Everest fullt af rusli sem mun taka fleiri ár að hreinsa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 23:33 Yfirvöld gera ráð fyrir því að ruslatínslan muni taka fjölda ára. getty Þúsundir göngugarpa hafa klifið Everest, hæsta fjall jarðar, frá því að toppnum var fyrst náð árið 1953. Einhverjir þeirra hafa hins vegar skilið eftir sig fleira en bara fótsporin. Nepölsk yfirvöld áætla að það taki mörg ár að fjarlægja rusl frá tjaldbúðum sem þau telja á bilinu 40-50 tonn. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar er rætt við sjerpa sem leitt hefur teymi sem vinnur að hreinsun í fleiri ár. Nepölsk yfirvöld hafa styrkt verkefnið, sem krefst mannafla tuga sjerpa og hermanna. Í ár fjarlægði teymið um 11 tonn af rusli, auk fjögurra líka og beinagrindar. Sjerpinn Ang Babu, sem leiðir hópinn, telur að um 40 til 50 tonn séu á efstu tjaldbúðunum Suður-Col, sem garpar dvelja í áður en þeir reyna við síðasta spöl tindsins. Frá blaðamannafundi þar sem átak stjórnvalda var kynnt.getty „Ruslið er aðallega gömul tjöld, matarumbúðir, súrefniskúrtar og reypi,“ segir Babu og bætir við að töluvert af ruslinu sé erfitt viðureignar þar sem það sé freðið í fjallinu. Á síðustu árum hafa yfirvöld sett reglur sem kveða á um að göngugarpar þurfi að taka ruslið með sér niður af fjallinu. Að öðrum kosti fá þeir tryggingargjald ekki endurgreitt. Í umfjöllun AP segir að fólk sé almennt meðvitað um reglurnar í dag, sem hafi dregið þar með úr sóðaskap. Það hafi hins vegar ekki verið raunin áður fyrr. Mikið er um niðursuðudósir. Sömuleiðis ginflöskur að því er virðist.getty Sjerparnir í teyminu hafa einblínt á erfiðari svæði, hærra í fjallinu, á meðan hermenn hafa sinnt ruslatínslu í fyrstu tjaldbúðum. Ang Babu segir veðrið alla jafna gera þeim afar erfitt fyrir í hæstu tjaldbúðunum. „Við verðum að bíða eftir góðu veðri þar sem sólin bræðir ísinn. En að bíða lengi í þessum aðstæðum er bara ekki hægt,“ segir hann. „Það er mjög erfitt að dvelja lengi í jafn súrefnissnauðu umhverfi.“ Til að mynda hafi það tekið teymið tvo daga að grafa upp lík nálægt Suður-Col. Teymið hafi þurft að færa sig í lægri búðir vegna veðurs til að bíða átekta. Einfalt svar sé við spurningu um það hvers vegna göngugarpar skilji ruslið eftir. „Í þessari hæð er eru aðstæður erfiðar og súrefni lítið. Fjallgöngumenn einbeita sér því meira að því að halda sér á lífi,“ segir Ang Babu. Everest Nepal Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Í umfjöllun AP fréttaveitunnar er rætt við sjerpa sem leitt hefur teymi sem vinnur að hreinsun í fleiri ár. Nepölsk yfirvöld hafa styrkt verkefnið, sem krefst mannafla tuga sjerpa og hermanna. Í ár fjarlægði teymið um 11 tonn af rusli, auk fjögurra líka og beinagrindar. Sjerpinn Ang Babu, sem leiðir hópinn, telur að um 40 til 50 tonn séu á efstu tjaldbúðunum Suður-Col, sem garpar dvelja í áður en þeir reyna við síðasta spöl tindsins. Frá blaðamannafundi þar sem átak stjórnvalda var kynnt.getty „Ruslið er aðallega gömul tjöld, matarumbúðir, súrefniskúrtar og reypi,“ segir Babu og bætir við að töluvert af ruslinu sé erfitt viðureignar þar sem það sé freðið í fjallinu. Á síðustu árum hafa yfirvöld sett reglur sem kveða á um að göngugarpar þurfi að taka ruslið með sér niður af fjallinu. Að öðrum kosti fá þeir tryggingargjald ekki endurgreitt. Í umfjöllun AP segir að fólk sé almennt meðvitað um reglurnar í dag, sem hafi dregið þar með úr sóðaskap. Það hafi hins vegar ekki verið raunin áður fyrr. Mikið er um niðursuðudósir. Sömuleiðis ginflöskur að því er virðist.getty Sjerparnir í teyminu hafa einblínt á erfiðari svæði, hærra í fjallinu, á meðan hermenn hafa sinnt ruslatínslu í fyrstu tjaldbúðum. Ang Babu segir veðrið alla jafna gera þeim afar erfitt fyrir í hæstu tjaldbúðunum. „Við verðum að bíða eftir góðu veðri þar sem sólin bræðir ísinn. En að bíða lengi í þessum aðstæðum er bara ekki hægt,“ segir hann. „Það er mjög erfitt að dvelja lengi í jafn súrefnissnauðu umhverfi.“ Til að mynda hafi það tekið teymið tvo daga að grafa upp lík nálægt Suður-Col. Teymið hafi þurft að færa sig í lægri búðir vegna veðurs til að bíða átekta. Einfalt svar sé við spurningu um það hvers vegna göngugarpar skilji ruslið eftir. „Í þessari hæð er eru aðstæður erfiðar og súrefni lítið. Fjallgöngumenn einbeita sér því meira að því að halda sér á lífi,“ segir Ang Babu.
Everest Nepal Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira