Hermenn sakaðir um að misþyrma palestínskum fanga kynferðislega Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 13:47 Öfgahægrimenn ruddu sér leið inn í Sde Teiman-herstöðina til þess að mótmæla handtökum á hermönnum sem eru sakaðir um að misþyrma vígamanni Hamas. AP/Tsafrir Abyaov Til uppþota kom á herstöð þar sem Ísraelsher heldur palestínskum föngum eftir að níu ísraelskir hermenn voru handteknir og sakaðir um að misþyrma föngum kynferðislega. Stuðningsmenn þeirra brutust inn í herstöðina og kröfðust þess að þeim yrði sleppt. Hermennirnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslna í gær vegna ásakana um „verulega misnotkun“ á föngum í Sde Teiman-herstöðinni þar sem Ísraelar hafa vistað flesta þeirra Palestínumanna sem þeir hafa handtekið frá því að stríðsrekstur þeirra á Gasa hófst í október. Þeir áttu að koma fyrir herrétt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Handtökurnar ollu mikilli reiði hjá harðlínumönnum í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra og stuðningsmönnum þeirra. Hundruð mótmælenda, þar á meðal nokkrur stjórnarþingmenn, brutu sér leið inn í Sde Teiman og síðar Beit Lid-herstöðina þar sem hermönnunum er haldið. Þar tókust þeir á við hermenn áður en þeim var vísað út. Netanjahú fordæmdi múginn og kallaði eftir stillingu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Herzi Halevi, herráðsforingi ísraelska hersins, sagði mótmælin grafalvarleg og ógna öryggis ríkisins á stríðstímum. Á öndverðum meiði var Itamar Ben-Gvir, öryggismálaráðherra og harðínumaður. Hann sagði skammarlegt að hermennirnir hefðu verið handteknir. Ben-Gvir og skoðanabræður hans vilja að beita Palestínumenn meira harðræði. Fórnarlambið sagt háttsettur Hamas-liði Verjandi hermannanna segir þá saklausa af ásökunum um meint kynferðisofbeldi. Atvikið hafi átt sér stað fyrir mánuði eftir að fangi, meintur háttsettur vígamaður Hamas-samtakanna, á að hafa ráðist á hermennina við leit. Hermennirnir hafi beitt valdi en ekki gert neitt kynferðislegt. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir staðarfjölmiðlum að fanginn hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna alvarlegs kynferðisofbeldis. Hann hafi ekki getað gengið vegna áverka á endaþarmi. Alþjóðlegir fjölmiðlar, mannréttindasamtök og Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hafa gagnrýnt aðstæður í Sde Teiman. Í skýrslu síðastnefndu stofnunarinnar frá því í apríl voru rakin um dæmi um að fangar hefðu verið þvingaðir til þess að berhátta sig, þeir hafi verið myndaðir naktir og kynfæri þeirra barin í haldi Ísraela. Ekki var tekið sérstaklega fram hvar slík brot hefðu átt sér stað. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Hermennirnir voru handteknir og færðir til yfirheyrslna í gær vegna ásakana um „verulega misnotkun“ á föngum í Sde Teiman-herstöðinni þar sem Ísraelar hafa vistað flesta þeirra Palestínumanna sem þeir hafa handtekið frá því að stríðsrekstur þeirra á Gasa hófst í október. Þeir áttu að koma fyrir herrétt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Handtökurnar ollu mikilli reiði hjá harðlínumönnum í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra og stuðningsmönnum þeirra. Hundruð mótmælenda, þar á meðal nokkrur stjórnarþingmenn, brutu sér leið inn í Sde Teiman og síðar Beit Lid-herstöðina þar sem hermönnunum er haldið. Þar tókust þeir á við hermenn áður en þeim var vísað út. Netanjahú fordæmdi múginn og kallaði eftir stillingu í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Herzi Halevi, herráðsforingi ísraelska hersins, sagði mótmælin grafalvarleg og ógna öryggis ríkisins á stríðstímum. Á öndverðum meiði var Itamar Ben-Gvir, öryggismálaráðherra og harðínumaður. Hann sagði skammarlegt að hermennirnir hefðu verið handteknir. Ben-Gvir og skoðanabræður hans vilja að beita Palestínumenn meira harðræði. Fórnarlambið sagt háttsettur Hamas-liði Verjandi hermannanna segir þá saklausa af ásökunum um meint kynferðisofbeldi. Atvikið hafi átt sér stað fyrir mánuði eftir að fangi, meintur háttsettur vígamaður Hamas-samtakanna, á að hafa ráðist á hermennina við leit. Hermennirnir hafi beitt valdi en ekki gert neitt kynferðislegt. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir staðarfjölmiðlum að fanginn hafi verið lagður inn á sjúkrahús vegna alvarlegs kynferðisofbeldis. Hann hafi ekki getað gengið vegna áverka á endaþarmi. Alþjóðlegir fjölmiðlar, mannréttindasamtök og Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hafa gagnrýnt aðstæður í Sde Teiman. Í skýrslu síðastnefndu stofnunarinnar frá því í apríl voru rakin um dæmi um að fangar hefðu verið þvingaðir til þess að berhátta sig, þeir hafi verið myndaðir naktir og kynfæri þeirra barin í haldi Ísraela. Ekki var tekið sérstaklega fram hvar slík brot hefðu átt sér stað.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mannréttindi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira