Kom pólitík nálægt Brákarborgarfúskinu? Helgi Áss Grétarsson skrifar 29. júlí 2024 07:21 Rétt áður en veitingastaðurinn Hjá Dóra í Mjóddinni hætti starfsemi í lok apríl 2022 þá stóð ég þar í biðröð. Á meðan hin langa biðröð silaðist áfram spjallaði ég við nokkra iðnaðarmenn. Einn þeirra rifjaði upp sögu þegar verið var að byggja nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi um 20 árum áður. Mikilvægasta atriði sögunnar var að smiði var fyrirskipað af þeim sem stýrðu framkvæmdum að leggja parkett á blauta steypu. Þessu mótmælti smiðurinn en varð að láta undan. Hann hóf þó ekki verkið fyrr en hann fékk það uppáskrifað að hann bæri ekki ábyrgð á því. Stuttu eftir höfuðstöðvarnar voru opnaðir árið 2003 var parkettið, sem smiðurinn lagði, fjarlægt. Sem sagt, stjórnendur skikkuðu smiðinn til að vinna ófaglega svo að hægt væri að opna Orkuveituhúsið á réttum tíma. Aukakostnaður skattgreiðenda af fúskinu skipti engu máli. Þessa sögu má meðal annars kynna sér betur hér: Brákarborgarfærsla þáverandi borgarstjóra haustið 2022 Nokkrum mánuðum eftir samtal mitt við iðnaðarmennina í Mjóddinni, eða hinn 2. október 2022, birti þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svohljóðandi færslu á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter: „Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun (sic) til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. „Aldrei hætta að þora!““ Þessi færsla borgarstjórans fyrrverandi vísar til byggingar leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi 150-152 en haustið 2022 fékk Reykjavíkurborg umhverfisverðlaunin Grænu skófluna fyrir þá byggingu. Þessi framkvæmd þótti hins vegar umdeild á kjörtímabilinu 2018–2022 í ljós þess mikla kostnaðar sem hlytist af því að kaupa upp mannvirki á lóðinni og endurgera þau sem leikskóla. Varlega áætlað nam kostnaður skattgreiðenda við bygginguna að lágmarki 1.500 milljónum króna, mælt á gildandi verðlagi. Brákarborgarþakið og grastorfan Hinn 24. júlí síðastliðinn var það gert opinbert að burðarvirki Brákarborgar þyldi ekki það álag sem fylgdi grastorfu á þaki hússins. Af því leiddi að sprungur voru farnar að myndast á veggjum og hurðir voru farnar að skekkjast í dyrakörmum. Með öðrum orðum, verðlaunabygging, sem er innan við tveggja ára gömul, er verulega skemmd vegna mistaka við gerð byggingarinnar. Ein afleiðing þessa er að til lengri eða skemmri tíma, þarf að flytja starfsemi Brákarborgar í óhentugt húsnæði í Ármúlanum. Um töluverða röskun er að ræða fyrir starfsfólk leikskólans, börnin sem sækja skólann og foreldra þeirra sem og aðra aðstandendur. Vangaveltur Sagan sem hér var sögð í upphafi af byggingu Orkuveituhússins að Bæjarhálsi varpar ljósi á tiltölulega þekkt atriði, það er, að viss tilhneiging er í þá veru að standa ófaglega að opinberum framkvæmdum, meðal annars vegna óeðlilegs pólitísks þrýstings að verkið sé klárað innan tiltekins tíma, svo sem skömmu fyrir kosningar. Atriðum af þessum toga má velta fyrir sér í Brákarborgarmálinu. Til þess ber að líta að það var töluvert kappsmál fyrir þáverandi borgarstjóra og hans flokk að Brákarborg yrði reist um það leyti sem borgarstjórnarkosningar færu fram vorið 2022. Nærtækt er því að spyrja hvort einhver pólitískur þrýstingur hafi verið til staðar á þá sem unnu að framvindu Brákarborgarverksins. Eða hvernig gat það gerst, að verkefni sem hafði verið mörg ár í undirbúningi, skyldi enda með því að grastorfa var sett á þak leikskólans sem burðarvirkið þoldi ekki? Hvar voru sérfræðingarnir sem reiknuðu þetta út og áttu að hafa eftirlit með framvindu verksins? Hvernig sem á Brákarborgarmálið er litið þá þarf að komast í botns í því. Einnig þá vinkla málsins sem varða pólitíska hlið þess. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Helgi Áss Grétarsson Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Rétt áður en veitingastaðurinn Hjá Dóra í Mjóddinni hætti starfsemi í lok apríl 2022 þá stóð ég þar í biðröð. Á meðan hin langa biðröð silaðist áfram spjallaði ég við nokkra iðnaðarmenn. Einn þeirra rifjaði upp sögu þegar verið var að byggja nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi um 20 árum áður. Mikilvægasta atriði sögunnar var að smiði var fyrirskipað af þeim sem stýrðu framkvæmdum að leggja parkett á blauta steypu. Þessu mótmælti smiðurinn en varð að láta undan. Hann hóf þó ekki verkið fyrr en hann fékk það uppáskrifað að hann bæri ekki ábyrgð á því. Stuttu eftir höfuðstöðvarnar voru opnaðir árið 2003 var parkettið, sem smiðurinn lagði, fjarlægt. Sem sagt, stjórnendur skikkuðu smiðinn til að vinna ófaglega svo að hægt væri að opna Orkuveituhúsið á réttum tíma. Aukakostnaður skattgreiðenda af fúskinu skipti engu máli. Þessa sögu má meðal annars kynna sér betur hér: Brákarborgarfærsla þáverandi borgarstjóra haustið 2022 Nokkrum mánuðum eftir samtal mitt við iðnaðarmennina í Mjóddinni, eða hinn 2. október 2022, birti þáverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, svohljóðandi færslu á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter: „Það vakti töluverða athygli þegar við keyptum kynslífshjálpartækjaverslun (sic) til að umbreyta honum í leikskóla. Það var sagt áhættusamt, dýrt og rétt væri að rífa. Í gær fékk borgin umhverfisverðlaun fyrir lágt kolefnisspor, græna og vel heppnaða framkvæmd. „Aldrei hætta að þora!““ Þessi færsla borgarstjórans fyrrverandi vísar til byggingar leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi 150-152 en haustið 2022 fékk Reykjavíkurborg umhverfisverðlaunin Grænu skófluna fyrir þá byggingu. Þessi framkvæmd þótti hins vegar umdeild á kjörtímabilinu 2018–2022 í ljós þess mikla kostnaðar sem hlytist af því að kaupa upp mannvirki á lóðinni og endurgera þau sem leikskóla. Varlega áætlað nam kostnaður skattgreiðenda við bygginguna að lágmarki 1.500 milljónum króna, mælt á gildandi verðlagi. Brákarborgarþakið og grastorfan Hinn 24. júlí síðastliðinn var það gert opinbert að burðarvirki Brákarborgar þyldi ekki það álag sem fylgdi grastorfu á þaki hússins. Af því leiddi að sprungur voru farnar að myndast á veggjum og hurðir voru farnar að skekkjast í dyrakörmum. Með öðrum orðum, verðlaunabygging, sem er innan við tveggja ára gömul, er verulega skemmd vegna mistaka við gerð byggingarinnar. Ein afleiðing þessa er að til lengri eða skemmri tíma, þarf að flytja starfsemi Brákarborgar í óhentugt húsnæði í Ármúlanum. Um töluverða röskun er að ræða fyrir starfsfólk leikskólans, börnin sem sækja skólann og foreldra þeirra sem og aðra aðstandendur. Vangaveltur Sagan sem hér var sögð í upphafi af byggingu Orkuveituhússins að Bæjarhálsi varpar ljósi á tiltölulega þekkt atriði, það er, að viss tilhneiging er í þá veru að standa ófaglega að opinberum framkvæmdum, meðal annars vegna óeðlilegs pólitísks þrýstings að verkið sé klárað innan tiltekins tíma, svo sem skömmu fyrir kosningar. Atriðum af þessum toga má velta fyrir sér í Brákarborgarmálinu. Til þess ber að líta að það var töluvert kappsmál fyrir þáverandi borgarstjóra og hans flokk að Brákarborg yrði reist um það leyti sem borgarstjórnarkosningar færu fram vorið 2022. Nærtækt er því að spyrja hvort einhver pólitískur þrýstingur hafi verið til staðar á þá sem unnu að framvindu Brákarborgarverksins. Eða hvernig gat það gerst, að verkefni sem hafði verið mörg ár í undirbúningi, skyldi enda með því að grastorfa var sett á þak leikskólans sem burðarvirkið þoldi ekki? Hvar voru sérfræðingarnir sem reiknuðu þetta út og áttu að hafa eftirlit með framvindu verksins? Hvernig sem á Brákarborgarmálið er litið þá þarf að komast í botns í því. Einnig þá vinkla málsins sem varða pólitíska hlið þess. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun