Hákon óttaðist um líf vinar síns: „Auðvitað hugsar maður alltaf það versta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 09:32 Angel Gomes var illa útleikinn eftir samstuðið. Hann er sem betur fer á batavegi. Samsett/Vísir Óhugnanlegt atvik átti sér stað í leik Lille í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur með liðinu og segir það hafa tekið á. Lukkulega fór betur en áhorfðist í fyrstu. Englendingurinn Angel Gomes, liðsfélagi Hákons, fékk þungt högg frá Amadou Kone, leikmanni Reims, í leik liðanna í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Kone fékk að launum beint rautt spjald og við tók hálftíma löng pása til að hlúa að Gomes sem missti meðvitund. Það féll í fang Hákons að koma inn fyrir Gomes af bekknum en þessi hálftími leið eins og heil eilífð. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega óþægilegt. Sérstaklega þegar það er vinur manns sem lendir í svona. Ég kom auðvitað inn á fyrir hann, ég var bara sendur strax að hita því við héldum ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Hákon, en svo leið og beið. Leikmenn mynduðu varnarhring í kringum Gomes á meðan hlúð var að honum á vellinum.Getty „Svo sér maður alla hlaupa inn á, sjúkraþjálfara og lækna, og svo kemur sérstakt sjúkrateymi frá vellinum. Auðvitað hugsar maður alltaf það versta. Maður er bara stressaður fyrir hönd hans og þetta var alveg erfitt,“ segir Hákon. Gomes reyndi að tala við hann gegnum súrefnisgrímuna Það var því erfitt að hefja leik en Hákon segir Gomes hafa verið með meðvitund sem hafi létt á áhyggjum leikmanna. Leikmenn Lille voru áhyggjufullir, skiljanlega.Getty „Við gerðum svona hring og sáum að hann var vakandi sem gerði það miklu auðveldara að byrja leikinn aftur. Hann fattaði að ég var að koma inn fyrir hann og reyndi að tala við mig. Hann var náttúrulega með einhverja súrefnisgrímu og reyndi að tala við mig. Ég skildi ekkert hvað hann var að segja,“ „Hann mundi það síðan og það er fyndið eftir á að hann hafi fattað að ég var að koma inn á fyrir hann,“ segir Hákon. „Sexý stoðsending“ vakið athygli Betur fór en áhorfðist hjá Gomes sem sendi kveðju á Instagram síðu sinni daginn eftir. Þrátt fyrir að vera illa útleikinn er hann byrjaður að skokka aftur eftir höggið. Í fjarveru hans fékk Hákon byrjunarliðssæti hjá Lille í 2-0 sigri á Slavia Prag í Mesitaradeildinni í gær og nýtti tækifærið með sérlega laglegri stoðsendingu. Hann hefur fengið mikið lof fyrir. „Það hefur margt fólk sent á mig að þetta væri vel gert, aðallega hvað þetta væri sexý, segja sumir,“ segir Hákon og hlær. „En það var bara geggjuð tilfinning að leggja upp svona mikilvægt mark fyrir klúbbinn. Mér fannst þetta líka bara mjög flott hjá mér, ég er bara glaður með þetta,“ segir Hákon. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Þar má sjá ummæli Hákons, höfuðhögg Gomes og stoðsendingu Hákons frá því á þriðjudag. Franski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Englendingurinn Angel Gomes, liðsfélagi Hákons, fékk þungt högg frá Amadou Kone, leikmanni Reims, í leik liðanna í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Kone fékk að launum beint rautt spjald og við tók hálftíma löng pása til að hlúa að Gomes sem missti meðvitund. Það féll í fang Hákons að koma inn fyrir Gomes af bekknum en þessi hálftími leið eins og heil eilífð. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega óþægilegt. Sérstaklega þegar það er vinur manns sem lendir í svona. Ég kom auðvitað inn á fyrir hann, ég var bara sendur strax að hita því við héldum ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Hákon, en svo leið og beið. Leikmenn mynduðu varnarhring í kringum Gomes á meðan hlúð var að honum á vellinum.Getty „Svo sér maður alla hlaupa inn á, sjúkraþjálfara og lækna, og svo kemur sérstakt sjúkrateymi frá vellinum. Auðvitað hugsar maður alltaf það versta. Maður er bara stressaður fyrir hönd hans og þetta var alveg erfitt,“ segir Hákon. Gomes reyndi að tala við hann gegnum súrefnisgrímuna Það var því erfitt að hefja leik en Hákon segir Gomes hafa verið með meðvitund sem hafi létt á áhyggjum leikmanna. Leikmenn Lille voru áhyggjufullir, skiljanlega.Getty „Við gerðum svona hring og sáum að hann var vakandi sem gerði það miklu auðveldara að byrja leikinn aftur. Hann fattaði að ég var að koma inn fyrir hann og reyndi að tala við mig. Hann var náttúrulega með einhverja súrefnisgrímu og reyndi að tala við mig. Ég skildi ekkert hvað hann var að segja,“ „Hann mundi það síðan og það er fyndið eftir á að hann hafi fattað að ég var að koma inn á fyrir hann,“ segir Hákon. „Sexý stoðsending“ vakið athygli Betur fór en áhorfðist hjá Gomes sem sendi kveðju á Instagram síðu sinni daginn eftir. Þrátt fyrir að vera illa útleikinn er hann byrjaður að skokka aftur eftir höggið. Í fjarveru hans fékk Hákon byrjunarliðssæti hjá Lille í 2-0 sigri á Slavia Prag í Mesitaradeildinni í gær og nýtti tækifærið með sérlega laglegri stoðsendingu. Hann hefur fengið mikið lof fyrir. „Það hefur margt fólk sent á mig að þetta væri vel gert, aðallega hvað þetta væri sexý, segja sumir,“ segir Hákon og hlær. „En það var bara geggjuð tilfinning að leggja upp svona mikilvægt mark fyrir klúbbinn. Mér fannst þetta líka bara mjög flott hjá mér, ég er bara glaður með þetta,“ segir Hákon. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Þar má sjá ummæli Hákons, höfuðhögg Gomes og stoðsendingu Hákons frá því á þriðjudag.
Franski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn