Lofar að svara árásum Húta af hörku Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2024 12:18 Sprengjusveitin skoðar aðstæður í Ísrael. Vísir/EPA Flugskeyti sem skotið var frá Jemen til Ísrael virkjuðu í morgun loftvarnaflautur á alþjóðlega flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael. Flugskeytunum var skotið í loft upp af Hútum, uppreisnarmönnum í Jemen sem studdir eru af írönskum yfirvöldum. Forsætisráðherra Ísrael segir að árásunum verði svarað. Á vef AP segir að ísraelsk yfirvöld hafi gefið í skyn að þau muni svara árásinni. Enginn lést í loftárásinni og engar stórar skemmdir urðu á byggingum en í ísraelskum fjölmiðlum má sjá fólk leita skjóls á flugvellinum. Í frétt AP segir að samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum hafi verið hægt að hefja hefðbundna starfsemi stuttu eftir árásina. Þar kemur einnig fram að ísraelski herinn hafi gert nokkrar tilraunir til að stöðva flugskeytið en að það virtist hafa brotnað upp í loftinu. Atvikið sé enn til skoðunar hjá hernum. Ísraelsk sprengjusveit kannar aðstæður þar sem loftskeytin eru talin hafa lent í morgun nærri bænum Kfar Daniel í Ísrael.Vísir/EPA Hútar hafa ítrekað skotið drónum og loftskeytum í átt að Ísrael frá því að átök stigmögnuðust á Gasa í október í fyrra. Ísraelska hernum hefur tekist að stöðva þau nærri öll yfir Rauðahafinu. Einn lést í árás Húta á Tel Avív í júli og tíu særðust. Ísraelar svöruðu þeirri árás með loftárás á svæði Húta í Jemen, þar á meðal á hafnarborgina Hodeidah. Svarar eins og í júlí Í frétt AP segir að Benjamín Netanyahyu hafi í viðtali eftir ríkisstjórnarfund í dag gefið í skyn að viðbrögð Ísraela nú yrðu með svipuðu móti og í júlí. „Hútarnir eiga að vita núna að við krefjumst hárrar greiðslu fyrir allar tilraunir til að meiða okkur,“ sagði hann eftir fundinn og að allir sem þyrftu á áminningu um það að halda gætu heimsótt höfnina við Hodeidah. Haft er eftir talsmanni uppreisnarsinnanna, Yahya Saree, að flugskeytinu hafi verið beint að hernaðarlegu skotmarki í Jaffa í Tel Avív. Auk þess að skjóta að Ísrael hafa Hútar ítrekað síðastliðið ár ráðist að flutningaskipum á Rauðahafinu sem þeir segja tengjast stuðningi við Ísrael. Í frétt AP segir að raunin hafi þó verið sú að flest skipin tengjast Ísrael ekki með neinum hætti. Þúsundir barna hafa ekki getað gengið í skóla frá því að stríðið hófst á Gasa.Vísir/EPA Stríðið á Gasa, sem hófst 7. Október í fyrra, hefur haft gríðarleg áhrif á löndin í kring og er töluverð spenna talin ríkja þar. Yfirvöld í Íran hafa opinberlega stutt við ýmis herskáa uppreisnarhópa á svæðinu eins og Húta, Hamas og Hezbollah en uppreisnarmenn Hezbollah hafa nánast daglega átt í bardaga við ísraelska herinn frá því að stríðið hófst. Íran og bandamenn þeirra segja að það sé gert af stuðningi við palestínsku þjóðina. Hezbollah hefur lýst því yfir að þau muni láta af árásum sínum verði tryggt vopnahlé á Gasa. Sáttamiðlarar frá Egyptalandi, Bandaríkjunum og Katar hafa í marga mánuði reynt að leita leiða til að tryggja vopnahlé án árangurs. Í viðræðunum er einnig leitað leiða til að tryggja frelsun gísla sem Hamas tóku í október í fyrra. Undirgöngin lokuð Forsætisráðherra Ísrael hefur ítrekað sagt að ekkert verði af vopnahléi nema Ísrael taki stjórn á Gasasvæðinu við landamæri Egyptalands, til frambúðar. Hann segir Hamas-liða nota landamærin til að smygla vopnum og búnaði inn á Gasa-svæðið og hafi notað til þess undirgöng. Greint var frá því fyrr í vikunni, samkvæmt frétt AP, að af þeim tugum undirganga sem hafi fundist undir landamærunum hafi níu þeirra náð til Egyptalands og að þeim hafi öllum verið lokað. Frá því að stríðið hófst í október hafa um 40 þúsund Palestínumenn, aðallega konur og börn, látið lífið í árásum Ísraela. