Læknar, heilbrigðisstarfsfólk og lykill að lausninni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 08:00 Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Á síðustu árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist gríðarlega og nema nú yfir 25% af heildarútgjöldum hins opinbera. Málaflokkurinn er lang umfangsmesti hluti hins opinbera og ríkisstjórnin hefur forgangsraðað tugum milljarða aukalega í kerfið síðustu ár. Aukið fjármagn færir okkur þó ekki sjálfkrafa betri árangur. Biðlistar eru enn langir og læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk bendir á aukið álag. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar, dýrari og betri lyfjum ásamt öðrum áskorunum heldur þessi kostnaður áfram að hækka. Í raun er fyrirsjáanleg hækkun svo mikil að það verður mikil áskorun fyrir ríkið að standa undir slíku ef ekkert annað breytist. Þessari þróun breytum við ekki nema við nýtum hugvitið, innleiðum tæknilausnir og nýsköpun. Ekki einungis svo að kerfið verði hagkvæmara og viðráðanlegra heldur líka til að létta á störfum heilbrigðisstarfsmanna um leið og við bætum þjónustu við sjúklinga. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nýsköpunarstuðningur til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfinu en verkefnið setti ég á fót í upphafi kjörtímabils og 300 milljónum hefur nú verið úthlutað til fjölbreyttra verkefna en í dag fer fram úthlutun í þriðja sinn. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Það er ástæða til að hrósa Landspítalanum og fleiri heilbrigðisstofnunum sem hafa tekið þessu framtaki mjög vel og í dag sjáum við t.d. stafrænan stuðning við einstaklinga með brjóstakrabbamein, netmeðferðir á heilsugæslum við þunglyndi og kvíða og skjáheimsóknir í öldrunarþjónustu í dreifbýli svo eitthvað sé nefnt. Allt lausnir sem ættu að létta á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og bæta þjónustu. Í dag munum við kynna úthlutanir ársins á Hrafnistu, en nýsköpun og tæknilausnir eru ekki síst að ryðja sér til rúms í margskonar öldrunarþjónustu til að halda betur utanum fólk, létta á álagi og einfalda og bæta upplifun einstaklinga. En við þurfum að gera miklu meira og víðar. Fléttan hefur reynst mikilvægt fyrsta skref eins og frumkvöðull orðaði það: „Þrátt fyrir að styrkurinn hafi ekki verið mjög há upphæð fólust í honum mikil verðmæti þar sem hann opnaði dyr inn í heilbrigðisstofnunina.” Það á að vera keppikefli okkar allra að innleiða nýsköpun í íslenskt heilbrigðiskerfi. Við náum ekki raunverulegum árangri í því að gera starfsumhverfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks betra án nýsköpunar. Nýsköpun er lykillinn að lausninni að bættu heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Formaður Læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, skrifaði skrifaði nýverið grein um stöðu lækna og starfsumhverfi þeirra. Lesturinn var sláandi. Ekki vegna þess að myndin sem skrifuð var upp kom mér á óvart eða að þetta sé í fyrsta sinn sem læknir deilir reynslu sinni. Heldur það hversu langan tíma það tekur okkur að breyta og gera úrbætur í heilbrigðiskerfinu. Á síðustu árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist gríðarlega og nema nú yfir 25% af heildarútgjöldum hins opinbera. Málaflokkurinn er lang umfangsmesti hluti hins opinbera og ríkisstjórnin hefur forgangsraðað tugum milljarða aukalega í kerfið síðustu ár. Aukið fjármagn færir okkur þó ekki sjálfkrafa betri árangur. Biðlistar eru enn langir og læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk bendir á aukið álag. Með hækkandi lífaldri þjóðarinnar, dýrari og betri lyfjum ásamt öðrum áskorunum heldur þessi kostnaður áfram að hækka. Í raun er fyrirsjáanleg hækkun svo mikil að það verður mikil áskorun fyrir ríkið að standa undir slíku ef ekkert annað breytist. Þessari þróun breytum við ekki nema við nýtum hugvitið, innleiðum tæknilausnir og nýsköpun. Ekki einungis svo að kerfið verði hagkvæmara og viðráðanlegra heldur líka til að létta á störfum heilbrigðisstarfsmanna um leið og við bætum þjónustu við sjúklinga. Til að styðja við innleiðingu nýsköpunar í heilbrigðiskerfinu kastaði ég út Fléttunni en með henni gafst heilbrigðisstofnunum um allt land tækifæri til að innleiða og nýta áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista, styðja við betra starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og auka hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Fléttan er nýsköpunarstuðningur til að innleiða íslenskar lausnir í heilbrigðiskerfinu en verkefnið setti ég á fót í upphafi kjörtímabils og 300 milljónum hefur nú verið úthlutað til fjölbreyttra verkefna en í dag fer fram úthlutun í þriðja sinn. Stuðningurinn er háður því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða nýsköpun fyrirtækisins. Fléttan er því brú á milli einkaframtaksins og heilbrigðiskerfisins. Það er ástæða til að hrósa Landspítalanum og fleiri heilbrigðisstofnunum sem hafa tekið þessu framtaki mjög vel og í dag sjáum við t.d. stafrænan stuðning við einstaklinga með brjóstakrabbamein, netmeðferðir á heilsugæslum við þunglyndi og kvíða og skjáheimsóknir í öldrunarþjónustu í dreifbýli svo eitthvað sé nefnt. Allt lausnir sem ættu að létta á starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og bæta þjónustu. Í dag munum við kynna úthlutanir ársins á Hrafnistu, en nýsköpun og tæknilausnir eru ekki síst að ryðja sér til rúms í margskonar öldrunarþjónustu til að halda betur utanum fólk, létta á álagi og einfalda og bæta upplifun einstaklinga. En við þurfum að gera miklu meira og víðar. Fléttan hefur reynst mikilvægt fyrsta skref eins og frumkvöðull orðaði það: „Þrátt fyrir að styrkurinn hafi ekki verið mjög há upphæð fólust í honum mikil verðmæti þar sem hann opnaði dyr inn í heilbrigðisstofnunina.” Það á að vera keppikefli okkar allra að innleiða nýsköpun í íslenskt heilbrigðiskerfi. Við náum ekki raunverulegum árangri í því að gera starfsumhverfi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks betra án nýsköpunar. Nýsköpun er lykillinn að lausninni að bættu heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Höfundur er háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun