Stefnumótun í málefnum innflytjenda: Samfélag okkar allra Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 6. september 2024 13:01 Innflytjendur og allt sem snertir málaflokkinn skipta samfélagið okkar gífurlegu máli. Stéttaskipting og ójöfnuður eykst stöðugt um allan heim og það þarf ekki að koma neinum á óvart að þar hallar í langflestum tilvikum á innflytjendur, líka á Íslandi. Ég legg ríka áherslu á að við vinnum gegn þessum samfélagsmeinum, ekki síst þegar kemur að börnunum okkar. Þar sitja ekki öll við sama borð. Börn innflytjenda hafa ekki öll sömu tækifæri og börn innfæddra. Það er staða sem við verðum að breyta. Úttekt OECD Yfirgripsmikil og vönduð úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um innflytjendur á Íslandi var kynnt í vikunni. Sem ráðherra innflytjenda taldi ég mikilvægt að fá stofnunina til að framkvæma heildrænt stöðumat, en þetta hefur aldrei verið gert áður hér á landi. Samstarfið við OECD hefur verið mikilvægur hluti af vinnu ráðuneytis míns við mótun fyrstu heildstæðu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda sem ég setti af stað fyrr á kjörtímabilinu. Íslenskan ryður burt hindrunum OECD bendir á að innflytjendur á Íslandi séu tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum og um 80% innflytjenda komi frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Stór hluti þeirra ætlar sér að vera á Íslandi til frambúðar og atvinnuþátttaka innflytjenda er mjög há í alþjóðlegum samanburði, en færni þeirra nýtist ekki nógu vel. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinnur störf sem krefjist minni hæfni en þeir búi yfir. Í úttektinni er bent á að íslenska sé lykilatriði til að skapa fólki tækifæri og gera því kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Íslenskukunnátta getur brotið niður margar þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu er raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum. Á sama tíma eru útgjöld til tungumálakennslu fyrir fullorðna sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum. Hér þurfum við að gera betur. Aðgerðir sem skila árangri Þegar hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða og mikil vinna að baki sem tengist innflytjendum á Íslandi og mótun fyrstu heildstæðu stefnunnar í málaflokknum. Menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2024–2026 sem samþykkt var á Alþingi í vor og inniheldur m.a. aðgerðir sem snúa að íslenskukennslu fyrir innflytjendur og ráðuneyti mitt ber ábyrgð á. Farið var í samstarf um þróun smáforritsins Bara tala sem stórbætir aðgengi að einstaklingsmiðuðu og sveigjanlegu starfstengdu íslenskunámi með áherslu á erlent starfsfólk sem vinnur á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þá er RÚV Orð nýr vefur fyrir sjálfsnám í íslensku með notkun sjónvarpsefnis RÚV. Auknu fjármagni hefur verið veitt til Þróunarsjóðs innflytjendamála og innflytjendur hvattir til að sækja þar um. Þróunarverkefninu Menntun, móttaka, menning (MEMM) um þjónustu vegna barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er ætlað að þróa og tryggja skólum öflug námsgögn, verkfæri og ráðgjöf. Auk þess hefur fjármagn verið tryggt í fjármálaáætlun til málefna innflytjenda og fer það m.a. í aðgerðir sem miða að inngildandi samfélagi, bæði fyrir börn í skólum og fullorðna. Samfélag okkar allra Í haust mun ég leggja fram á Alþingi þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda til næstu 15 ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára með margvíslegum aðgerðum sem mæta mörgum þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í málaflokknum. Mikil vinna hefur verið lögð í stefnumótunina og samráðsfundir verið haldnir víða um landið með sérstakri áherslu á að heyra raddir innflytjenda. Málefni innflytjenda eru málefni okkar allra og það er á okkar ábyrgð okkar allra, en ekki síst stjórnvalda, að búa til eitt, samheldið samfélag. Við getum nú, í fyrsta sinn, stuðst við yfirgripsmiklar og traustar leiðbeiningar um skrefin sem skal taka. Og þau eru öll í rétta átt. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Vinstri græn Íslensk tunga Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Innflytjendur og allt sem snertir málaflokkinn skipta samfélagið okkar gífurlegu máli. Stéttaskipting og ójöfnuður eykst stöðugt um allan heim og það þarf ekki að koma neinum á óvart að þar hallar í langflestum tilvikum á innflytjendur, líka á Íslandi. Ég legg ríka áherslu á að við vinnum gegn þessum samfélagsmeinum, ekki síst þegar kemur að börnunum okkar. Þar sitja ekki öll við sama borð. Börn innflytjenda hafa ekki öll sömu tækifæri og börn innfæddra. Það er staða sem við verðum að breyta. Úttekt OECD Yfirgripsmikil og vönduð úttekt Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um innflytjendur á Íslandi var kynnt í vikunni. Sem ráðherra innflytjenda taldi ég mikilvægt að fá stofnunina til að framkvæma heildrænt stöðumat, en þetta hefur aldrei verið gert áður hér á landi. Samstarfið við OECD hefur verið mikilvægur hluti af vinnu ráðuneytis míns við mótun fyrstu heildstæðu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda sem ég setti af stað fyrr á kjörtímabilinu. Íslenskan ryður burt hindrunum OECD bendir á að innflytjendur á Íslandi séu tiltölulega einsleitur hópur í samanburði við stöðuna í öðrum löndum og um 80% innflytjenda komi frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Stór hluti þeirra ætlar sér að vera á Íslandi til frambúðar og atvinnuþátttaka innflytjenda er mjög há í alþjóðlegum samanburði, en færni þeirra nýtist ekki nógu vel. Meira en þriðjungur hámenntaðra innflytjenda á Íslandi vinnur störf sem krefjist minni hæfni en þeir búi yfir. Í úttektinni er bent á að íslenska sé lykilatriði til að skapa fólki tækifæri og gera því kleift að ná rótfestu í samfélaginu. Íslenskukunnátta getur brotið niður margar þær hindranir sem innflytjendur standa frammi fyrir. Hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu er raunar lægst hér á landi á meðal svarenda í OECD-ríkjum. Á sama tíma eru útgjöld til tungumálakennslu fyrir fullorðna sömuleiðis talsvert lægri en í samanburðarríkjum. Hér þurfum við að gera betur. Aðgerðir sem skila árangri Þegar hefur verið gripið til margvíslegra aðgerða og mikil vinna að baki sem tengist innflytjendum á Íslandi og mótun fyrstu heildstæðu stefnunnar í málaflokknum. Menningar- og viðskiptaráðherra lagði fram aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2024–2026 sem samþykkt var á Alþingi í vor og inniheldur m.a. aðgerðir sem snúa að íslenskukennslu fyrir innflytjendur og ráðuneyti mitt ber ábyrgð á. Farið var í samstarf um þróun smáforritsins Bara tala sem stórbætir aðgengi að einstaklingsmiðuðu og sveigjanlegu starfstengdu íslenskunámi með áherslu á erlent starfsfólk sem vinnur á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Þá er RÚV Orð nýr vefur fyrir sjálfsnám í íslensku með notkun sjónvarpsefnis RÚV. Auknu fjármagni hefur verið veitt til Þróunarsjóðs innflytjendamála og innflytjendur hvattir til að sækja þar um. Þróunarverkefninu Menntun, móttaka, menning (MEMM) um þjónustu vegna barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn er ætlað að þróa og tryggja skólum öflug námsgögn, verkfæri og ráðgjöf. Auk þess hefur fjármagn verið tryggt í fjármálaáætlun til málefna innflytjenda og fer það m.a. í aðgerðir sem miða að inngildandi samfélagi, bæði fyrir börn í skólum og fullorðna. Samfélag okkar allra Í haust mun ég leggja fram á Alþingi þingsályktun um stefnu í málefnum innflytjenda til næstu 15 ára og framkvæmdaáætlun til fjögurra ára með margvíslegum aðgerðum sem mæta mörgum þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í málaflokknum. Mikil vinna hefur verið lögð í stefnumótunina og samráðsfundir verið haldnir víða um landið með sérstakri áherslu á að heyra raddir innflytjenda. Málefni innflytjenda eru málefni okkar allra og það er á okkar ábyrgð okkar allra, en ekki síst stjórnvalda, að búa til eitt, samheldið samfélag. Við getum nú, í fyrsta sinn, stuðst við yfirgripsmiklar og traustar leiðbeiningar um skrefin sem skal taka. Og þau eru öll í rétta átt. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar