landsins og er svæðið talið eitt það óstöðugasta í heimi. Hvað veldur? Súdan hefur frá því það öðlaðist sjálfstæði fyrir 70 árum verið miðpunktur pólitískra og hernaðarlegra átaka. Ástandið var slæmt en hefur versnað gríðarlega frá því borgarastyrjöld braust út í apríl 2023. Átök brutust út milli SAF stjórnarhersins og RSF uppreisnarhersins, og hafa þau valdið ómældum hörmungum fyrir almenning í landinu. Yfir 17.000 manns hafa látist í átökunum og meira en helmingur þjóðarinnar, eða um 25 milljónir, þurfa nú á lífsnauðsynlegri aðstoð að halda. Matarskortur hefur náð áður óþekktum hæðum, 18 milljónir glíma við alvarlegan matarskort og fimm milljónir horfast í augu við hungursneyð. Óléttar konur og börn eru í hvað mestri hættu og er talið að um 7.000 nýjar mæður eigi á hættu að deyja á næstu mánuðum ef þær fá ekki aðgengi að mat og heilbrigðisþjónustu. Um 13 milljónir fólks hefur verið neytt til að flýja heimili sín í kjölfar átakanna, 10,7 milljónir eru flóttafólk í eigin landi og 2,1 milljón hefur flúið til nágrannaríkja. Eins og í öðrum átökum og mannúðarkrísum leggst þetta harðast á konur og börn. Að mati Sameinuðu þjóðanna þarf um helmingur súdönsku þjóðarinnar, yfir 25 milljónir manns, á mannúðaraðstoð að halda, þar af er um helmingurinn börn. Ljóst er að stríðið í Súdan er orðið að einni mestu mannúðarkrísu heims. Líf móður í Súdan Mig langar að segja ykkur frá Kawther, hún er fertug fimm barna móðir sem þurfti að flýja heimili sitt í ágúst 2023 vegna átakanna. Á flóttanum voru hún og börnin stöðvuð við eftirlitsstöð, hermenn þreifuðu á henni kynferðislega og reyndu að stela af henni armböndum sem hún bar. Þrettán ára sonur hennar reyndi að verja móður sína, byssu var beint að höfði hans og hann handtekinn fyrir upplognar sakir. Kawther fann son sinn í herbúðum RSF í slæmu ástandi. Fjölskyldan var öll höfð í haldi í 15 daga, þar sem þau urðu fyrir daglegu líkamlegu- og andlegu ofbeldi. Þeim tókst að flýja og finna skjól í flóttamannabúðum, það eru ekki öll svo heppin. Ofbeldið hefur haft djúpstæð áhrif á Kawther og son hennar. Hver er framtíðardraumur Kawther? Saga Kawter er eitt dæmi af mörgum þúsundum, sem við munum aldrei heyra af. FO herferðin FO herferð UN Women á Íslandi „Fokk Ofbeldi“ er ætlað að vekja athygli og vera ákall gegn ofbeldi gagnvart konum og minnihlutahópum. FO-herferð UN Women á Íslandi í ár styður við konur og stúlkur í Súdan sem búa við erfiðar aðstæður vegna átakanna, og er ætlað að vekja athygli á því ofbeldi sem þær þurfa að líða. Þessi stuðningur er þeim lífsnauðsynlegur. Hver einasta króna sem safnast í herferðinni í ár mun renna til verkefna UN Women í Súdan, en samtökin hafa bent á að jaðarsetning kvenna hefur aukist til muna og stór hluti stúlkna hefur ekki sótt skóla í meira en ár. Kynslóðir kvenna og stúlkna munu týnast, verða fyrir andlegu- og líkamlegu ofbeldi eða deyja vegna stríðsins. Mátturinn í samstöðunni Sem stjórnarkona UN Women á Íslandi hef ég séð hvað samstaða getur gert. FO herferðin snýst ekki bara um að safna peningum heldur snýst hún líka um samstöðu með konum í Súdan, að uppræta ofbeldi og breyta til hins betra. Ég hvet ykkur öll til að taka þátt í herferðinni með okkur. Þó við séum bara eyja úti í hafi getum við sent skýr skilaboð um að ofbeldi eigi aldrei rétt á sér. Saman getum við búið konum í Súdan og um allan heim bjartari og öruggari framtíð. Konur í Súdan eiga rétt á friði, öryggi og tækifærum til að búa sér betri framtíð. FOKK OFBELDI. Höfundur er stjórnarkona UN Women á Íslandi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun