Tveir handteknir fyrir að dreifa röngum upplýsingum á netinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2024 07:49 Lögregla er í viðbragðsstöðu vegna mögulegra mótmæla og óeirða um helgina. AP/PA Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum hafa handtekið 55 ára konu fyrir að birta færslu á samfélagsmiðlum með röngum upplýsingum um árásarmanninn sem varð þremur stúlkum að bana í Southport í síðustu viku. Konan, sem er sögð eiga heima nálægt Chester, er grunuð um að hafa birt færsluna til að villa um fyrir fólki og hvetja til haturs gegn innflytjendum. Efnt hefur verið til mótmæla og óeirðir brotist út í kjölfar árásarinnar en þær hafa aðallega beinst gegn flóttafólki og innflytjendum. Lögregla segir ofbeldið drifið áfram af hatursorðræðu og röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Rekja má upphafið til þess að röngum upplýsingum var dreift um árásarmanninn og bakgrunn hans en lögregla sá sig í framhaldinu tilneydda til að birta nafn hans, jafnvel þótt hann væri undir lögaldri. „Þetta er þörf áminning um hættur þess að birta upplýsingar á samfélagsmiðlum án þess að kanna áreiðanleika þeirra,“ segir yfirlögregluþjónninn Alison Ross. „Þetta er einnig viðvörun um það að við erum öll ábyrg gjörða okkar, hvort sem er á netinu eða í raunheimum.“ Þekktir einstaklingar, til að mynda leikarinn Laurence Fox og hinn umdeildi Andrew Tate, hafa verið sakaðir um að taka þátt í að dreifa áróðursefni í tengslum við árásirnar. Sérfræðingar segja falsupplýsingarnar síðan hafa verið notaðar af háværum minnihluta til að stuðla að sundrung og ofbeldi. Lögregla handtók einnig 39 ára mann í Lancashire í gær en sá er grunaður um að hafa notað samfélagsmiðla til að hvetja til ofbeldis og um að hafa tekið þátt í því sjálfur. Lögregluyfirvöld segja handtökuna til marks um að það verði ekki aðeins gripið til aðgerða gegn þeim sem taka þátt í óeirðum og ofbeldi, heldur einnig gegn hvatamönnum þess á internetinu. Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Konan, sem er sögð eiga heima nálægt Chester, er grunuð um að hafa birt færsluna til að villa um fyrir fólki og hvetja til haturs gegn innflytjendum. Efnt hefur verið til mótmæla og óeirðir brotist út í kjölfar árásarinnar en þær hafa aðallega beinst gegn flóttafólki og innflytjendum. Lögregla segir ofbeldið drifið áfram af hatursorðræðu og röngum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Rekja má upphafið til þess að röngum upplýsingum var dreift um árásarmanninn og bakgrunn hans en lögregla sá sig í framhaldinu tilneydda til að birta nafn hans, jafnvel þótt hann væri undir lögaldri. „Þetta er þörf áminning um hættur þess að birta upplýsingar á samfélagsmiðlum án þess að kanna áreiðanleika þeirra,“ segir yfirlögregluþjónninn Alison Ross. „Þetta er einnig viðvörun um það að við erum öll ábyrg gjörða okkar, hvort sem er á netinu eða í raunheimum.“ Þekktir einstaklingar, til að mynda leikarinn Laurence Fox og hinn umdeildi Andrew Tate, hafa verið sakaðir um að taka þátt í að dreifa áróðursefni í tengslum við árásirnar. Sérfræðingar segja falsupplýsingarnar síðan hafa verið notaðar af háværum minnihluta til að stuðla að sundrung og ofbeldi. Lögregla handtók einnig 39 ára mann í Lancashire í gær en sá er grunaður um að hafa notað samfélagsmiðla til að hvetja til ofbeldis og um að hafa tekið þátt í því sjálfur. Lögregluyfirvöld segja handtökuna til marks um að það verði ekki aðeins gripið til aðgerða gegn þeim sem taka þátt í óeirðum og ofbeldi, heldur einnig gegn hvatamönnum þess á internetinu.
Bretland Hnífaárás í Southport Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira