Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2024 10:03 Veður setur reglulega strik í reikninginn hjá flugfarþegum. Avilabs Fulltrúar flugfélaganna United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal þeirra sem komin eru saman til fundar í Hörpu til að ræða hvernig bæta megi upplifun farþega við röskun á flugi. Það er íslenska fyrirtækið AviLabs sem stendur fyrir ráðstefnunni Grounded in Iceland sem er sögð fyrsta og eina ráðstefna sinnar tegundar á heimsvísu. 11. AviLabs hefur frá árinu 2019 unnið að lausnum til að veita flugfélögum heildarinnsýn og leiðir til þess að leysa úr ferðarofi farþega. Í samantekt AviLabs segir að um 33 milljónir flugfarþega hafi orðið fyrir röskun af einhverju tagi í hverjum mánuði á þessu ári. Eingöngu í ágúst hafi um 17 þúsund flugfarþegar á Íslandi verið í sömu sporum. Flugi þeirra hafi verið seinkað, aflýst eða raskast með öðrum hætti. Til mikils að vinna „Auk neikvæðs orðspors, slæmrar upplifunar farþega og gífurlegrar vinnu við að koma flugáætlunum aftur í samt far, kosta slíkar raskanir flugfélög um 4-8% af heildartekjum. Það samsvarar um 60 milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu árlega,“ segir í tilkynningu frá AviLabs. „Það er til mikils að vinna fyrir flugfélög að bæta upplifun farþega þegar flug raskast. Við hér á Íslandi erum þessu ekki ókunnug, en náttúruhamfarir og veðurfar setja strik í reikninginn við að halda flugi á áætlun,“ segir Sveinn Akerlie, framkvæmdastjóri AviLabs. „Grounded in Iceland er vettvangur fyrir leiðtoga og sérfræðinga til að kynna og ræða umfang og áhrif flugraskana og hvaða úrræðum má beita til þess að lágmarka kostnað, draga úr neikvæðum áhrifum á rekstur en ekki síst bæta upplifun farþega.“ Stór flugfélög mætt til fundar Um 10% flugfélaga í heiminum taka þátt í ráðstefnunni og samanlagt flytja félögin um 20% allra farþega á heimsvísu. Fulltrúar United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal gesta. Ráðstefnan fer fram í dag og á morgun. „Öryggismál og stjórnun ferðarofs eru þeir málaflokkar þar sem flugfélög leitast eftir samstarfi frekar en samkeppni, til þess að þróa betri lausnir fyrir geirann allan,“ segir Jay Fulmer, stjórnandi stefnumótunar og nýsköpunar hjá United Airlines. „Grounded in Iceland verður spennandi vettvangur samtals og skoðanaskipta, en ekki síður tækifæri til þess að upplifa Ísland og kynnast arfleifð Íslendinga í flugi.“ Fréttir af flugi Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Sjá meira
Það er íslenska fyrirtækið AviLabs sem stendur fyrir ráðstefnunni Grounded in Iceland sem er sögð fyrsta og eina ráðstefna sinnar tegundar á heimsvísu. 11. AviLabs hefur frá árinu 2019 unnið að lausnum til að veita flugfélögum heildarinnsýn og leiðir til þess að leysa úr ferðarofi farþega. Í samantekt AviLabs segir að um 33 milljónir flugfarþega hafi orðið fyrir röskun af einhverju tagi í hverjum mánuði á þessu ári. Eingöngu í ágúst hafi um 17 þúsund flugfarþegar á Íslandi verið í sömu sporum. Flugi þeirra hafi verið seinkað, aflýst eða raskast með öðrum hætti. Til mikils að vinna „Auk neikvæðs orðspors, slæmrar upplifunar farþega og gífurlegrar vinnu við að koma flugáætlunum aftur í samt far, kosta slíkar raskanir flugfélög um 4-8% af heildartekjum. Það samsvarar um 60 milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu árlega,“ segir í tilkynningu frá AviLabs. „Það er til mikils að vinna fyrir flugfélög að bæta upplifun farþega þegar flug raskast. Við hér á Íslandi erum þessu ekki ókunnug, en náttúruhamfarir og veðurfar setja strik í reikninginn við að halda flugi á áætlun,“ segir Sveinn Akerlie, framkvæmdastjóri AviLabs. „Grounded in Iceland er vettvangur fyrir leiðtoga og sérfræðinga til að kynna og ræða umfang og áhrif flugraskana og hvaða úrræðum má beita til þess að lágmarka kostnað, draga úr neikvæðum áhrifum á rekstur en ekki síst bæta upplifun farþega.“ Stór flugfélög mætt til fundar Um 10% flugfélaga í heiminum taka þátt í ráðstefnunni og samanlagt flytja félögin um 20% allra farþega á heimsvísu. Fulltrúar United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal gesta. Ráðstefnan fer fram í dag og á morgun. „Öryggismál og stjórnun ferðarofs eru þeir málaflokkar þar sem flugfélög leitast eftir samstarfi frekar en samkeppni, til þess að þróa betri lausnir fyrir geirann allan,“ segir Jay Fulmer, stjórnandi stefnumótunar og nýsköpunar hjá United Airlines. „Grounded in Iceland verður spennandi vettvangur samtals og skoðanaskipta, en ekki síður tækifæri til þess að upplifa Ísland og kynnast arfleifð Íslendinga í flugi.“
Fréttir af flugi Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Sjá meira