Íslenski nuddarinn í Kanada sýknaður Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2024 09:01 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Héraðsdómstóll í Surrey í Kanada hefur sýknað Guðbjart Haraldsson sjúkranuddara af ákæru fyrir kynferðisbrot. Guðbjartur var handtekinn í lok árs 2022 og ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu sem sakaði hann um að hafa brotið á sér á meðan hún sótti hjá honum meðferð. Réttarhöld yfir Guðbjarti fóru fram fyrr í mánuðinum, að því er kemur fram í umfjöllun kanadíska miðilsins Burnaby now. Þar segir að eftir að Guðbjartur og meintur þolandi hans hefðu borið vitni hafi dómari sýknað Guðbjart af ákærunni að beiðni saksóknara. Var það gert vegna ósamræmi í sönnunargögnum sem þolandi lagði fram. Delaram Jahani héraðsdómari sagði mikið innra og ytra ósamræmi í sönnunargögnum og vitnisburð konunnar ótrúverðugan. Samkvæmt sönnunargögnum sem gefin voru upp í dómsal hafði konan sem tilkynnti um atvikið verið viðskiptavinur Guðbjarts í um tvö ár þegar atvikið á að hafa gerst. Nafns hennar er ekki getið í fréttum um málið. Í umfjöllun Burnaby now segir að Guðbjartur hafi verið löggiltur sjúkranuddari í 32 ár. Hann hafi verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot þann 25. nóvember 2022 eftir að lögreglunni í Surrey barst tilkynning um kynferðisbrot á PainPRO sjúkranuddstofunnni ellefu dögum fyrr. Þann 8. desember sama ár sendu lögregluyfirvöld í Kanada út fréttatilkynningu þar sem fram kom að Guðbjarti hefði verið sleppt úr haldi undir ströngum skilyrðum. Honum væri óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu“. Guðbjartur hafi farið að öllum reglum Fyrir dómi sagði Guðbjartur frá atvikinu þannig að viðskiptavinur hans hafi hegðað sér kynferðislega í umræddum tíma, gripið í hönd hans og spurt hvort hann vildi „taka þátt“. Hann hafi brugðist við með því að losa sig frá henni og ljúka tímanum skömmu eftir. Hann sagðist hafa gert nákvæmlega það sem honum var kennt í að gera í aðstæðum sem þessum. Að því loknu hafi hann séð til þess að allir áætlaðir tímar konunnar yrðu þurrkaðir út af tímaáætlun hans. Aðspurður hvers vegna hann tilkynnti ekki atvikið til lögreglu á sínum tíma gaf Guðbjartur þær skýringar að hann hafi ekki vitað hvort gjörðir hennar heyrðu undir áreiti. Sem fyrr segir var Guðbjartur sýknaður af ákærunni. Þrátt fyrir það er honum enn óheimilt að veita konum meðferðarþjónustu sína og að taka við bókunum í gegn um netið. Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Réttarhöld yfir Guðbjarti fóru fram fyrr í mánuðinum, að því er kemur fram í umfjöllun kanadíska miðilsins Burnaby now. Þar segir að eftir að Guðbjartur og meintur þolandi hans hefðu borið vitni hafi dómari sýknað Guðbjart af ákærunni að beiðni saksóknara. Var það gert vegna ósamræmi í sönnunargögnum sem þolandi lagði fram. Delaram Jahani héraðsdómari sagði mikið innra og ytra ósamræmi í sönnunargögnum og vitnisburð konunnar ótrúverðugan. Samkvæmt sönnunargögnum sem gefin voru upp í dómsal hafði konan sem tilkynnti um atvikið verið viðskiptavinur Guðbjarts í um tvö ár þegar atvikið á að hafa gerst. Nafns hennar er ekki getið í fréttum um málið. Í umfjöllun Burnaby now segir að Guðbjartur hafi verið löggiltur sjúkranuddari í 32 ár. Hann hafi verið handtekinn og ákærður fyrir kynferðisbrot þann 25. nóvember 2022 eftir að lögreglunni í Surrey barst tilkynning um kynferðisbrot á PainPRO sjúkranuddstofunnni ellefu dögum fyrr. Þann 8. desember sama ár sendu lögregluyfirvöld í Kanada út fréttatilkynningu þar sem fram kom að Guðbjarti hefði verið sleppt úr haldi undir ströngum skilyrðum. Honum væri óheimilt að veita meðferðarþjónustu af nokkru tagi, þar á meðal „hverskyns nuddmeðferðir eða líkamsmeðferðir á þeim sem skilgreina sig sem konu“. Guðbjartur hafi farið að öllum reglum Fyrir dómi sagði Guðbjartur frá atvikinu þannig að viðskiptavinur hans hafi hegðað sér kynferðislega í umræddum tíma, gripið í hönd hans og spurt hvort hann vildi „taka þátt“. Hann hafi brugðist við með því að losa sig frá henni og ljúka tímanum skömmu eftir. Hann sagðist hafa gert nákvæmlega það sem honum var kennt í að gera í aðstæðum sem þessum. Að því loknu hafi hann séð til þess að allir áætlaðir tímar konunnar yrðu þurrkaðir út af tímaáætlun hans. Aðspurður hvers vegna hann tilkynnti ekki atvikið til lögreglu á sínum tíma gaf Guðbjartur þær skýringar að hann hafi ekki vitað hvort gjörðir hennar heyrðu undir áreiti. Sem fyrr segir var Guðbjartur sýknaður af ákærunni. Þrátt fyrir það er honum enn óheimilt að veita konum meðferðarþjónustu sína og að taka við bókunum í gegn um netið.
Kanada Íslendingar erlendis Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna