Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Árni Sæberg skrifar 6. september 2024 12:31 Margrét Stefánsdóttir og Silja Björk Björnsdóttir. Pipar/TBWA Pipar\TBWA auglýsingastofa hefur ráðið Margréti Stefánsdóttur almannatengil og Silju Björk Björnsdóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum í samskipta- og almannatengslateymi stofunnar, sem Lára Zulima Ómarsdóttir leiðir. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samskipti fyrirtækja og almannatengsl séu mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækja og markmið Pipars\TBWA sé að vera meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Pipar\TBWA hafi því að undanförnu styrkt alla þætti þjónustunnar, meðal annars með ráðningu Unu Baldvinsdóttur í stöðu umsjónarhönnuðar (art director) en hún hafi komið frá Hér&Nú, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttir, hugmynda- og textasmiðs og Gunnar Ólafsson, grafískan hönnuð. Margrét og Silja Björk muni koma til með að styrkja stofuna enn frekar viðskiptavinum í hag. Áralöng reynsla af fjölmiðlum og almannatengslum Margrét hafi víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum. Hún hafi á árum áður starfað á Stöð 2 og Bylgjunni. Hún hafi haft umsjón með sjónvarpsþáttum sem sýndir voru hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjölluðu um heilsu og hamingju kvenna á Íslandi, sem síðar hafi verið tilnefndir til Edduverðlauna. Margrét hafi um árabil verið upplýsingafulltrúi Símans og markaðsstjóri Bláa Lónsins og einnig starfað um nokkurt skeið sem almannatengill hjá GSP World Wide Partners. Hún hafi haft umsjón með erlendum og innlendum fjölmiðlasamskiptum ráðstefnunnar Arctic Circle þegar ráðstefnan var fyrst haldin hér á landi í Hörpu. Margrét hafi einnig haldið utan um verkefnið Strákar og hjúkrun fyrir Landspítalann, HÍ og HA. Þá hafi hún starfað við markaðs-, kynningar- og vefmál á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og sjálfstætt. Síðustu misserin hafi Margrét staðið að þróun og framleiðslu á eigin hugmynd í samstarfi við fyrirtækið Plastplan að vöru sem heitir Stafrói. Hún sé einnig annar stjórnenda hlaðvarpsins Ekkert rusl. Margrét sé með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplóma í blaðamennsku frá Háskóla Íslands og hafi sótt námskeið í London Business School um markaðs- og kynningarmál. Lifir og hrærist á samfélagsmiðlum Silja Björk hafi undanfarin ár starfað sjálfstætt sem rit- og textahöfundur og séð um samfélagsmiðla fyrir ýmis fyrirtæki og verkefni, meðal annars hjá útgáfufélaginu Birtingi, staðið að skipulagningu Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar og sem rekstrarstjóri kaffihússins BARR í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar áður hafi Silja Björk starfað lengst af sem þjálfari og höfundur fræðsluefnis hjá Te & Kaffi og þar áður sem markaðsfulltrúi hjá Sagafilm. Silja Björk sé með BA í kvikmyndafræði og ritlist frá Háskóla Íslands og hafi komið víða við á sínum ferli utan atvinnulífsins, meðal annars sem talskona fyrir geðheilbrigði, femínisma og jákvæða líkamsmynd. Silja Björk hafi skrifað og gefið út tvær bækur um geðheilsu; Vatnið, gríman og geltið annars vegar og Lífsbiblían hins vegar. Hún hafi einnig haldið úti vinsæla feminíska hlaðvarpinu Kona er nefnd, ásamt því að lifa og hrærast á samfélagsmiðlum. Almannatengsl sífellt mikilvægari Með ráðningunni styrki Pipar\TBWA enn frekar þá þjónustu sem stofan býður upp á á sviði samskipta og almannatengsla. Pipar\TBWA vilji veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu jafnt á sviði markaðsmála og orðsporsstjórnun fyrirtækja og þar skipti almannatengsl og samskipti sífellt meira máli. Tengsl og samskipti við almenning sem eru faglega unnin byggi á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfi að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningarefni þurfi að haldast í hendur og segja sömu sögu. Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samskipti fyrirtækja og almannatengsl séu mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækja og markmið Pipars\TBWA sé að vera meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Pipar\TBWA hafi því að undanförnu styrkt alla þætti þjónustunnar, meðal annars með ráðningu Unu Baldvinsdóttur í stöðu umsjónarhönnuðar (art director) en hún hafi komið frá Hér&Nú, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttir, hugmynda- og textasmiðs og Gunnar Ólafsson, grafískan hönnuð. Margrét og Silja Björk muni koma til með að styrkja stofuna enn frekar viðskiptavinum í hag. Áralöng reynsla af fjölmiðlum og almannatengslum Margrét hafi víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum. Hún hafi á árum áður starfað á Stöð 2 og Bylgjunni. Hún hafi haft umsjón með sjónvarpsþáttum sem sýndir voru hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjölluðu um heilsu og hamingju kvenna á Íslandi, sem síðar hafi verið tilnefndir til Edduverðlauna. Margrét hafi um árabil verið upplýsingafulltrúi Símans og markaðsstjóri Bláa Lónsins og einnig starfað um nokkurt skeið sem almannatengill hjá GSP World Wide Partners. Hún hafi haft umsjón með erlendum og innlendum fjölmiðlasamskiptum ráðstefnunnar Arctic Circle þegar ráðstefnan var fyrst haldin hér á landi í Hörpu. Margrét hafi einnig haldið utan um verkefnið Strákar og hjúkrun fyrir Landspítalann, HÍ og HA. Þá hafi hún starfað við markaðs-, kynningar- og vefmál á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og sjálfstætt. Síðustu misserin hafi Margrét staðið að þróun og framleiðslu á eigin hugmynd í samstarfi við fyrirtækið Plastplan að vöru sem heitir Stafrói. Hún sé einnig annar stjórnenda hlaðvarpsins Ekkert rusl. Margrét sé með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplóma í blaðamennsku frá Háskóla Íslands og hafi sótt námskeið í London Business School um markaðs- og kynningarmál. Lifir og hrærist á samfélagsmiðlum Silja Björk hafi undanfarin ár starfað sjálfstætt sem rit- og textahöfundur og séð um samfélagsmiðla fyrir ýmis fyrirtæki og verkefni, meðal annars hjá útgáfufélaginu Birtingi, staðið að skipulagningu Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar og sem rekstrarstjóri kaffihússins BARR í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar áður hafi Silja Björk starfað lengst af sem þjálfari og höfundur fræðsluefnis hjá Te & Kaffi og þar áður sem markaðsfulltrúi hjá Sagafilm. Silja Björk sé með BA í kvikmyndafræði og ritlist frá Háskóla Íslands og hafi komið víða við á sínum ferli utan atvinnulífsins, meðal annars sem talskona fyrir geðheilbrigði, femínisma og jákvæða líkamsmynd. Silja Björk hafi skrifað og gefið út tvær bækur um geðheilsu; Vatnið, gríman og geltið annars vegar og Lífsbiblían hins vegar. Hún hafi einnig haldið úti vinsæla feminíska hlaðvarpinu Kona er nefnd, ásamt því að lifa og hrærast á samfélagsmiðlum. Almannatengsl sífellt mikilvægari Með ráðningunni styrki Pipar\TBWA enn frekar þá þjónustu sem stofan býður upp á á sviði samskipta og almannatengsla. Pipar\TBWA vilji veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu jafnt á sviði markaðsmála og orðsporsstjórnun fyrirtækja og þar skipti almannatengsl og samskipti sífellt meira máli. Tengsl og samskipti við almenning sem eru faglega unnin byggi á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfi að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningarefni þurfi að haldast í hendur og segja sömu sögu.
Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Treystu ekki Kaupþingi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Sjá meira