Stefnir í helmingshækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2024 08:43 Samtök atvinnulífsins gagnrýna borgaryfirvöld fyrir tregðu til að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði í ljósi hækkunar fasteignamats ólíkt nágrannasveitarfélögum. Vísir/Vilhelm Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði munu hafa hækkað um helming á áratug á næsta ári samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Þau segja skattlagninguna verða sífellt meira íþyngjandi fyrir atvinnurekendur. Alls áætla Samtök iðnaðarins að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði nemi tæplega 39 milljörðum króna á næsta ári sem sé hækkun um nærri því sjö prósent milli ára. Hækkunin sé afleiðing hækkunar fasteignamats. Gangi það eftir verði þessir skattar helmingi hærri að raunvirði á næsta ári en þeir voru fyrir tíu árum. Hækkun fasteignaskattanna hafi hækkað umfram vöxt verðmætasköpunar hagkerfisins. Hlutfall þeirra hafi farið úr 0,7 í 0,8 prósent af landframleiðslu síðasta áratuginn. Nær helmingur sveitarfélaga landsins er með skattlagningu atvinnuhúsnæðis í lögbundnu hámarki, 1,65 prósent, samkvæmt greiningunni. Samtökin gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir að vera treg til þess að mæta hækkun fasteignamats með lækkun álagningarhlutfallsins, ólíkt Kópavogi og Hafnarfirði sem þau telja til fyrirmyndar. Tæplega önnur hvor króna af tekjum sveitarfélaga af atvinnuhúsnæði renni í borgarsjóð og uppbygging atvinnuhúsnæðis hafi verið meiri í sveitarfélögum utan Reykjavíkur undanfarin ár. Ósátt við tengingu skatta við fasteignamat Fasteignaskatta á fyrirtæki á Íslandi segja Samtök iðnaðarins mjög háa í alþjóðlegum samanburði. Á meðal OECD-ríkja séu þeir skattar tæplega 0,5 prósent landframleiðslu, borið saman við 0,8 prósent hér. Hlutfallið sé mun lægra á Norðurlöndunum en á Íslandi. Þá eru Samtök iðnaðarins ósátt við hvernig fasteignaskattarnir eru reiknaði út á Íslandi. Álagningin sé beintengd þróun fasteignamats sem þróast aftur í takt við mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnnar um þróun verðs á atvinnuhúsnæði. Í þessu telja samtökin felast hvati fyrir sveitarfélög að takmarka lóðaframboð til þess að þrýsta upp húsnæðisverði og auka tekjur af fasteignasköttum. Í ýmsum löndum, sem eru ekki tilgreind frekar í tilkynningu samtakanna, hafi verið takmarkað eða komið alfarið í veg fyrir að mikil hækkun húsnæðisverð skili verulegri hækkun fasteignaskatta. Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Alls áætla Samtök iðnaðarins að fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði nemi tæplega 39 milljörðum króna á næsta ári sem sé hækkun um nærri því sjö prósent milli ára. Hækkunin sé afleiðing hækkunar fasteignamats. Gangi það eftir verði þessir skattar helmingi hærri að raunvirði á næsta ári en þeir voru fyrir tíu árum. Hækkun fasteignaskattanna hafi hækkað umfram vöxt verðmætasköpunar hagkerfisins. Hlutfall þeirra hafi farið úr 0,7 í 0,8 prósent af landframleiðslu síðasta áratuginn. Nær helmingur sveitarfélaga landsins er með skattlagningu atvinnuhúsnæðis í lögbundnu hámarki, 1,65 prósent, samkvæmt greiningunni. Samtökin gagnrýna Reykjavíkurborg fyrir að vera treg til þess að mæta hækkun fasteignamats með lækkun álagningarhlutfallsins, ólíkt Kópavogi og Hafnarfirði sem þau telja til fyrirmyndar. Tæplega önnur hvor króna af tekjum sveitarfélaga af atvinnuhúsnæði renni í borgarsjóð og uppbygging atvinnuhúsnæðis hafi verið meiri í sveitarfélögum utan Reykjavíkur undanfarin ár. Ósátt við tengingu skatta við fasteignamat Fasteignaskatta á fyrirtæki á Íslandi segja Samtök iðnaðarins mjög háa í alþjóðlegum samanburði. Á meðal OECD-ríkja séu þeir skattar tæplega 0,5 prósent landframleiðslu, borið saman við 0,8 prósent hér. Hlutfallið sé mun lægra á Norðurlöndunum en á Íslandi. Þá eru Samtök iðnaðarins ósátt við hvernig fasteignaskattarnir eru reiknaði út á Íslandi. Álagningin sé beintengd þróun fasteignamats sem þróast aftur í takt við mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnnar um þróun verðs á atvinnuhúsnæði. Í þessu telja samtökin felast hvati fyrir sveitarfélög að takmarka lóðaframboð til þess að þrýsta upp húsnæðisverði og auka tekjur af fasteignasköttum. Í ýmsum löndum, sem eru ekki tilgreind frekar í tilkynningu samtakanna, hafi verið takmarkað eða komið alfarið í veg fyrir að mikil hækkun húsnæðisverð skili verulegri hækkun fasteignaskatta.
Skattar og tollar Fasteignamarkaður Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira