Telur sig geta platað Klopp til að taka við Bandaríkjunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2024 07:01 Tim Howard telur sig hafa gríðarlegan sannfæringarkraft. vísir/getty images Tim Howard, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna, segist handviss um að hann geti platað Jürgen Klopp, fyrrverandi þjálfara Liverpool, til að taka við bandaríska landsliðinu fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer að hluta til í Bandaríkjunum eftir tvö ár. Eftir afhroð í Suður-Ameríkukeppninni er sæti Gregg Berhalter talið gríðarlega heitt og í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann verður látinn fara. Hinn 45 ára gamli Howard spilaði á sínum tíma 121 A-landsleik fyrir þjóð sína ásamt því að eiga farsælan feril á Englandi með Manchester United og Everton, sem og í Bandaríkjunum. Former USMNT goalkeeper Tim Howard believes the U.S.'s next coach should be Jurgen Klopp because of the progressive, front-foot players he would be able to coach.And Howard is willing to play the part of negotiator to convince the former Liverpool boss to take the job... pic.twitter.com/xS2t9gLybk— The Athletic (@TheAthletic) July 3, 2024 Howard segir í pistli hjá Daily Mail að hann muni persónulega fljúga til Spánar þar sem Klopp er í fríi og sannfæra hann um að taka við Bandaríkjunum. „Ég veit að Klopp hætti aðeins fyrir nokkrum vikum og sagðist vilja pásu. En ef við myndum setjast niður í villunni hans á Spáni er ég 100 prósent viss um að ég gæti sannfært hann að koma yfir til Bandaríkjanna.“ „Fjármagnið er til staðar. Söluræðan væri sú að hann myndi hafa unga sókndjarfa leikmenn sem spila af mikilli ákefð, alveg eins og Liverpool-liðin hans. Svo tveimur árum síðar getur hann farið á stærsta heimsmeistaramót sögunnar,“ sagði Howard einnig. Hvort Klopp láti til leiðast á eftir að koma í ljós en HM 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Sjá meira
Eftir afhroð í Suður-Ameríkukeppninni er sæti Gregg Berhalter talið gríðarlega heitt og í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann verður látinn fara. Hinn 45 ára gamli Howard spilaði á sínum tíma 121 A-landsleik fyrir þjóð sína ásamt því að eiga farsælan feril á Englandi með Manchester United og Everton, sem og í Bandaríkjunum. Former USMNT goalkeeper Tim Howard believes the U.S.'s next coach should be Jurgen Klopp because of the progressive, front-foot players he would be able to coach.And Howard is willing to play the part of negotiator to convince the former Liverpool boss to take the job... pic.twitter.com/xS2t9gLybk— The Athletic (@TheAthletic) July 3, 2024 Howard segir í pistli hjá Daily Mail að hann muni persónulega fljúga til Spánar þar sem Klopp er í fríi og sannfæra hann um að taka við Bandaríkjunum. „Ég veit að Klopp hætti aðeins fyrir nokkrum vikum og sagðist vilja pásu. En ef við myndum setjast niður í villunni hans á Spáni er ég 100 prósent viss um að ég gæti sannfært hann að koma yfir til Bandaríkjanna.“ „Fjármagnið er til staðar. Söluræðan væri sú að hann myndi hafa unga sókndjarfa leikmenn sem spila af mikilli ákefð, alveg eins og Liverpool-liðin hans. Svo tveimur árum síðar getur hann farið á stærsta heimsmeistaramót sögunnar,“ sagði Howard einnig. Hvort Klopp láti til leiðast á eftir að koma í ljós en HM 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Sjá meira