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og eru enn á vergangi um Gasa-svæðið. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Líbanon Íran Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Á vef AP segir að ísraelsk yfirvöld hafi gefið í skyn að þau muni svara árásinni. Enginn lést í loftárásinni og engar stórar skemmdir urðu á byggingum en í ísraelskum fjölmiðlum má sjá fólk leita skjóls á flugvellinum. Í frétt AP segir að samkvæmt upplýsingum frá flugvellinum hafi verið hægt að hefja hefðbundna starfsemi stuttu eftir árásina. Þar kemur einnig fram að ísraelski herinn hafi gert nokkrar tilraunir til að stöðva flugskeytið en að það virtist hafa brotnað upp í loftinu. Atvikið sé enn til skoðunar hjá hernum. Ísraelsk sprengjusveit kannar aðstæður þar sem loftskeytin eru talin hafa lent í morgun nærri bænum Kfar Daniel í Ísrael.Vísir/EPA Hútar hafa ítrekað skotið drónum og loftskeytum í átt að Ísrael frá því að átök stigmögnuðust á Gasa í október í fyrra. Ísraelska hernum hefur tekist að stöðva þau nærri öll yfir Rauðahafinu. Einn lést í árás Húta á Tel Avív í júli og tíu særðust. Ísraelar svöruðu þeirri árás með loftárás á svæði Húta í Jemen, þar á meðal á hafnarborgina Hodeidah. Svarar eins og í júlí Í frétt AP segir að Benjamín Netanyahyu hafi í viðtali eftir ríkisstjórnarfund í dag gefið í skyn að viðbrögð Ísraela nú yrðu með svipuðu móti og í júlí. „Hútarnir eiga að vita núna að við krefjumst hárrar greiðslu fyrir allar tilraunir til að meiða okkur,“ sagði hann eftir fundinn og að allir sem þyrftu á áminningu um það að halda gætu heimsótt höfnina við Hodeidah. Haft er eftir talsmanni uppreisnarsinnanna, Yahya Saree, að flugskeytinu hafi verið beint að hernaðarlegu skotmarki í Jaffa í Tel Avív. Auk þess að skjóta að Ísrael hafa Hútar ítrekað síðastliðið ár ráðist að flutningaskipum á Rauðahafinu sem þeir segja tengjast stuðningi við Ísrael. Í frétt AP segir að raunin hafi þó verið sú að flest skipin tengjast Ísrael ekki með neinum hætti. Þúsundir barna hafa ekki getað gengið í skóla frá því að stríðið hófst á Gasa.Vísir/EPA Stríðið á Gasa, sem hófst 7. Október í fyrra, hefur haft gríðarleg áhrif á löndin í kring og er töluverð spenna talin ríkja þar. Yfirvöld í Íran hafa opinberlega stutt við ýmis herskáa uppreisnarhópa á svæðinu eins og Húta, Hamas og Hezbollah en uppreisnarmenn Hezbollah hafa nánast daglega átt í bardaga við ísraelska herinn frá því að stríðið hófst. Íran og bandamenn þeirra segja að það sé gert af stuðningi við palestínsku þjóðina. Hezbollah hefur lýst því yfir að þau muni láta af árásum sínum verði tryggt vopnahlé á Gasa. Sáttamiðlarar frá Egyptalandi, Bandaríkjunum og Katar hafa í marga mánuði reynt að leita leiða til að tryggja vopnahlé án árangurs. Í viðræðunum er einnig leitað leiða til að tryggja frelsun gísla sem Hamas tóku í október í fyrra. Undirgöngin lokuð Forsætisráðherra Ísrael hefur ítrekað sagt að ekkert verði af vopnahléi nema Ísrael taki stjórn á Gasasvæðinu við landamæri Egyptalands, til frambúðar. Hann segir Hamas-liða nota landamærin til að smygla vopnum og búnaði inn á Gasa-svæðið og hafi notað til þess undirgöng. Greint var frá því fyrr í vikunni, samkvæmt frétt AP, að af þeim tugum undirganga sem hafi fundist undir landamærunum hafi níu þeirra náð til Egyptalands og að þeim hafi öllum verið lokað. Frá því að stríðið hófst í október hafa um 40 þúsund Palestínumenn, aðallega konur og börn, látið lífið í árásum Ísraela. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín og eru enn á vergangi um Gasa-svæðið.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Líbanon Íran Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira