„Það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 17:09 Drífa Snædal vandar Play ekki kveðjurnar í Facebook-færslu og segir auglýsingaherferð flugfélagsins dæmi um hluttekningu. Tiktok/Vísir/Vilhelm Drífa Snædal gagnrýnir flugfélagið Play harðlega fyrir nýja auglýsingaherferð. Hún segir konur niðurlægðar í auglýsingum fyrirtækisins. Herferðin hefur verið á milli tannanna á fólki síðastliðinn sólarhring vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Sjá einnig: Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Margir hafa gagnrýnt auglýsingarnar á meðan aðrir kunna vel að meta þær. Meðal gagnrýnenda er Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem sagði herferðina taktlausa og neikvæða fyrir vörumerki Play. Hún sagðist upplifa vantraust og ófagmannlegheit við að horfa á hana frekar en að vilja fljúga með flugfélaginu. Konur smættaðar niður í líkama Nú hefur Drífa Snædal, sem er talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, bæst í hóp gagnrýnenda og vandar hún flugfélaginu ekki kveðjurnar í færslu á Facebook. Herferðin sé nýjasta dæmið um hlutgervingu kvenna í auglýsingum þar sem þær eru afmennskaðar. „Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt,“ skrifar Drífa. „Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ skrifar hún einnig. „Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“ spyr hún. Halli ekki á neitt kyn Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi. Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá,“ sagði Nadine þegar hún var spurð hvort herferðin innihaldi kvenfyrirlitningu og hluttekningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var snert á ásökunum Drífu um að félagið brjóti reglur vinnumarkaðsins með því að greiða starfsfólki sínu of lág laun. Málið rekur sig aftur til 2021 þegar Play var stofnað og ASÍ sakaði félagið um að greiða starfsfólki sínu lægri laun en sem nam grunnatvinnuleysisbótum. Play hefur alfarið hafnað þeim ásökunum og hvatt sambandið til að rökstyðja ásakanirnar. Play Jafnréttismál Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Herferðin hefur verið á milli tannanna á fólki síðastliðinn sólarhring vegna þess að í þeim birtast stór skoppandi kvenmannsbrjóst og stinnur karlmannskroppur. Sjá einnig: Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Margir hafa gagnrýnt auglýsingarnar á meðan aðrir kunna vel að meta þær. Meðal gagnrýnenda er Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, sem sagði herferðina taktlausa og neikvæða fyrir vörumerki Play. Hún sagðist upplifa vantraust og ófagmannlegheit við að horfa á hana frekar en að vilja fljúga með flugfélaginu. Konur smættaðar niður í líkama Nú hefur Drífa Snædal, sem er talskona Stígamóta og fyrrverandi forseti ASÍ, bæst í hóp gagnrýnenda og vandar hún flugfélaginu ekki kveðjurnar í færslu á Facebook. Herferðin sé nýjasta dæmið um hlutgervingu kvenna í auglýsingum þar sem þær eru afmennskaðar. „Í framtíðinni verður auglýsingaherferð Play væntanlega notuð sem dæmi um hlutgervingu kvenna eins og svo margar slíkar herferðir á árum áður. Konur smættaðar niður í líkama, án höfuðs, sýnt á kynferðislegan hátt,“ skrifar Drífa. „Hlutgerving er afmennskun, afmennskun er niðurlæging og niðurlæging er upptaktur að ofbeldi. Afmennskun kvenna ógnar öryggi þeirra. Og nei, það skánar ekki við að búa til eins auglýsingu með karllíkama líka!“ skrifar hún einnig. „Er Play að reyna að slá met í jafnréttisbakslagi?“ spyr hún. Halli ekki á neitt kyn Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play, segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi. Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá,“ sagði Nadine þegar hún var spurð hvort herferðin innihaldi kvenfyrirlitningu og hluttekningu. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var snert á ásökunum Drífu um að félagið brjóti reglur vinnumarkaðsins með því að greiða starfsfólki sínu of lág laun. Málið rekur sig aftur til 2021 þegar Play var stofnað og ASÍ sakaði félagið um að greiða starfsfólki sínu lægri laun en sem nam grunnatvinnuleysisbótum. Play hefur alfarið hafnað þeim ásökunum og hvatt sambandið til að rökstyðja ásakanirnar.
Play Jafnréttismál Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira