Vildu lyfjaprófa leikmenn sem létust fyrir löngu síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 22:21 Erling Haaland var einn af þeim sem var tekinn í lyfjapróf en honum vantar tvö mörk til að jafna markamet norska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Norska lyfjaeftirlitið er ekki að koma vel út eftir að fulltrúar þess mættu til að lyfjaprófa leikmenn í norska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar. Norska landsliðið er komið saman fyrir tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni á móti Kasakstan og Austurríki. Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, sagði frá óvenjulegu máli á blaðamannafundi liðsins í dag. Hann sagði frá því að lyfjaeftirlitið hafi mætt á liðsfund Norðmanna og hafi síðan í framhaldinu gefið upp nöfn þeirra leikmanna sem áttu að fara í lyfjapróf. Einn af þeim var stórstjarnan Erling Braut Haaland, sem er allt í góðu. Menn ráku aftur á móti upp stór augu þegar þeir sáu tvö nöfn á listanum. Þeir voru ekki í norska landsliðhópnum og það sem meira er. Þeir voru ekki á lífi. Það er heldur ekki eins og þessir tveir umræddu leikmenn séu nýlega fallnir frá eða þeir hafi verið á aldri til að spila knattspyrnu þegar þeir létust. Jörgen Jove dó árið 1983 og Einar Gundersen dó árið 1962. „Þeim var full alvara með þessu. Mér fannst þetta vera mjög skrýtið og hringdi því í norska lyfjaeftirlitið og spurði hvort þetta væri falin myndavél,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken léttur á blaðamannafundinum. Ástæðan fyrir því að Jörgen Jove og Einar Gundersen voru á listanum var sú að ætlunin var að lyfjaprófa markahæstu leikmenn norska landsliðsins. Juve er sá markahæsti frá upphafi hjá norska landsliðinu með 33 mörk í 45 leikjum, Haaland er nú aðeins tveimur mörkum frá metinu með 31 mark í 33 leikjum og Gundersen er síðan í þriðja sætinu með 26 mörk +í 33 leikjum. Norska lyfjayfirlitið hefur beðist afsökunar á mistökunum. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira
Norska landsliðið er komið saman fyrir tvo leiki liðsins í Þjóðadeildinni á móti Kasakstan og Austurríki. Ståle Solbakken, þjálfari norska landsliðsins, sagði frá óvenjulegu máli á blaðamannafundi liðsins í dag. Hann sagði frá því að lyfjaeftirlitið hafi mætt á liðsfund Norðmanna og hafi síðan í framhaldinu gefið upp nöfn þeirra leikmanna sem áttu að fara í lyfjapróf. Einn af þeim var stórstjarnan Erling Braut Haaland, sem er allt í góðu. Menn ráku aftur á móti upp stór augu þegar þeir sáu tvö nöfn á listanum. Þeir voru ekki í norska landsliðhópnum og það sem meira er. Þeir voru ekki á lífi. Það er heldur ekki eins og þessir tveir umræddu leikmenn séu nýlega fallnir frá eða þeir hafi verið á aldri til að spila knattspyrnu þegar þeir létust. Jörgen Jove dó árið 1983 og Einar Gundersen dó árið 1962. „Þeim var full alvara með þessu. Mér fannst þetta vera mjög skrýtið og hringdi því í norska lyfjaeftirlitið og spurði hvort þetta væri falin myndavél,“ sagði landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken léttur á blaðamannafundinum. Ástæðan fyrir því að Jörgen Jove og Einar Gundersen voru á listanum var sú að ætlunin var að lyfjaprófa markahæstu leikmenn norska landsliðsins. Juve er sá markahæsti frá upphafi hjá norska landsliðinu með 33 mörk í 45 leikjum, Haaland er nú aðeins tveimur mörkum frá metinu með 31 mark í 33 leikjum og Gundersen er síðan í þriðja sætinu með 26 mörk +í 33 leikjum. Norska lyfjayfirlitið hefur beðist afsökunar á mistökunum. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Norski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjá meira