Afstaða borgarstjóra „blaut tuska í andlit margra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2024 13:01 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Vísir/Ívar Fannar Oddviti Flokks fólksins í borginni kveðst sleginn yfir ummælum borgarstjóra um stöðu fólks sem býr í hjólhýsum í borginni. Fólkið hafi fengið fyrirheit um úrlausn sinna mála, sem nú virðist úr sögunni. Í vikunni vakti oddviti Flokks fólksins í Reykjavík athygli á bágri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða, og að finna þyrfti fólkinu betra svæði til að búa á. Borgarstjóri sagði það ekki koma til skoðunar. Það væri ekki hlutverk borgarinnar að gera hjólhýsabyggð að húsnæðisúrræði. Þetta kemur illa við oddvitann. „Ég varð bara mjög hissa þegar ég heyrði þetta í fréttum, og finnst þetta vera blaut tuska í andlit hjólabúa sem eru þarna við Sævarhöfða. Þeir hafa talið að þetta sé biðtími, biðstöð. En í raun var borgarstjóri að segja að þetta sé bara endastöð,“ segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Málið hafi verið í skoðun Hún segir fólkið hafa fengið fyrirheit frá borginni um að komið yrði til móts við það. „Það er búið að vera að skoða hvaða svæði koma til greina og það er jafnvel búið að nefna nokkur svæði í okkar eyru sem eru í könnun.“ Því komi viðhorf borgarstjóra mjög á óvart. Málið snúist um fólk sem hafi ekki í önnur hús að venda, en líka fólk sem kjósi sér að búa í hjólhýsi. Borgarstjóri benti því fólki á að víða á suðvesturhorninu væri að finna tjaldsvæði sem byðu upp á langtímaleigu á plássi, gegn markaðsvirði. „Þessi tónn sem fylgdi þessu svari borgarstjóra kom illa við mjög marga.“ Borgarstjóri sagði sagði einnig að hjólhýsagarðar að erlendri fyrirmynd væri ekki heppilegt búsetuform fyrir fjölskyldur, og þá allra síst börn. Kolbrún telur það haldlaust. „Að sjá fyrir sér stóran trailer park, fullt af litlum fátækum börnum. Það var dregin upp svo sérkennileg mynd af þessu, sem hann notaði sér til stuðnings til þess að slá þetta af.“ Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Tengdar fréttir „Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu. 19. júlí 2024 21:02 Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13 Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Í vikunni vakti oddviti Flokks fólksins í Reykjavík athygli á bágri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða, og að finna þyrfti fólkinu betra svæði til að búa á. Borgarstjóri sagði það ekki koma til skoðunar. Það væri ekki hlutverk borgarinnar að gera hjólhýsabyggð að húsnæðisúrræði. Þetta kemur illa við oddvitann. „Ég varð bara mjög hissa þegar ég heyrði þetta í fréttum, og finnst þetta vera blaut tuska í andlit hjólabúa sem eru þarna við Sævarhöfða. Þeir hafa talið að þetta sé biðtími, biðstöð. En í raun var borgarstjóri að segja að þetta sé bara endastöð,“ segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Málið hafi verið í skoðun Hún segir fólkið hafa fengið fyrirheit frá borginni um að komið yrði til móts við það. „Það er búið að vera að skoða hvaða svæði koma til greina og það er jafnvel búið að nefna nokkur svæði í okkar eyru sem eru í könnun.“ Því komi viðhorf borgarstjóra mjög á óvart. Málið snúist um fólk sem hafi ekki í önnur hús að venda, en líka fólk sem kjósi sér að búa í hjólhýsi. Borgarstjóri benti því fólki á að víða á suðvesturhorninu væri að finna tjaldsvæði sem byðu upp á langtímaleigu á plássi, gegn markaðsvirði. „Þessi tónn sem fylgdi þessu svari borgarstjóra kom illa við mjög marga.“ Borgarstjóri sagði sagði einnig að hjólhýsagarðar að erlendri fyrirmynd væri ekki heppilegt búsetuform fyrir fjölskyldur, og þá allra síst börn. Kolbrún telur það haldlaust. „Að sjá fyrir sér stóran trailer park, fullt af litlum fátækum börnum. Það var dregin upp svo sérkennileg mynd af þessu, sem hann notaði sér til stuðnings til þess að slá þetta af.“
Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Tengdar fréttir „Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu. 19. júlí 2024 21:02 Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13 Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
„Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu. 19. júlí 2024 21:02
Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13
Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31