Skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2024 16:12 Tómas Brynjólfsson. stjórnarráðið Forsætisráðherra hefur á grundvelli niðurstöðu ráðgefandi hæfnisnefndar skipað Tómas Brynjólfsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára. Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Embættið var auglýst laust til umsóknar 9. apríl sl. og bárust sjö umsóknir. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Fjórir umsækjendur, þau Eggert Þröstur Þórarinsson, Guðrún Johnsen, Haukur C. Benediktsson og Tómas Brynjólfsson töldust vel hæf til að gegna embættinu. „Var það niðurstaða fjármála- og efnahagsráðherra að Tómas Brynjólfsson væri hæfastur umsækjenda og tilnefndi hann til skipunar í embættið.“ Í tilkynningu er farið yfir náms- og starfsferil Tómasar: „Tómas Brynjólfsson lauk meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics árið 2004 og meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Þá lauk hann BA-gráðu í alþjóðastjórnmálafræði, sögu og hagfræði við University of Georgia árið 2002. Tómas hefur gegnt embætti skrifstofustjóra á skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2018 og var settur ráðuneytisstjóri frá janúar til apríl 2024. Á árunum 2015-2018 var hann framkvæmdastjóri á skrifstofu þjónustuviðskipta hjá EFTA-skrifstofunni í Brussel. Þá var hann skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaða í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á árunum 2013-2015 en starfaði áður sem sérfræðingur í efnahagsmálum í forsætisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Á árunum 2006-2008 starfaði hann í greiningardeild Landsbankans. Tómas hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviðum fjármálamarkaða, fjármálastöðugleika og efnahagsmála og hefur m.a. tekið þátt í mótun umgjarðar um fjármálstöðugleika og regluverk á fjármálamarkaði. Þá býr hann yfir yfirgripsmikilli þekkingu á stjórnsýslu og regluverki fjármálmarkaða og þjóðhagsvarúðar. Tómas var varaformaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins á árinu 2015 og stjórnarformaður hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda á árunum 2021-2023. Hann hefur setið í fjölda nefnda og vinnuhópa á vegum stjórnvalda tengdum fjármálamörkuðum, efnahagsmálum og þjóðhagsvarúð auk þess að leiða alþjóðlegt samstarf stjórnvalda á sviði efnahagsmála, m.a. gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Efnahags- og framfarastofnuninni.“ Seðlabankinn Vistaskipti Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Embættið var auglýst laust til umsóknar 9. apríl sl. og bárust sjö umsóknir. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Fjórir umsækjendur, þau Eggert Þröstur Þórarinsson, Guðrún Johnsen, Haukur C. Benediktsson og Tómas Brynjólfsson töldust vel hæf til að gegna embættinu. „Var það niðurstaða fjármála- og efnahagsráðherra að Tómas Brynjólfsson væri hæfastur umsækjenda og tilnefndi hann til skipunar í embættið.“ Í tilkynningu er farið yfir náms- og starfsferil Tómasar: „Tómas Brynjólfsson lauk meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics árið 2004 og meistaragráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Þá lauk hann BA-gráðu í alþjóðastjórnmálafræði, sögu og hagfræði við University of Georgia árið 2002. Tómas hefur gegnt embætti skrifstofustjóra á skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2018 og var settur ráðuneytisstjóri frá janúar til apríl 2024. Á árunum 2015-2018 var hann framkvæmdastjóri á skrifstofu þjónustuviðskipta hjá EFTA-skrifstofunni í Brussel. Þá var hann skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála og fjármálamarkaða í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á árunum 2013-2015 en starfaði áður sem sérfræðingur í efnahagsmálum í forsætisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Á árunum 2006-2008 starfaði hann í greiningardeild Landsbankans. Tómas hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviðum fjármálamarkaða, fjármálastöðugleika og efnahagsmála og hefur m.a. tekið þátt í mótun umgjarðar um fjármálstöðugleika og regluverk á fjármálamarkaði. Þá býr hann yfir yfirgripsmikilli þekkingu á stjórnsýslu og regluverki fjármálmarkaða og þjóðhagsvarúðar. Tómas var varaformaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins á árinu 2015 og stjórnarformaður hjá Söfnunarsjóði lífeyrisréttinda á árunum 2021-2023. Hann hefur setið í fjölda nefnda og vinnuhópa á vegum stjórnvalda tengdum fjármálamörkuðum, efnahagsmálum og þjóðhagsvarúð auk þess að leiða alþjóðlegt samstarf stjórnvalda á sviði efnahagsmála, m.a. gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Efnahags- og framfarastofnuninni.“
Seðlabankinn Vistaskipti Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira