Óeirðir í Southport eftir mannskæðu árásina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júlí 2024 21:30 Lögreglubíll stóð í ljósum logum í Southport í kvöld. AP Hópur öfgahægrimanna safnaðist saman fyrir utan mosku í bænum Southport í Norður-Englandi í kvöld, þar sem þrjár stúlkur voru stungnar til bana á dansnámskeiði í gær. Mótmælendur köstuðu flöskum og grjóti í lögreglumenn og kveiktu í lögreglubíl. Yfir þúsund manns mættu á minningarathöfn vegna andlátanna, sem var haldin í Southport í kvöld. Skömmu eftir að henni lauk segir BBC frá því að mótmæli hafi brotist út fyrir utan mosku nálægt staðnum sem stunguárásin var framin í gær. Mótmælendur eru sagðir hafa kastað múrsteinum og grjóti í moskuna og lögreglumenn. Þá segir að einn lögreglumaður hafi nefbrotnað í átökunum. Á vef Guardian segir að minnst einn hafi verið handtekinn í mótmælunum og lögregla hafi lagt hald á eggvopn sem mótmælandi hafði í fórum sínum. Í umfjöllun Sky News segir að bresku öfgahægrisamtökin EDL, sem eru þekkt fyrir múslimaandúð, séu grunuð um að standa að baki mótmælanna. Þá hefur Sky eftir lögreglu að fjöldi lögreglumanna hafi meiðst í óeirðunum, kveikt hafi verið í bílum og brotist hafi verið inn í verslun. This is very very very ugly now pic.twitter.com/9wYwZf7Pc1— Josh Halliday (@JoshHalliday) July 30, 2024 Lögregluyfirvöld í Southport hafa biðlað til fólks að gera sér ekki upp tilgátur um árásarmanninn, sem er sautján ára gamall. Hann er í haldi lögreglu en nafn hans er ekki gefið upp sökum þess að hann er undir lögaldri. Hann fæddist í Cardiff en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Síðustu ár bjó fjölskyldan í þorpi nærri Southport. Nágrannar segja árásarmanninn hafa verið einrænan en ekkert hefur verið gefið upp um hvað honum gekk til. Fjöldi lögreglumanna er sagður hafa hlotið áverka í átökunum. AP Lögreglan í Merseyside segir frá því á X að liðsauki frá Norður-Wales, Lancashire, Manchester og Cheshire hafi verið kallaður til Southport í þeim tilgangi að hjálpa til við að ná stjórn á ástandinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland England Hnífaárás í Southport Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Yfir þúsund manns mættu á minningarathöfn vegna andlátanna, sem var haldin í Southport í kvöld. Skömmu eftir að henni lauk segir BBC frá því að mótmæli hafi brotist út fyrir utan mosku nálægt staðnum sem stunguárásin var framin í gær. Mótmælendur eru sagðir hafa kastað múrsteinum og grjóti í moskuna og lögreglumenn. Þá segir að einn lögreglumaður hafi nefbrotnað í átökunum. Á vef Guardian segir að minnst einn hafi verið handtekinn í mótmælunum og lögregla hafi lagt hald á eggvopn sem mótmælandi hafði í fórum sínum. Í umfjöllun Sky News segir að bresku öfgahægrisamtökin EDL, sem eru þekkt fyrir múslimaandúð, séu grunuð um að standa að baki mótmælanna. Þá hefur Sky eftir lögreglu að fjöldi lögreglumanna hafi meiðst í óeirðunum, kveikt hafi verið í bílum og brotist hafi verið inn í verslun. This is very very very ugly now pic.twitter.com/9wYwZf7Pc1— Josh Halliday (@JoshHalliday) July 30, 2024 Lögregluyfirvöld í Southport hafa biðlað til fólks að gera sér ekki upp tilgátur um árásarmanninn, sem er sautján ára gamall. Hann er í haldi lögreglu en nafn hans er ekki gefið upp sökum þess að hann er undir lögaldri. Hann fæddist í Cardiff en foreldrar hans eru innflytjendur frá Rúanda. Síðustu ár bjó fjölskyldan í þorpi nærri Southport. Nágrannar segja árásarmanninn hafa verið einrænan en ekkert hefur verið gefið upp um hvað honum gekk til. Fjöldi lögreglumanna er sagður hafa hlotið áverka í átökunum. AP Lögreglan í Merseyside segir frá því á X að liðsauki frá Norður-Wales, Lancashire, Manchester og Cheshire hafi verið kallaður til Southport í þeim tilgangi að hjálpa til við að ná stjórn á ástandinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland England Hnífaárás í Southport Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira