Fjallabyggð

Fréttamynd

Tekur við rekstri Horn­brekku á Ólafs­firði

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur verið falið að taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Hornbrekku á Ólafsfirði í Fjallabyggð, í kjölfaruppsagnar Fjallabyggðar á samningi um rekstur heimilisins.

Innlent
Fréttamynd

Skilur von­brigðin en hafnar því að hafa tekið ó­upp­lýsta á­kvörðun

Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Breytt for­gangs­röðun jarð­ganga

Mikil umræða hefur skapast um nýja samgönguáætlun undanfarna daga, sérstaklega vegna breyttrar forgangsröðunar jarðganga. Ég hef fullan skilning á þeim vonbrigðum sem þessi breyting hefur valdið í samfélaginu eystra.

Skoðun
Fréttamynd

Fljótagöng sett í for­gang

Fljótagöng, Fjarðagöng, Súðavíkurgöng og Miklidalur og Hálfdán verða sett í forgang í nýrri jarðgangaáætlun sem kynnt verður í dag á fundi innviðaráðherra þar sem hann kynnir samgönguáætlun fyrir 2026 til 2040. Undirbúningur við næstu jarðgöng hefst 2026 og verður byrjað að bora 2027.

Innlent
Fréttamynd

Á­köf undirskriftakeppni hafin vegna jarð­ganga

Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­starf stóð yfir í þrettán klukku­tíma

Slökkvistarf tók í allt um þrettán klukkustundir eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Siglufirði síðastliðið mánudagskvöld. Þá tók við bruna- og öryggisvakt og hefur slökkviliðið í Fjallabyggð nokkrum sinnum þurft að fara og slökkva í glóð og eldhreiðrum eftir brunann.

Innlent
Fréttamynd

„Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“

Mikill eldur kom upp í húsnæði Primex á Siglufirði í gærkvöldi og vinnur slökkviliðið enn að því að tryggja vettvang. Framkvæmdastjóri Primex segist hryggur vegna atviksins en um mikilvægasta húsnæði fyrirtækisins er að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Eldur logar á Siglu­firði

Eldur kviknaði í húsnæði Primex á Siglufirði um klukkan átta í kvöld. Enginn er talinn í hættu en allt tiltækt slökkvilið er á vettvangi. 

Innlent
Fréttamynd

Opnum Tröllaskagann

Á haustin fellur lífið gjarnan í einhverskonar rútínu og það á einmitt við um Alþingi sem hefur hafið störf á þessu haustþingi og enn og aftur er samgönguáætlun á dagskrá, en fyrri ríkisstjórn tókst ekki að klára hana áður en til kosninga kom í lok ársins 2024.

Skoðun
Fréttamynd

Tugir hjóla frá Siglu­firði til Dal­víkur í nýrri fjallahjólakeppni

The Rift MTB, ný fimm daga fjallahjólakeppni, fer fram á á Norðurlandi frá miðvikudegi til sunnudags. Keppt er í tveggja manna liðum þar sem hjólað er í gegnum fjölbreytt landslag Norðurlands. Alls taka 80 keppendur þátt í 40 liðum. Keppnin er skipulögð af Lauf Cycles í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda aðila.

Sport
Fréttamynd

Hnífurinn reyndist grill­tangir

Lögreglunni á Siglufirði barst í nótt tilkynning um líkamsárás þar sem átti að hafa verið notast við einhvers konar hníf. Var því kölluð út sérsveit ríkislögreglustjóra en í ljós kom að ekki var um hníf að ræða heldur grilltangir.

Innlent
Fréttamynd

Gylfi Ægis­son er látinn

Gylfi Viðar Ægisson, einn afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, er látinn 78 ára að aldri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Björt og Fannar selja ein­býlis­hús fyrir 90 milljónir

Systkinin Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingkona, og Fannar Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi körfuboltamaður, hafa sett glæsilegt einbýlishús á Siglufirði á sölu. Þau keyptu húsið árið 2021 fyrir 31,8 milljónir króna. Eftir umfangsmiklar endurbætur síðustu tvö ár er það nú auglýst á 90 milljónir króna.

Lífið