„Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2024 06:29 Forsetinn var harðorður og kallaðir eftir meiri stuðningi. Vísir/EPA Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. „Þetta var hræðilegt. Ég gat ekki andað. Ég var að reyna að verja [ barnið mitt innsk. Blm.]. Ég var að reyna að verja hann með klút svo hann gæti andað,“ er haft eftir Svitlana Kravchenko í frétt Reuters. Þar segir að illa áttaðir og grátandi foreldrar hafi ráfað um og reynt að þrífa eftir sprenginguna. Forseti landsins, Volodomír Selenskíj, var í Póllandi þegar árásin átti sér stað en hann er á leið til Washington þar sem fer fram NATO ráðstefna í vikunni þar sem sérstök áhersla verður lögð á að fjalla um stríðið í Úkraínu. Selenskíj sagði 37 látin, þar af þrjú börn. Auk þess væru 170 særð. Í frétt Reuters segir að fjöldi látinna hafi samanlagt verið talinn 41 um land allt. Um 27 létust í Kænugarði og 11 í Dnipropetrovsk héraði. Þá létust þrjú í Pokrovsk héraði. Á fundi með forseta Póllands, Donald Tusk, kallaði Selenskíj, eftir viðbrögðum frá vestrænum bandamönnum. Hann sagði að Úkraína myndi svara þessum árásum en að stóra spurningin væri hvort að bandamennirnir myndu gera það líka. Á Telegram sagði Selenskíj auk þess að um 100 byggingar væru skemmdar þar á meðal barnaspítalinn og fæðingarstofa í miðborg Kænugarðs, heimili og leikskólar. „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta,“ sagði hann og að hafa áhyggjur stöðvi ekki hryllinginn. Samúðarkveðjur séu ekki vopn. Ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag vegna árásarinnar. Þá yfir úkraínsk yfirvöld sagt árásina gott dæmi um það af hverju þarf að styrkja loftvarnir landsins enn frekar. Af 38 loftskeytum voru 30 skotin niður. Eyðileggingin var mikil í Kænugarði.Vísir/EPA Borgarstjóri Kænugarðs, Vitali Klitschko, sagði árásina eina þá stærstu frá því að stríðið hófst og að víða í borginni séu skemmdir. Heilbrigðisyfirvöld sögðu fimm deildir barnaspítalans skemmdar og að flytja hefði þurft börn annað. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að árásin væri hræðileg áminning um grimmd Rússa. Hann sagði enn fremur að á NATO fundinum yrði tilkynnt um nýjar ráðstafanir fyrir loftvarnir Úkraínu. Volker Türk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi einnig árásina í gær og að meðal þeirra sem létust hefðu verið „veikustu börn Úkraínu“. Rússnesk yfirvöld sögðu eftir árásirnar að þeim hefðu verið beint að flugvöllum og öryggismiðstöðvum. Þau hafa ítrekað neitað að þau skjóti viljandi að almennum borgurum og byggingum þar sem almennir borgarar eru en þúsundir almennir borgarar hafa látist í árásunum frá því að stríðið hófst 2022. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. 8. júlí 2024 23:18 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
„Þetta var hræðilegt. Ég gat ekki andað. Ég var að reyna að verja [ barnið mitt innsk. Blm.]. Ég var að reyna að verja hann með klút svo hann gæti andað,“ er haft eftir Svitlana Kravchenko í frétt Reuters. Þar segir að illa áttaðir og grátandi foreldrar hafi ráfað um og reynt að þrífa eftir sprenginguna. Forseti landsins, Volodomír Selenskíj, var í Póllandi þegar árásin átti sér stað en hann er á leið til Washington þar sem fer fram NATO ráðstefna í vikunni þar sem sérstök áhersla verður lögð á að fjalla um stríðið í Úkraínu. Selenskíj sagði 37 látin, þar af þrjú börn. Auk þess væru 170 særð. Í frétt Reuters segir að fjöldi látinna hafi samanlagt verið talinn 41 um land allt. Um 27 létust í Kænugarði og 11 í Dnipropetrovsk héraði. Þá létust þrjú í Pokrovsk héraði. Á fundi með forseta Póllands, Donald Tusk, kallaði Selenskíj, eftir viðbrögðum frá vestrænum bandamönnum. Hann sagði að Úkraína myndi svara þessum árásum en að stóra spurningin væri hvort að bandamennirnir myndu gera það líka. Á Telegram sagði Selenskíj auk þess að um 100 byggingar væru skemmdar þar á meðal barnaspítalinn og fæðingarstofa í miðborg Kænugarðs, heimili og leikskólar. „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta,“ sagði hann og að hafa áhyggjur stöðvi ekki hryllinginn. Samúðarkveðjur séu ekki vopn. Ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þjóðarsorg í dag vegna árásarinnar. Þá yfir úkraínsk yfirvöld sagt árásina gott dæmi um það af hverju þarf að styrkja loftvarnir landsins enn frekar. Af 38 loftskeytum voru 30 skotin niður. Eyðileggingin var mikil í Kænugarði.Vísir/EPA Borgarstjóri Kænugarðs, Vitali Klitschko, sagði árásina eina þá stærstu frá því að stríðið hófst og að víða í borginni séu skemmdir. Heilbrigðisyfirvöld sögðu fimm deildir barnaspítalans skemmdar og að flytja hefði þurft börn annað. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, að árásin væri hræðileg áminning um grimmd Rússa. Hann sagði enn fremur að á NATO fundinum yrði tilkynnt um nýjar ráðstafanir fyrir loftvarnir Úkraínu. Volker Türk, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi einnig árásina í gær og að meðal þeirra sem létust hefðu verið „veikustu börn Úkraínu“. Rússnesk yfirvöld sögðu eftir árásirnar að þeim hefðu verið beint að flugvöllum og öryggismiðstöðvum. Þau hafa ítrekað neitað að þau skjóti viljandi að almennum borgurum og byggingum þar sem almennir borgarar eru en þúsundir almennir borgarar hafa látist í árásunum frá því að stríðið hófst 2022.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Tengdar fréttir NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. 8. júlí 2024 23:18 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
NATO styrkir verkefni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja nettengingu í tilfelli árásar Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann. 8. júlí 2024 23:18
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26