Bjóða bændum þyrluflug í smalamennsku fyrir slikk Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2024 12:02 HeliAir Iceland gerir út tvær þyrlur. HeliAir Þyrluflugfélagið HeliAir Iceland hefur boðist til að létta bændum við Eyjafjörð smalamennskuna þetta haustið. Bændum býðst þyrluflug upp á fjöll og lengst inn í dali Tröllaskaga fyrir tvöþúsund krónur túrinn á mann. „Við vildum bara gefa svolítið til samfélagsins, styðja nærsamfélagið, með því að bjóða bændum upp á nánast gefins flug, eða eins ódýrt og hugsast getur,“ segir Áslaug Inga Barðadóttir, framkvæmdastjóri HeliAir, en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Ólafsfirði og gerir einnig út frá Reykjavík. Áslaug Inga Barðadóttir er framkvæmdastjóri HeliAir Iceland. Hún var áður hótelstjóri á Deplum í Fljótum.Sigurjón Ólason „Hver ferð kostar tíu þúsund krónur, það komast fimm með í hverja ferð, þannig að þetta eru bara tvöþúsund krónur ferðin á mann,“ segir Áslaug. Þyrluflugið tekur mið af fjárleitum þetta haustið fyrir norðan og verður næstu tvær helgar, ef veður leyfir. Landslag á Tröllaskaga er víða krefjandi til smölunar.HeliAir „Um næstu helgi verðum við í Eyjafirði, Þorvaldsdal og Hörgárdal. Þarnæstu helgi, 13. og 14. september, verðum við í Ólafsfirði, við Dalvík og í Svarfaðardal.“ En hafa bændur áhuga á að nýta þyrluflugið? „Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Við erum komin núna með á skrá fjórtán eða fimmtán ferðir. Þetta sparar bændum miklar göngur. Við skutlum þeim aðra leiðina, svo ganga þeir til baka og smala. Sumir fara upp á fjallstoppa, aðrir inn í dalsbotna, það er bara misjafnt,“ segir Áslaug. HeliAir er annað af tveimur þyrlufyrirtækjum á Íslandi sem starfa undir íslensku flugrekstrarleyfi. Aðaleigandi félagsins er Árni Helgason, verktaki á Ólafsfirði. Félagið hefur sérhæft sig í lúxusflugi með ferðamenn og gerir út tvær þyrlur, sex sæta þyrlu af gerðinni Bell 407 og fimm sæta þyrlu af gerðinni Airbus H125. Höfuðstöðvar HeliAir eru í Ólafsfirði.HeliAir HeliAir er þó ekki fyrst til að bjóða fjárbændum upp á aðstoð við smölum með þyrlum. Hótelið að Deplum í Fljótum hefur af og til undanfarin ár hlaupið undir bagga með bændum í Fljótum og þá í eftirleitum á erfiðustu svæðunum. Bændur í Fljótum voru raunar með þeim fyrstu til að nýta dróna við fjárleitir, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016: Íbúar við norðanverðan Eyjafjörð og á Tröllaskaga eru orðnir vanir því að sjá þyrlur fljúga þar um fjöll og dali en þar hefur byggst upp gróskumikil þyrluskíðaferðamennska, eins og fjallað var um í þessum þætti Um land allt árið 2015: Fréttir af flugi Landbúnaður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Skagafjörður Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
„Við vildum bara gefa svolítið til samfélagsins, styðja nærsamfélagið, með því að bjóða bændum upp á nánast gefins flug, eða eins ódýrt og hugsast getur,“ segir Áslaug Inga Barðadóttir, framkvæmdastjóri HeliAir, en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Ólafsfirði og gerir einnig út frá Reykjavík. Áslaug Inga Barðadóttir er framkvæmdastjóri HeliAir Iceland. Hún var áður hótelstjóri á Deplum í Fljótum.Sigurjón Ólason „Hver ferð kostar tíu þúsund krónur, það komast fimm með í hverja ferð, þannig að þetta eru bara tvöþúsund krónur ferðin á mann,“ segir Áslaug. Þyrluflugið tekur mið af fjárleitum þetta haustið fyrir norðan og verður næstu tvær helgar, ef veður leyfir. Landslag á Tröllaskaga er víða krefjandi til smölunar.HeliAir „Um næstu helgi verðum við í Eyjafirði, Þorvaldsdal og Hörgárdal. Þarnæstu helgi, 13. og 14. september, verðum við í Ólafsfirði, við Dalvík og í Svarfaðardal.“ En hafa bændur áhuga á að nýta þyrluflugið? „Viðtökurnar hafa verið vonum framar. Við erum komin núna með á skrá fjórtán eða fimmtán ferðir. Þetta sparar bændum miklar göngur. Við skutlum þeim aðra leiðina, svo ganga þeir til baka og smala. Sumir fara upp á fjallstoppa, aðrir inn í dalsbotna, það er bara misjafnt,“ segir Áslaug. HeliAir er annað af tveimur þyrlufyrirtækjum á Íslandi sem starfa undir íslensku flugrekstrarleyfi. Aðaleigandi félagsins er Árni Helgason, verktaki á Ólafsfirði. Félagið hefur sérhæft sig í lúxusflugi með ferðamenn og gerir út tvær þyrlur, sex sæta þyrlu af gerðinni Bell 407 og fimm sæta þyrlu af gerðinni Airbus H125. Höfuðstöðvar HeliAir eru í Ólafsfirði.HeliAir HeliAir er þó ekki fyrst til að bjóða fjárbændum upp á aðstoð við smölum með þyrlum. Hótelið að Deplum í Fljótum hefur af og til undanfarin ár hlaupið undir bagga með bændum í Fljótum og þá í eftirleitum á erfiðustu svæðunum. Bændur í Fljótum voru raunar með þeim fyrstu til að nýta dróna við fjárleitir, eins og sjá má í þessari frétt Stöðvar 2 frá árinu 2016: Íbúar við norðanverðan Eyjafjörð og á Tröllaskaga eru orðnir vanir því að sjá þyrlur fljúga þar um fjöll og dali en þar hefur byggst upp gróskumikil þyrluskíðaferðamennska, eins og fjallað var um í þessum þætti Um land allt árið 2015:
Fréttir af flugi Landbúnaður Fjallabyggð Dalvíkurbyggð Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Skagafjörður Tengdar fréttir Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00 Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Sjáið hvernig bóndinn smalar fé með flygildi Bændur í Fljótum hafa í haust notað fjarstýrðan dróna í eftirleitum á Tröllaskaga. 21. október 2016 20:00
Þyrluskíðaferðir skapa grunn að þyrlurekstri á Norðurlandi Ásókn í þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga er orðin slík að fyrirtækið Bergmenn þarf orðið tvær til þrjár þyrlur yfir vertíðina til að anna eftirspurn. 27. janúar 2015 19:18