Vildi skutla farþega heim á undan blóðugum manni Jón Þór Stefánsson skrifar 9. september 2024 13:53 Fólkið var á göngu niður Hofsvallagötuna nærri Landakotsskóla þegar þau urðu vör við Örn Geirdal úti á götu. vísir/vilhelm Skólafélagar á þrítugsaldri, karlmaður og kona, sem voru að labba heim úr bekkjarpartýi aðfaranótt 20. janúar síðastliðinn segjast hafa ætlað að hjálpa manni sem var úti á miðri götu. Sá hafi hins vegar endað á stinga karlmanninn sem hlaut lífshættulega áverka. Fólkið náði að stoppa leigubílstjóra á vakt sem vildi þó skutla farþega á Seltjarnarnes áður en hann færi með blóðugan karlmann á sjúkrahús. Þetta kom fram í framburði skólafélaganna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Örn Geirdal Sigurðsson er ákærður fyrir að stinga karlmann á þrítugsaldri tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist undir læknishendur. Örn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn um nóttina 20. janúar eftir að lögreglu var tilkynnt um árásina. Hættulegt að vera úti á miðri götu Skólafélagarnir voru á sama máli um að þau hefðu ekki verið með nein vopn á sér. Þau voru ósammála framburði Arnar sem gaf til kynna að þau hefðu ráðist á hann. „Við vorum að labba heim, vorum hjá Landakotsspítala, þegar við sáum mann sem var labbandi á miðri götu og ákváðum að athuga hvort það væri í lagi með hann,“ sagði konan fyrir dómi í dag. „Við fórum að honum og spurðum hvort það væri í lagi með hann, og segjum honum að það sé hættulegt að vera á miðri götu. Hann var mjög óskýr.“ „Varstu að reyna að kýla mig?“ Konunni sagðist hafa byrjað að líða óþægilega og farið aftur á gangstéttina en mennirnir verið eftir á götunni. „Ég ákvað að spyrja hann í síðasta skipti hvort það væri í lagi með hann,“ segir maðurinn sem segir að Örn hafi þá lamið hann í öxlina. Sjálfur segist hann ekki hafa tekið eftir því að hann hafi í rauninni verið stunginn, og hann hafi spurt: „Varstu að reyna að kýla mig?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Arnar, spurði hann sérstaklega út í þau ummæli, en hann sagðist skilja þau þannig að Örn hefði ekki hitt hann. Maðurinn sagði hann hafa talið að Örn væri að miða á höfuðið á honum en hitt í öxlina, þess vegna hafi hann spurt. Þá sagðist hann vera með sár sem sýndu fram á það að Örn hafi sannarlega hitt hann. Elti hann brosandi Maðurinn sagðist ekki hafa viljað slást við Örn og verið að bakka undan honum. „Hann elti mig og var alltaf brosandi. Þegar ég hreyfði mig hreyfði hann sig. Hann sagðist hafa upplifað sig innikróaðan og séð fram á að hann myndi ekki komast undan Erni nema með því að fara fram hjá honum. Hann hafi því ákveðið að slá til hans, en í sömu andrá hafi Örn slegið hann í síðuna. Manninum hafi þó tekist að hlaupa á brott ásamt konunni. Í fyrstu hafi Örn elt þau, en hann hafi fallið þegar hann hljóp yfir snjó. Þegar þau námu staðar, við Hringbraut, hafi maðurinn séð fiður koma úr úlpunni sinni. Fram að því sagðist hann hafa verið ómeðvitaður um að hann hafi verið stunginn, en um leið og hann sá fiðrið hafi hann fattað það. Skömmu síðar hafi hann verið alblóðugur. Leigubíll með farþega stoppaði Konan sagði að um leið og þau föttuðu að hann væri með stungusár hafi þau hringt á neyðarlínuna. Maðurinn útskýrði að þau séð lögreglubíl með blikkandi ljós aka fram hjá þeim og þau reynt að stöðva hann, en án árangurs. En skömmu síðar hafi leigubíll keyrt fram hjá og þau stöðvað hann. Í leigubílnum var þó farþegi fyrir og leigubílstjórinn vildi byrja á að skutla honum á hans áfangastað sem var á Seltjarnarnesi. „Við reyndum að útskýra fyrir honum að ég væri í lífshættulegu ástandi. Þetta var fáránleg staða,“ sagði maðurinn. „Mér fannst þetta svo óraunverulegt. Mér leið eins og þetta væri eitthvað sem kæmi ekki fyrir á Íslandi. Hann var hvítur í framan og þá áttaði ég mig á því að þetta væri mjög alvarlegt,“ sagði konan. Þau hafi á endanum farið úr leigubílnum á Seltjarnarnesi og beðið þar eftir sjúkrabíl. „Ég hef aldrei verið stunginn áður. Nú veit ég að það hefði verið betra að bíða eftir sjúkrabílnum. Eftir þessa reynslu átta ég mig á því,“ segir hann. Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Dómsmál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þetta kom fram í framburði skólafélaganna í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Örn Geirdal Sigurðsson er ákærður fyrir að stinga karlmann á þrítugsaldri tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist undir læknishendur. Örn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn um nóttina 20. janúar eftir að lögreglu var tilkynnt um árásina. Hættulegt að vera úti á miðri götu Skólafélagarnir voru á sama máli um að þau hefðu ekki verið með nein vopn á sér. Þau voru ósammála framburði Arnar sem gaf til kynna að þau hefðu ráðist á hann. „Við vorum að labba heim, vorum hjá Landakotsspítala, þegar við sáum mann sem var labbandi á miðri götu og ákváðum að athuga hvort það væri í lagi með hann,“ sagði konan fyrir dómi í dag. „Við fórum að honum og spurðum hvort það væri í lagi með hann, og segjum honum að það sé hættulegt að vera á miðri götu. Hann var mjög óskýr.“ „Varstu að reyna að kýla mig?“ Konunni sagðist hafa byrjað að líða óþægilega og farið aftur á gangstéttina en mennirnir verið eftir á götunni. „Ég ákvað að spyrja hann í síðasta skipti hvort það væri í lagi með hann,“ segir maðurinn sem segir að Örn hafi þá lamið hann í öxlina. Sjálfur segist hann ekki hafa tekið eftir því að hann hafi í rauninni verið stunginn, og hann hafi spurt: „Varstu að reyna að kýla mig?“ Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Arnar, spurði hann sérstaklega út í þau ummæli, en hann sagðist skilja þau þannig að Örn hefði ekki hitt hann. Maðurinn sagði hann hafa talið að Örn væri að miða á höfuðið á honum en hitt í öxlina, þess vegna hafi hann spurt. Þá sagðist hann vera með sár sem sýndu fram á það að Örn hafi sannarlega hitt hann. Elti hann brosandi Maðurinn sagðist ekki hafa viljað slást við Örn og verið að bakka undan honum. „Hann elti mig og var alltaf brosandi. Þegar ég hreyfði mig hreyfði hann sig. Hann sagðist hafa upplifað sig innikróaðan og séð fram á að hann myndi ekki komast undan Erni nema með því að fara fram hjá honum. Hann hafi því ákveðið að slá til hans, en í sömu andrá hafi Örn slegið hann í síðuna. Manninum hafi þó tekist að hlaupa á brott ásamt konunni. Í fyrstu hafi Örn elt þau, en hann hafi fallið þegar hann hljóp yfir snjó. Þegar þau námu staðar, við Hringbraut, hafi maðurinn séð fiður koma úr úlpunni sinni. Fram að því sagðist hann hafa verið ómeðvitaður um að hann hafi verið stunginn, en um leið og hann sá fiðrið hafi hann fattað það. Skömmu síðar hafi hann verið alblóðugur. Leigubíll með farþega stoppaði Konan sagði að um leið og þau föttuðu að hann væri með stungusár hafi þau hringt á neyðarlínuna. Maðurinn útskýrði að þau séð lögreglubíl með blikkandi ljós aka fram hjá þeim og þau reynt að stöðva hann, en án árangurs. En skömmu síðar hafi leigubíll keyrt fram hjá og þau stöðvað hann. Í leigubílnum var þó farþegi fyrir og leigubílstjórinn vildi byrja á að skutla honum á hans áfangastað sem var á Seltjarnarnesi. „Við reyndum að útskýra fyrir honum að ég væri í lífshættulegu ástandi. Þetta var fáránleg staða,“ sagði maðurinn. „Mér fannst þetta svo óraunverulegt. Mér leið eins og þetta væri eitthvað sem kæmi ekki fyrir á Íslandi. Hann var hvítur í framan og þá áttaði ég mig á því að þetta væri mjög alvarlegt,“ sagði konan. Þau hafi á endanum farið úr leigubílnum á Seltjarnarnesi og beðið þar eftir sjúkrabíl. „Ég hef aldrei verið stunginn áður. Nú veit ég að það hefði verið betra að bíða eftir sjúkrabílnum. Eftir þessa reynslu átta ég mig á því,“ segir hann.
Hnífaárás við Hofsvallagötu Reykjavík Dómsmál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira