Íþróttahjón opna apótek saman: „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júlí 2024 10:00 Hlíf og Vignir, fyrrum íþróttafólk og nýorðnir apótekseigendur. vísir / einar Vignir Stefánsson lagði handboltaskóna á hilluna í vor eftir að hafa orðið Evrópubikarmeistari með Val. Í leit að nýjum ævintýrum hefur hann opnað apótek með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur, lyfjafræðingi og fyrrum knattspyrnukonu. Vignir var annar af fyrirliðum Vals og hampaði Evrópubikarnum eftir sigur í vítakastkeppni gegn Olympiacos. Dramatískur leikur, ótrúlegur árangur og varla hægt að hugsa sér betri endalok. Vignir segist lifa í sátt við þá ákvörðun að hætta í handbolta og hún var ekki tekin í neinu flýti. „Ég var búinn að ákveða þetta en með því að ná að lyfta bikarnum þá er maður bara ákveðnari í sinni ákvörðun og sáttari við hana því það er rosalega gaman að hafa endað þetta svona.“ Hugmynd sem þau höfðu lengi Hann hefur nú snúið sér að allt öðru og opnað Apótek NOR í Norðlingaholti með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur. „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma, svo gerðum við ekkert í þessu fyrr en við vorum að klára fæðingarorlof með yngstu dóttur okkar. Eftir það fór þetta frekar hratt af stað og hingað erum við komin, búin að opna“ segir Hlíf. Allt gengið án áfalla Þau sammæltust um að hingað til hafi opnunin og upphaf rekstursins gengið stóráfallalaust. Apótekið hefur engin áhrif haft á heimilislífið eða hjónabandið, hingað til allavega sögðu þau glettin. Það séu forréttindi að geta unnið með maka sínum. Ofurhjón eru þau og mikil íþróttahjón en Hlíf er fyrrum knattspyrnukona sem á að baki rúmlega 200 leiki á fjórtán ára meistaraflokksferli. Það er því vert að spyrja hvort áhersla sé lögð í apótekinu á meðhöndlun íþróttameiðsla. „Ekki sérstaka [áherslu], kannski verðum við með einhverja íþróttadaga. Við eigum eftir að hugsa það betur en áherslan okkar er á faglega og góða þjónustu, keyrum svolítið á persónulegri nálgun.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan. Handbolti Fótbolti Valur Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Vignir var annar af fyrirliðum Vals og hampaði Evrópubikarnum eftir sigur í vítakastkeppni gegn Olympiacos. Dramatískur leikur, ótrúlegur árangur og varla hægt að hugsa sér betri endalok. Vignir segist lifa í sátt við þá ákvörðun að hætta í handbolta og hún var ekki tekin í neinu flýti. „Ég var búinn að ákveða þetta en með því að ná að lyfta bikarnum þá er maður bara ákveðnari í sinni ákvörðun og sáttari við hana því það er rosalega gaman að hafa endað þetta svona.“ Hugmynd sem þau höfðu lengi Hann hefur nú snúið sér að allt öðru og opnað Apótek NOR í Norðlingaholti með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur. „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma, svo gerðum við ekkert í þessu fyrr en við vorum að klára fæðingarorlof með yngstu dóttur okkar. Eftir það fór þetta frekar hratt af stað og hingað erum við komin, búin að opna“ segir Hlíf. Allt gengið án áfalla Þau sammæltust um að hingað til hafi opnunin og upphaf rekstursins gengið stóráfallalaust. Apótekið hefur engin áhrif haft á heimilislífið eða hjónabandið, hingað til allavega sögðu þau glettin. Það séu forréttindi að geta unnið með maka sínum. Ofurhjón eru þau og mikil íþróttahjón en Hlíf er fyrrum knattspyrnukona sem á að baki rúmlega 200 leiki á fjórtán ára meistaraflokksferli. Það er því vert að spyrja hvort áhersla sé lögð í apótekinu á meðhöndlun íþróttameiðsla. „Ekki sérstaka [áherslu], kannski verðum við með einhverja íþróttadaga. Við eigum eftir að hugsa það betur en áherslan okkar er á faglega og góða þjónustu, keyrum svolítið á persónulegri nálgun.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Fótbolti Valur Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira